Þegar fólk selur hús er því skylt að upplýsa kaupanda um galla. Ef það er ekki gert getur það flokkast sem svik.
Fermingarfræðsla ríkiskirkjunnar gengur út á að selja börnum Jesú. Í athöfninni eru þau spurð hvort þau vilji gera Jesú að "leiðtoga lífs síns". Þjóðkirkjan upplýsir ekki um galla Jesú áður en fermingarbörnin svara. Hér eru nokkrir gallar:
Samkvæmt lögum er ríkiskirkjunni bannað að ferma börn nema þau séu orðin 14 ára gömul. Ástæðan fyrir banninu er sú að börn eru of ung til þess að geta gefið upplýst samþykki fyrir fermingunni. Þrátt fyrir þetta hefur ríkiskirkjan lengi fermt 13 ára börn. Við í Vantrú höfum nú farið fram á að ólögmæti þessara ferminga verði viðurkennt opinberlega. Því bað formaður okkar í dag um að fá það staðfest frá Biskupsstofu að fermingin hans hafi verið ólögleg.
Hugrænt misræmi er nafn sálfræðinnar yfir þá tilhneigingu manna að meðtaka ekki mótrök ef þeir hafa á tilfinningunni að þau stríði gegn hagsmunum þeirra. Það geta verið efnislegir hagsmunir –- eins og prestur sem skilur mótrökin gegn „fagnaðarerindinu“ en fylgir þeim ekki því þá þyrfti hann annað hvort að hætta að vera prestur og lækka í tekjum eða vera hræsnari með því að boða eitthvað sem hann tryði ekki í alvörunni. Hagsmunirnir geta líka verið félagslegir, eins og þegar maður meðtekur ekki mótrökin vegna þess að þá þyrfti maður að snúa baki við vinahópnum sínum, til dæmis vegna þess að maður lifi og hrærist í trúfélagi. Svo geta hagsmunirnir verið tilfinningalegir, eins og þegar amma manns er svo trúuð og manni þykir svo vænt um hana að maður meðtekur ekki mótrökin því manni þykir svo vænt um ömmu gömlu. Og hagsmunirnir geta verið af ýmsu fleira tæi.
Fyrir skömmu var ríkiskirkjupresturinn Hildur Eir Bolladóttir í útvarpinu og ræddi meðal annars um fermingarfræðslu. Um hana sagði Hildur:
Við erum bara að kenna lífsleikni og siðfræði.
Hin aðþrengda ríkiskirkja er byrjuð að eyða fjármunum í hinn árlega fermingaráróður. Sett hefur verið upp vefsíðan ferming.is og bæklingar sendir á öll heimili þar sem eru börn á fermingaraldri. Engu virðist til sparað þó kirkjan þurfi samt að spara. Hafið ekki áhyggjur varðandi lífskoðanir barnana ykkar því að fermingafræðsla evangelísku lúthersku ríkiskirkjunnar er víst fyrir alla samkvæmt auglýsingunum. Óháð trú!
Movable Type
knýr þennan vef