Sigurður Hólm Gunnarsson og Brynjar Níelsson ræddu þá skoðun þingmannsins að athöfn Siðmenntar fyrir setningu þings væri skortur á umburðarlyndi í viðtali á Harmageddon í gærmorgun. Í viðtalinu bætti Brynjar í og sagði að athöfn Siðmenntar við þingsetningu sé sambærileg því að berja á trommur fyrir utan sinfóníutónleika.
Bloggarinn Harpa Hreinsdóttir birti nýlega grein um Vantrú. Sá hluti greinarinnar sem ég ætla að fjalla um er rökstuðningur hennar fyrir þeirri skoðun hennar á því “hve mjög Vantrú líktist ströngu, jafnvel öfgasinnuðu trúfélagi, þó með öfugum formerkjum væri.”
Klukkan sex í dag verður látlaus athöfn á horni Langholtsvegar og Holtavegar til að minnast þess að ár er liðið frá láti Helga Hóseassonar. Um leið verður afhjúpuð minningarhella sem komið hefur verið fyrir á sama stað.
Í minningargreinum er gjarnan vitnað í þau orð Hávamála að orðstír deyi aldrei eða dómur um dauðan hvern. Í lifanda lífi var Helgi oft litinn hornauga og smánarleg var sú afgreiðsla sem hann fékk hjá fyrirmönnum þjóðarinnar og sér í lagi Þjóðkirkjunnar. Helgi var hreinn og beinn, heill í gegn.
Nýverið hélt sænski teiknarinn Lars Vilks fyrirlestur um málfrelsi og sýndi glærur. Hann er einn af þeim sem teiknað hafa myndir af Múhameð spámanni, múslímum til mikils ergelsis. Múslímskir áhorfendur réðust að honum og reyndu að berja hann á meðan nokkrir aðrir í salnum æptu ALLAH AKHBAR eins og múslímum virðist mörgum þykja viðeigandi þegar verið er að misþyrma fólki.
Nokkrum dögum síðar var eldur borinn að heimili Lars Vilks og heimasíða hans yfirtekin. Múslímar eru reiðir við hann, því hann teiknaði móðgandi hundamynd af spámanni þeirra og al-Qaeda tengd samtök hafa boðið 150.000 dollara verðlaun þeim sem myrðir Lars - nánar tiltekið með því að skera hann á háls.
Krosslafs hræ við láð varð laust,
ljótt með kauna aman.
Til himna líkt og skrugga skaust,
með skít og öllu saman.-Helgi Hóseasson
Movable Type
knýr þennan vef