Í tilefni nýliðins alþjóðlegs baráttudags kvenna er ekki úr vegi að fjalla um kvenhetju í baráttunni við skuggahliðar trúarbragða. Konan sem orðið hefur fyrir valinu er hin íranska Maryam Namazie, aðgerðasinni og mannréttindabaráttukona.
Á heimasíðu Vantrúar er mjög mikið krítískt, skeptískt efni, efni um það sem við trúum ekki og af hverju við trúum því ekki. Það hefur minna farið fyrir því sem við aðhyllumst sjálf. Það er eðlilegt, vegna þess að við aðhyllumst alls konar hugmyndir, það eina sem sameinar er að við afneitum öllu sem heitir yfirnáttúra. Trúleysi er nefnilega sem slíkt ekki sjálfstæð lífsskoðun, heldur afneitun á ákveðinni tegund lífsskoðana.
Því sem staðhæft er án sannana, er hægt að vísa frá án sannana.
Heimspekingurinn, ræðumaðurinn, rit- og pistlahöfundurinn Christopher Hitchens lést í nótt, þann 16. desember. Hann greindist með krabbamein í vélinda vorið 2010. Hitchens var ötull baráttumaður fyrir bættum lífsgæðum og bættri hugsun. Hann var óvæginn í sínum skoðunum hvað varðar trúmál, kreddur, hindurvitni og annað kjaftæði. Hann var vissulega umdeildur og fólk þarf ekki að vera sammála öllu sem hann sagði.
Vonandi fór það ekki fram hjá neinum að sjónhverfinga- og efasemdamaðurinn James Randi sótti okkur Íslendinga heim og hélt fyrirlestur á vegum Vantrúar og Siðmenntar í Háskóla Íslands 24. júní sl.
Tilefni komu hans var að í þætti sem hægt er að finna á Youtube sagðist hann gjarnan vilja fara til Íslands áður en ævin væri öll. Við í Vantrú tókum hann á orðinu og buðum honum hingað sem hann og þáði ef okkur tækist að greiða kostnaðinn. Á móti bauðst hann til að halda hér fyrirlestur endurgjaldslaust. Þar sem Vantrú fær enga milljarða úr ríkissjóði, líkt og ríkiskirkjan, ákváðum við að leita eftir samstarfi við Siðmennt til að minnka áhættuna á stórtapi af þessu fyrirtæki.
Martin Gardner er látinn (21. október 1914 – 22. maí 2010). Hann var einn helsti gagnrýnandi gervivísinda á 20. öld.
Samherjar
Movable Type
knýr þennan vef