Það vakti töluverða athygli að Svarthöfði, stjarnan úr Stjörnustríðsmyndunum, lét sjá sig við upphaf prestastefnu. Á þessum myndum má sjá hve vel hann féll í hópinn. Í myndasyrpu frá Biskupsstofu frá viðburðinum sést af einhverjum ástæðum ekkert til Svarthöfða.
Ríkissjónvarpið gerði þessu góð skil í seinni fréttum gærdagsins en okkur þykir þessi útgáfa reyndar skemmtilegri.
Sigursteinn Másson og séra Geir Waage ræddu um giftingar samkynhneigðra í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í fyrradag, Helgi Seljan stjórnaði umræðum.
Í upphafi þáttar segir séra Geir að Þjóðkirkjan skipti sér ekki af Alþingi en í lokin þvertekur hann fyrir að Alþingi setji lög sem heimila (ath, heimila, ekki neyða) trúfélögum að gifta samkynhneigða. Höfum það á hreinu að Þjóðkirkjan átti stóran þátt í að breytingartillaga Guðrúnar Ögmunds komst ekki í gegn þegar lög um réttindi samkynhneigðra voru rædd á þingi. Sjálfur biskup Íslands mætti til nefndarinnar sem fjallaði um málið og þvertók fyrir að breytingartillagan yrði samþykkt. Það er kjaftæði að Þjóðkirkjan skipti sér ekki af Alþingi.
Þjóðkirkjan vígði nú um helgina einn skólaprest og einn skóladjákna. Með þessu má segja að hún sé búin að fella grímuna og byrjuð að stunda blygðunarlaust trúboð innan veggja skólanna. Allt sem menn hafa áður látið sér um munn fara, að innan skólaveggjanna ætti að fara fram hlutlaus fræðsla en ekki innræting, er nú ómerkt og dautt. Kirkjan er í herferð og fórnarlömbin eru auðtrúa og saklaus börn. Sjá nánar þetta myndskeið.
Karl Sigurbjörnsson, biskup Þjóðkirkjunnar, þreytist ekki á að útmála trúleysið sem rót alls ills og gera trúlausum það upp að vera siðlausir og tortryggilegir. En hvað um Karl sjálfan? Er hægt að treysta orðum þessa manns?
Hver sá sem trúlaus skoðar hátterni og hugsun trúaðra sér í hendi sér hvílíka blindu þarf til að geta aðhyllst það sem reitt er fram.
Ég var vanur að lesa allt þetta ljóta í [Biblíunni] en á einhvern undarlegan hátt var það samt allt „ósýnilegt“ eða jafnvel fagurt. Mér hafði verið kennt það að Guð væri fullkomin, kærleiksríkur og réttlátur og það fannst ekki vottur af efa í huga mér um þessi persónueinkenni hans. Allar sýnilegar mótsagnir og ljótleika mátti skýra burt með trúnni á hina órannsakanlegu vegi Hans. Ég er mikið feginn að þeir dagar eru að baki.
Dan Barker
Movable Type
knýr þennan vef