Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Um Vantrú

Í ágúst 2003 stofnuðu nokkrir trúleysingjar vefritið Vantrú. Allir áttu þeir sameiginlegt að hafa stundað trúmálaumræður á netinu, aðallega á spjallþráðum og vefsetrum einstaklinga. Vantrú þróaðist fljótt í mikilvægan vettvang fyrir skoðanaskipti um trúmál og tengd málefni, og má segja að hún hafi öðlast nokkurn sess í vefritaflóru Íslands. Félögum fjölgaði jafnt og þétt og í febrúar 2004 var tilkynnt um stofnun óformlegs félags. Á haustmánuðum sama ár, þegar félagar voru orðnir 20, varð draumurinn um lögformlegan félagskap að veruleika.

Helsta markmið félagsins að veita mótvægi við boðun hindurvitna og vinna gegn áhrifum þeirra í samfélaginu, s.s. skipulögðum trúarbrögðum, skottulækningum og gervivísindum. Þessu markmiðum hyggst félagið meðal annars ná með því að stuðla að gagnrýninni umræðu um baráttumál félagsins og með vefritinu.

Lög félagsins - Fundarsköp félagsins

Póstur á stjórn Vantrúar: vantru@vantru.is

Stjórn Vantrúar 2025

Siggeir F. Ævarsson formaður
Svavar Kjarrval ritari
Hjalti Rúnar Ómarsson gjaldkeri

Viltu ganga í Vantrú?

Um inntöku nýrra félaga gildir þessi lagagrein:

Félagið er opið trúleysingjum og þeim sem hafna yfirnáttúru, samþykki þeir að vinna að markmiðum félagsins, hlíta lögum þess og séu orðnir fullra 18 ára. Ritari tekur við umsóknum og ber þær undir stjórn. Stjórnin ákveður svo, að höfðu samráði við aðra félagsmenn ef þörf krefur, hvort umsækjandi er samþykktur inn í félagið.

Í lögum félagsins kemur fram að tilgangur félagsins sé að veita mótvægi við boðun hindurvitna og vinna gegn áhrifum þeirra í samfélaginu, s.s. skipulögðum trúarbrögðum, skottulækningum og gervivísindum. Þeim tilgangi hyggst félagið meðal annars ná með því að stuðla að gagnrýninni umræðu um baráttumál félagsins og halda úti vefriti.

Félagsgjaldið er 1.000 krónur á ári, þeir borga sem geta.

Ef skoðanir þínar fara saman við tilgang félagsins og þú vilt ganga í það sendu þá tölvupóst með stuttri kynningu á þér og skoðunum þínum á þeim málefnum sem félagið Vantrú lætur sig varða á netfangið vantru@vantru.is.

Um vefritið

Upphaflega var vefritið ætlað til þess að skoða trúmál frá sjónarhorni trúleysingjans. Vefritið hefur þó tekið töluverðum breytingum. Hér er ekki eingöngu rætt um trúmál. Hér er einnig tekið á öðrum hindurvitnum, kukli, gervivísindum og ýmsum hugsanavillum.

Ritstjóri er Hjalti Rúnar Ómarsson og ábyrgðarmaður er Birgir Baldursson.

Hægt er að fylgjast með uppfærslum á Vantrú með rss-straum okkar:

rss yfirlit RSS yfirlit
rss yfirlit yfir athugasemdir RSS fyrir athugasemdir

Viltu styrkja Vantrú?

Vantrú er fámennur félagsskapur með stóra drauma. Okkur dreymir um að þýða og gefa út bækur, fá til okkar erlenda fyrirlesara og framleiða efni í fjölmiðla. Öll fjárframlög eru því vel þegin.

Kennitala Banki Höfuðbók Reikningur
4211043440 0115 26 66666

Póstáritun

Vantrú
Bakkasel 23
109 Reykjavík


Slagorð

Movable Type
knýr þennan vef