Þú getur skráð þig úr Þjóðkirkjunni á tvo vegu: 1. Með netskilum. 2. Með því að fara í Þjóðskrá. Hér eru örstuttar leiðbeiningar.
Ef eitthvað er óskýrt þá eru hér ítarlegri leiðbeiningar um Íslykil.
Þú ferð niður í Þjóðskrá milli 10:00-15:00 á virkum dögum. Þjóðskrá er staðsett í Borgartúni 21, 105 Reykjavík(kort) og Hafnarstræti 107, 600 Akureyri(kort).
Fyllir út eyðublað á staðnum eða kemur með útprentað eyðublað (hægrismelltu og gerðu “save target as” eða “save link as”) og skilar því! Ef um er að ræða barn yngra en 16 ára þá er náð í þetta eyðublað.
Fólk búsett utan Akureyrar og Reykjavíkur á að geta nálgast eyðublað hjá bæjarskrifstofum viðkomandi sveitarfélags. Þar á einnig að vera hægt að fylla það út og starfsmaður sendir til Þjóðskrár.
Vantrú hefur aðstoðað fjölda einstaklinga við að leiðrétta trúfélagsskráningu sína síðan 1. janúar 2006.
Hér eru leiðbeiningar um það hvernig maður breytir trúfélagsskráningu sinni.