On the morning of the 23rd of February the atheist group Vantrú (Icelandic for “disbelief”) published an article on their website which created quite a fuss in the news and social media in Iceland. To fully appreciate the furore Vantrú created in the Icelandic community with the satirical statement, some history and context is needed.
At the last board meeting it was decided that starting from the 1st of March, each citizen of Iceland will be registered as a member of Vantrú. You, Dear Reader, will therefore become a member of Vantrú, as of now the most numerous organization in Iceland - unless you specifically decide to disaffiliate yourself from our society.
Höfundur: Daniel C. Dennet
Vandamálið er ekki að fólk telji sig hafa „einkarétt á sannleikanum.“ Vandamálið er þegar einhver felur sig bak við „trú“ eða „dulspeki“ eftir að honum er bent á mótsagnir í málflutningi sínum. Aristóteles orðaði þetta vel fyrir 2000 árum: þegar kom að því að manneskja byrjaði að hunsa mótsagnir spurði hann sig „hver er þá munurinn á þeim og grænmeti?“
Merkasti líffræðingur sögunnar væri tvöhundruð ára í dag ef hann hefði lifað fáránlega lengi. Charles Darwin skrifaði á sínum tíma sjálfsævisögu sem var fyrst og fremst ætluð fjölskyldu hans. Hún var gefin út að honum látnum en því miður voru ákveðnir kaflar klipptir út. Hér á eftir er þýðing á þeim kafla sem varð fyrir mestri ritskoðun en hann fjallar um trúarviðhorf Darwins. Kaflinn er vissulega langur en er fyrirhafnarinnar virði. Fyrstu fjórar málsgreinarnar mynda líka ágæta heild ef lesendur vilja stytta útgáfu.
Í kaflanum sjáum við vel að Darwin var ekki trúaður. Hann taldi sjálfan sig agnostískan að því leyti að hann gat ekki útilokað mögulegan frumhreyfil, fyrstu orsök, sem hefði skapað heiminn og lögmál hans en síðan ekki haft nein afskipti af honum. Ef hann hefði lifað til að sjá vísindin afhjúpa fleiri leyndardóma alheimsins hefði hann væntanlega verið nokkrum skrefum nær að kalla sig einfaldlega guðleysingja. Við sjáum líka hvernig kenningar Darwins höfðu áhrif á siðferðisvitund hans sjálfs.
Fyrir nokkrum dögum sturlaðist ímam í jarðarför þar sem lítill drengur var borin til grafar vegna þess að lítill bangsi var með drengnum í kistunni. Foreldrarnir neituðu að fjarlægja bangsann. Við það yfirgaf ímaminn jarðarförina í æðisgengnu fússi.
Fyrst hugsaði ég með mér að þetta atvik væri ekki íslam að kenna heldur bara geðtruflaður íman á ferðinni, bla, bla, bla. En síðar rann upp fyrir mér eitt stórt nei. Þessi uppákoma er víst íslam að kenna. Líka kristindómnum, gyðingdómnum og öllum öðrum trúarbrögðum. Ég er þreytt á að vera opin og víðsýn og skilningsrík gagnvart fólki sem er vitlaust, þröngsýnt og skilningslaust. Það er líkt og fólk komist upp með hvaða svínerí sem er ef það er gert á forsendum trúar.
Movable Type
knýr þennan vef