Hér á Vantrú höfum viđ oft bent á gyđingahatriđ í Passíusálmunum. Viđ höfum einnig hvatt til ţess ađ flutningi ţeirra á RÚV yrđi hćtt. Ţađ sćmir ekki siđmenntađri ţjóđ ađ útvarpa gyđingahatri. Sérstaklega í ljósi ţeirrar löngu sögu ofsókna sem gyđingar hafa ţurft ađ sćta í Evrópu af hendi kristinna manna. Ekki skánar ţađ ţegar ţingmenn lesa upp Passíusálma á hverju ári. Hvađa skilabođ eru ţau ađ senda?
Nokkuđ hefur veriđ rćtt um lestur ţingmanna á Passíusálmunum. Sitt sýnist hverjum. Ţetta er fyrst og fremst einkenni á stćrra vandamáli sem er sambúđ ríkis og kirkju. Í mínum huga er ţađ prinsippatriđi ađ trú og stjórnmál séu ađskilin. Ţađ er engan vegin eđlilegt ađ sem ţingmenn taki ţessir kjörnu fulltrúar ţátt í trúarathöfnum.
Nú má ekki misskilja mig. Mér er sama um trúarskođanir ţingmanna en viđhorf ţeirra til ađskilnađar ríkis og kirkju og mannréttinda skiptir mig miklu. Ég vil frekar sanntrúađan hvítasunnumann sem blandar ekki saman stjórnmálum og trú á ţing heldur en trúleysingja sem liggur flatur fyrir kirkjunni í vinsćldarleit. Á sama hátt er ég alveg sáttur viđ ađ ţeir sem fóru reglulega í kirkju áđur en ţeir fóru í stjórnmál haldi ţví áfram en ekki ađ menn byrji ađ ástunda slíkt af ţví ađ ţeir telja slíkt hluta af stjórnmálastarfi sínu.
Ég ćtla hér ađeins ađ taka upp baráttumál Frelsara vors hér á Vantrú. Ég hef veriđ ađ lesa yfir viđbrögđ viđ greinum hans um Passíusálmana og má til međ ađ benda á eitt lítiđ atriđi:
Grein mín "Passíusálmarnir eru ţjóđarskömm" hefur vakiđ upp viđbrögđ á međal nokkurra guđfrćđinga og langar mig ađ svara gagnrýni ţeirra. Flestum er ljóst ađ kynţáttahatur er smánarleg lífsskođun. Ţegar upp kemst um kynţáttahatur ţá snertir ţađ samvisku hvers manns og hvetur til sterkra viđbragđa. Ţar gilda engar afsakanir og yfirhylmingar heldur er nauđsynlegt ađ takast á viđ slíkan málflutning umbúđalaust. Passíusálmar séra Hallgríms eru einfaldlega uppfullir af kynţáttahatri eins og ég sýndi fram á í grein minni.
Ţađ er engin launung ađ Hallgrímur Pétursson brćddi saman sína stílsterku Passíusálma af mikilli ţrautseigju. Ţessi ljóđabálkur er slík langavitleysa ađ lesturinn reynist mörgum frekar passía en ánćgja. Margir dotta ţví viđ lesturinn og einnig eru ţeir til sem lesa verkiđ blindađir af ljósi Krists. Sökum ţreytu eđa guđsótta áttar fólk sig ekki á ţví ađ innihald ţeirra er best varđveitta ţjóđarskömm okkar Íslendinga. Ég er viss um ađ ef stofnun Simon Wiesenthal fengi ţýđingu af sálmunum í sínar hendur ţyrftu ýmsir ađ biđjast opinberlega afsökunar.