Ég var nýnemi í Menntaskólanum á Akureyri þegar ég heyrði fyrst talað um trúleysi. Gettu betur var í fullum gangi og strákarnir í MR liðinu voru mestu töffarar sem ég gat ímyndað mér. Oft á dag fór ég inn á heimasíðuna hjá Snæbirni Guðmundssyni til að athuga hvort hann væri búinn að pósta einhverju nýju.
Föstudagskvöldið 28. ágúst birti Örn Bárður ósmekklega teikningu á Facebook sem varðaði Vantrú og samlíkingu við ISIS. Hann hefur beðist afsökunar á þessu og fjarlægt teikninguna.
Árni Svanur Daníelsson, vefprestur ríkiskirkjunnar, sendi þetta skot á Vantrú á Facebook núna í kvöld. Skotið er ágætt í sjálfu sér þó það byggist á því að afneita sögu kirkju og kristni. Það er rétt hjá Árna, það er töluverður munur Vantrú og ríkiskirkjunni. Tökum tíu dæmi.
Gleraugnaverslunin Sjónarhóll hættir starfssemi í sumar eftir 19 ára starf. Það er ekki oft sem við fjöllum um gleraugnaverslanir en tilefnið er yfirlýsing sem aðstandendur verslunarinnar sendu frá sér þar sem talað er um að „hópur vantrúaðra Íslendinga“ hafi gert aðför að starfseminni.
Hér ber fyrir augu lesenda hinn margumrómaði þriðji árgangur Árbók Vantrúar. Að sjálfsögðu er öllum alvöru greinum af vefritinu frá ágúst 2005 til og með júlí 2006 safnað saman. Tilkynningum og tilvísunum og öðru slíku dægurefni sem ekki passar í heildarsafnið er sleppt. Að mestu eru greinarnar í tímaröð en greinaflokkum hefur verið safnað saman og birtast í röð.
Árbókin í epub-formi og kindle-formi
Movable Type
knýr þennan vef