Óþarfi er að kynna Vinaleiðina fyrir lesendum Vantrúar en hér er gerð grein fyrir þætti Jónu Hrannar Bolladóttur í þeim skollaleik.
En byrjum þó á þingsályktun Kirkjuþings:
„Kirkjuþing 2003 beinir því til Kirkjuráðs að það beiti sér fyrir því að skipuð verði samstarfsnefnd kirkju og skólayfirvalda til að móta stefnu í kærleiksþjónustu kirkjunnar við leik- og grunnskólabörn“
Hvað eru trúleysingjar að æsa sig út af kristinfræðikennslu í skólum? Er ekki sjálfsagt að börnin læri um kristni, sem hefur mótað svo mikið af sögu landsins í gegnum aldirnar?
Trúleysingjar eru ekki á móti kristinfræðikennslu. Þeir vilja að börn læri um kristni og önnur trúarbrögð í skólum. Þeir vilja hins vegar ekki að börnum sé innrætt kristni (eða önnur trúarbrögð) í skólum.
Prestar og skólar eiga enga samleið.
Það er gjörsamlega útilokað að prestar geti komið að námi barna í grunn- og leikskólum, ef virða á lög og reglur íslensks samfélags. Heimsóknir þeirra í leikskóla eru út í hött og heimsóknir nemenda í kirkjur eru út í hött ef prestur kemur þar nærri, meðhjálpari, djákni eða aðrir prelátar.
Ástæðan er einföld. Skólinn er fræðslustofnun, ekki trúboðsstofnun, eins og segir í námskrá, en innsta eðli kirkjunnar og öll störf kirkjunnar þjóna eru boðun, boðun trúar, trúboð.
Rökfræði 101
Forsenda 1: A er bannað í X. Forsenda 2: Allt sem tengist B felur í sér A. Niðurstaða: B er bannað í X.Bæjarráð Garðabæjar samþykkti vorið 2007 að leita til sérfræðinga hjá KHÍ til að „meta réttmæti og gildi vinaleiðar“ og hafa þeir nú sent frá sér skýrslu en tengingar á hana er að finna á vefsíðunni blogg.visir.is/binntho. Skýrsluhöfundar fóru þá leið að vinna skýrsluna eingöngu út frá faglegum sjónarmiðum skólastarfs en taka ekki afstöðu til þess hvort aðkoma kirkju að skólastarfi sé réttmæt þegar horft er til almennra laga í lýðræðisþjóðfélagi.
Síðastliðinn vetur fengu þjóðkirkjan og skólayfirvöld í Garðabæ á sig mikla gagnrýni vegna þess að prestur og djákni hófu "kristilega sálgæslu" í skólum og á skólatíma. Biskup áleit þetta kjörið sóknarfæri fyrir kirkjuna og Kirkjuþing lýsti markmiðið að frelsa börnin (skv. kristniboðsskipuninni). Innrásin fékk veigrunarheitið "Vinaleið".
Vinaleið Þjóðkirkjunnar er þjónusta sem hefur verið í boði í Mosfellsbæ í nokkur ár. Árið 2006 byrjaði Þjóðkirkjan að útvíkka þessa starfssemi og réð prest og djákna til starfa í Garðabæ til að sjá um Vinaleið.
Movable Type
knýr þennan vef