Það kemur manni eiginlega ekkert á óvart lengur í þessari kirkju.
Agnes M. Sigurðardóttir fráfarandi biskup í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Hún segir í rauninni að það sé allt í tómu tjóni í kirkjunni.
Ljósmynd af biskup fengin af flickr síðu kirkjunnar og notuð samkvæmt cc leyfi.
Helvíti er ein af vandræðalegustu kenningum Þjóðkirkjunnar. Opinberlega játar Þjóðkirkjan að við endurkomu Jesú muni hann dæma "guðlausa menn og djöflana" til "eilífra kvala".
Helvíti veldur Þjóðkirkjunni og prestum hennar endalausum vandræðum, þar sem þetta er frekar ógeðfelld kenning og prestar sem gagnrýna helvíti tala gegn játningu Þjóðkirkjunnar meðan þeir sem boða helvíti hrekja fólk frá Þjóðkirkjunni. Niðurstaðan er að prestar tjá sig nánast ekkert um helvíti, og þeir sem gera það geta átt von á veseni, eins og sagan sýnir.
Ef einhverjir eru ekki búnir að ákveða það í dag hvaða flokk þeir ætla að kjósa, þá er tilvalið að skoða hvaða flokkar á Alþingi voru bestir þegar kom að aðskilnaði ríkis og kirkju á síðasta kjörtímabili.
Í dag var útvarpað frá hátíðarmessu í Dómkirkjunni þar sem Agnes M. Sigurðardóttir, æðsti biskup Þjóðkirkjunnar, hélt ræðu. Agnes setur þar fram kolranga fullyrðingu um trúfélagaskráningu Íslendinga og auk þess vafasama túlkun á þessum röngu fullyrðingu:
Samkvæmt tölum úr norræna verkefninu "Kirkjur á tímum breytinga", sem Þjóðkirkjan er þátttakandi í, hefur þeim sem skírast hjá ríkiskirkjunni fækkað úr 89% árið 2000 niður í 42% árið 2019.
Movable Type
knýr þennan vef