Staða kristinnar trúar í skólum landsins hefur verið þaulrædd og prestar ættu að vera vel að sér í þeim efnum. Þess vegna er ótrúlegt að sjá prest setja fram fullyrðingu í þessu máli sem er gjörsamlega út í hött.
Ríkiskirkjupresturinn Gunnlaugur Stefánsson sagði þetta nýlega:
Ég hef aldrei heyrt neinn amast við trúboði ef það fer fram á vettvangi trúfélagsins sjálfs sem stundar það. Ég hef t.d. aldrei heyrt neinn finna að því að prestur tali um það í messu að guð sé til, eða að börnum í sunnudagaskóla sé kennt það, þ.e. ef hægt er að draga þau frá teiknimyndunum í sjónvarpinu. En það er ekki nóg fyrir kirkjunnar menn að hafa sinn eigin vettvang á hundruðum staða um allt land til að geta stundað sitt trúboð óáreittir. Nei, þeim finnst þeir bara þurfa að fara inn í skóla og víðar til að komast í tæri við börn sem ekki mæta til þeirra í kirkjunar.
Starfi trúfélaga og skóla á ekki að blanda saman og nemendum má heldur ekki mismuna vegna trúar- og lífskoðana. Skólinn á heldur ekki að innræta börnum ákveðna trú eða láta þau taka þátt í trúarlegum athöfnum, svo sem helgileik, sálmasöng, bænalestri, móttöku helgirita, litun trúarlegra mynda og kirkjuferða svo fátt eitt sé nefnt.
Nú fer að hausta og grunnskólarnir fyllast á ný af nemendum. En það eru fleiri en börnin sem hugsa sér nú til hreyfings. Trúboðarnir í Gídeonfélaginu eru líklega á fullu þessa stundina að undirbúa sig undir að ávinna börn fyrir Drottinn Jesú Krist. Þessu markmiði sínu reyna félagsmenn að ná með því að dreifa Nýja-testamentinu. Ef einhverjir eru ekki kunnugir aðferðum Gídeon þá mæta þeir yfirleitt inn í bekki til barnanna og fá að afhenda bókina með handabandi, og vilja helst ljúka sér af með bænahaldi.
Eins og flestir vita voru settar reglur í Reykjavíkurborg um samskipti leik- og grunnskóla við trúfélög. Í reglunum fól meðal annars í sér bann við dreifingu Gídeonfélagsins á Nýja testamentinu í grunnskólum. Undan þessu banni hafa gídeonmenn svo kvartað, en samt virðast þeir enn reyna að komast í skólana. Þess vegna ákváðum við að senda þeim bréf og athuga hvort að það sé stefna þeirra að brjóta þessar reglur. Við munum láta lessendur okkar vita ef þeir svara bréfinu, sem við birtum hér fyrir neðan.
Movable Type
knýr þennan vef