Árni Svanur Daníelsson, vefprestur ríkiskirkjunnar, sendi þetta skot á Vantrú á Facebook núna í kvöld. Skotið er ágætt í sjálfu sér þó það byggist á því að afneita sögu kirkju og kristni. Það er rétt hjá Árna, það er töluverður munur Vantrú og ríkiskirkjunni. Tökum tíu dæmi.
Einsog alþjóð veit mun heimsendir hefjast í dag, 21. maí. Það eru einhverjir sem skjálfa á beinunum yfir þessu, aðrir sem taka þessu með jafnaðargeði, og enn fleiri sem spá ekki mikið í þessu. En samkvæmt helstu boðberum sannleikans í þessum efnum þá er nokkuð öruggt að dómsdagur hefst í dag og heimurinn mun svo enda 21. október. Svo hér eru fimm leiðir til að njóta tímans meðan þú getur.
Því miður gerir sumt fólk ekki almennilega grein fyrir kostum bólusetningar. Sumir einstaklingar ganga svo langt að segja að mislingar séu ekki hættulegir. Það eru margar góðar ástæður fyrir því af hverju við búum við frekar góða heilsu núna á 21. öldinni. Vegna stórkostlega læknisfræðilegra afreka á 19. og 20. öldinni. Og þeim afrekum er ekkert að linna.
Okkur er sagt að það sé bara einn guð til. Það þarf ekkert gríðarlegt gáfumenni til að álykta að það sé bull...
Hátíðin er í þann veginn að renna upp og undirbúningur í hámarki!!! Aðeins tveir dagar til stefnu!!! Ó, við hlökkum svo til (sbr. Svölu Björgvins). Hvað ætli fólk - sem á annað borð gefur og þiggjur gjafir á þessum degi - fái í hendurnar? Örugglega alveg haug af dóti; tölvuleikjum, mynddiskum, kassettum, geisladiskum, blúreij, græjum, tólum, kerti og spil. Stór hluti þjóðarinnar mun gleðjast á einhvern hátt, en það þarf nú varla að taka það sérstaklega fram að til eru frávik - t.d. hvort sem fólk heldur uppá jólin, gefur gjafir og/eða gleðst ekki.
En við - sem getum hugsanlega glaðst og fagnað þessari hátíð - gerum það kannnski ekkert sérstaklega útaf gríðarlega mismunandi ástæðum. Við sem erum trúlaus fögnum til að mynda útaf hinum mannlegu gildum - félagslífinu sem myndast í kringum þessa hátíð. Við gleðjumst yfir því að hitta fjölskyldu og nána vini, borða með þeim, drekka og spjalla. Tim Minchin gerir þessu góð skil í jólalagi sínu.
Movable Type
knýr þennan vef