Í þessari samantekt eru algengar spurningar um Vantrú og þeim svarað stutt og skýrt, oft með vísunum í ítarefni. Spurningarnar varða tilgang og eðli Vantrúar, lítið eitt um trúleysi, um efnistök Vantrúar og uppákomur félagsins; hvað við gerum, hvað við höfum gert og hvað við ætlum að gera. Við tökum fram að þetta er ekki tæmandi listi, þannig að ef þið hafið frekari spurningar varðandi félagið er hægt að skrifa athugasemd við greinina, sent póst á vantru@vantru.is, skráð ykkur á Spjallið og spurt þar eða sent skilaboð á Facebook-síðu Vantrúar.
Með trúfélagsleiðréttingum stuðlar Vantrú fyrst og fremst að því að trúfélagsskráning landsmanna endurspegli raunveruleg lífsviðhorf þeirra betur. Það kemur heim og saman við tilgang félagsins, sem er að vinna gegn útbreiðslu hindurvitna. Trúfélagsleiðrétting hefur almennt þau áhrif að minnka alhliða vægi ríkiskirkjunnar og þar með grafa undan sníkjulífi hennar á íslenska ríkinu. Um leið vekur herferðin athygli á því hvað það er óeðlilegt að ríkið haldi utan um trúfélagsskráningu og innheimti sóknargjöld.
Sóknargjöld eru ein af árlegum framlögum ríkisins til Þjóðkirkjunnar og þeirra trúfélaga sem hafa fengið opinbera skráningu. Gjaldið er reiknað út frá trúfélagsskráningu einstaklinga 16 ára og eldri og er útdeilt af innheimtum tekjuskatti.
Á árinu 2010 mun árlegt sóknargjald vera 9.204 kr. fyrir hvern einstakling. Skráð trúfélög, önnur en Þjóðkirkjan, munu því frá 9.204 kr. fyrir hvern einstakling sem er skráður í þau.
Rekið hefur verið sjálfboðaliðastarf á vegum félagsins Vantrú við að hjálpa fólki að leiðrétta trúfélagsskráningu sína. Á þremur árum höfum við aðstoðað 512 manns við að skrá sig utan trúfélaga og með þessu framtaki veitt Háskóla Íslands 8.609.304 krónur. Nokkuð svipuð upphæð mun falla til HÍ árlega hér eftir vegna íhaldsemi í skráningum. Hér mun verða sagt aðeins nánar frá því starfi.
Vantrú er nú að sigla inn í sitt fimmta starfsár og hefur allt frá upphafi tekið fyrir margvísleg hindurvitni og það kjaftæði sem plagar okkar ágætu veröld. Kristni hefur hér verið fyrirferðarmikil af skiljanlegum orsökum þar sem þau trúarbrögð eru allsráðandi í okkar litla samfélagi og yfirgangur kirkjunnar ískyggilega mikill. Oft höfum við verið spurðir hvers vegna við fjöllum ekki meira um önnur trúarbrögð og sérstaklega virðist manni að nokkur eftirspurn sé eftir gagnrýnni umfjöllun um íslam. Það eru nokkrar ástæður fyrir því að lítið er fjallað um önnur trúarbrögð en kristni hér og þær helstu eru tíundaðar hér.
Í þessum greinarflokki er hægt að finna svör við ýmsum algengum spurningum um Vantrú. Spurningarnar varða tilgang og eðli Vantrúar, lítið eitt um trúleysi, um efnistök Vantrúar og uppákomur félagsins; hvað við gerum, hvað við höfum gert og hvað við ætlum að gera.
Ef þið hafið frekari spurningar varðandi félagið er hægt að skrifa athugasemdir við sumar greinar, sent póst á vantru@vantru.is, skráð ykkur á Spjallið og spurt þar eða sent skilaboð á Facebook-síðu Vantrúar.
Movable Type
knýr þennan vef