Í þessum þætti sunnudagaskólans ræða þeir Birgir og Hjalti við rithöfundinn, fyrrverandi ritstjóra Spegilsins og dæmda guðlastarann Úlfar Þormóðsson. Auðvitað var mikið rætt um guðlast og Spegilsmálið, en einnig var rætt um áhugaverð málefni eins og upphaf alheimsins, prestastéttina og túlkun biblíunnar.
Matthías Jochumsson, spíritismi, únítarismi, frjálslynda guðfræðin, KFUM, kvennaguðfræði, galdrabrennur og djöfullinn, framtíð kirkjunnar, syndabyrði og AA. Samtal Birgis og Hjalta við Torfa fann sér ótal vinkla í síðari hluta viðtalins.
Sjá einnig:
Íslensk kirkjusaga fyrir almenning@Þjóðkirkjan.is
Viðtalinu má hlaða niður með því að smella hér
Að þessu sinni ræddu þeir Hjalti og Birgir við Torfa K. Stefánsson, höfund bókarinnar Íslensk kirkjusaga, um ýmislegt það sem lítur að kristindómnum á Íslandi gegnum aldirnar. Í þessum fyrri hluta er byrjað á fermingum og endað á trúarlegri hegðun. Torfi hafði margt til málanna að leggja.
Sjá einnig:
Íslensk kirkjusaga fyrir almenning@Þjóðkirkjan.is
Viðtalinu má hlaða niður með því að smella hér
Hér birtist síðari hluti viðtals Hjalta og Birgis við Guðmund Inga. Umræðan fer út um víðan völl og tæpt er á ýmsu áhugaverðu.
Einnig má hlaða niður skránni hér með því að hægrismella á tengilinn og velja "save as".
Fyrir fáeinum misserum settust þeir Hjalti og Birgir niður með Guðmundi Inga Markússyni trúarbragðafræðingi og ræddu um þann geira fræðimennsku sem snýr að trú og trúarbrögðum. Í þessum sunnudagaskóla hlýðum við á fyrri hluta þess spjalls, en síðari hlutinn birtist hér að viku liðinni.
Einnig má hlaða niður skránni hér með því að hægrismella á tengilinn og velja "save as".
Movable Type
knýr þennan vef