Nýlega þurftu prestar að predika út frá einni af dæmisögum Jesú. Það virðist hafa verið afar freistandi fyrir suma þeirra að draga upp fallega mynd af guðinum þeirra út frá henni, en því miður fyrir þá er þessi dæmisaga til í fleiri en einni útgáfu í Nýja testamentinu, og þær eru ekki allar jafn fallegar.
Jim Hacker, aðalpersónan í grínþáttunum Já, ráðherra, útskýrði einu sinni hvernig ætti að komast hjá því að svara erfiðum spurningum: Í staðinn fyrir að svara spurningunni segir maður að raunverulega spurningin sé allt önnur og svo svarar maður þeirri spurningu.
Nýlega mátti sjá ríkiskirkjuprest beita þessari aðferð.
Guð kristinna manna er eins og einræðisherra sem hendir þegni í fangelsi og lætur pynta hann.
Hvaða erkitrúleysingi sagði þetta eiginlega? Dawkins? Eða kannski Hitchens? Nei, þessi ummæli, eru frá sjálfum Jesú og voru lesin upp í kirkjum landsins síðasta sunnudag.
Síðustu helgi þurftu prestar Þjóðkirkjunnar að predika um eina af dæmisögum Jesú sem fjallar um helvíti og heimsendi. Í staðinn fyrir að fordæma einfaldlega dæmisöguna, eða segjast vera ósammála henni, reyndu prestarnir að bjarga henni með öllum tiltækum ráðum.
Um daginn mættu tveir belgískir dómsdagsspámenn í Hallgrímskirkju. Samkvæmt prestinum, Sigurði Árna Þórðarsyni, voru þeir mættir til að vara Íslendinga við því að ef við myndum ekki "bæta okkur stórlega í siðferðinu og breyta um trúarafstöðu" myndi guðinn þeirra refsa íslensku þjóðinni, með eldgosi!
Messurýni
Movable Type
knýr þennan vef