Morgunblaðið birti þann 29. júní sl. (bls. 20-21) grein gegn bólusetningum eftir helstu samsæriskenningasmiði landsins á þeim vetvangi. Það er mikill ábyrgðarhluti að birta þá glórulausu þvælu sem þar er borin á borð og á ekki við nokkur rök að styðjast. Það væri e.t.v. réttast að vekja ekki frekari athygli á þessum þvættingi, en það gengur ekki að láta svona rugl óátalið. Það er ekki nokkur leið að hrekja allt það sem staðhæft er í greininni vegna plássleysis, en allt sem í henni er byggist ýmist á hrapalegum misskilningi eða hreinum og klárum lygum. Hér verða aðeins teknar fyrir nokkrar staðhæfingar af handahófi, en jafnframt minnt á að annað en það sem hér er talið úr greininni er undir sömu sökina selt.
Í Bókatíðindum 2015 er að finna bók sem kallast “Saga bólusetninga”. Við fyrstu sýn virðist bókin einfaldlega fjalla um sögu bólusetninga frá upphafi þeirra. Minnst er á að aðalhöfundur bókarinnar sé læknir, sem ætti að vera traustvekjandi titill hjá höfundi bókar um jafn viðamikið málefni. Við nánari skoðun kemur hins vegar í ljós að höfundurinn, Dr. Suzanne Humphries, er þekktur andstæðingur bólusetninga.
Í þessari samantekt eru algengar spurningar um Vantrú og þeim svarað stutt og skýrt, oft með vísunum í ítarefni. Spurningarnar varða tilgang og eðli Vantrúar, lítið eitt um trúleysi, um efnistök Vantrúar og uppákomur félagsins; hvað við gerum, hvað við höfum gert og hvað við ætlum að gera. Við tökum fram að þetta er ekki tæmandi listi, þannig að ef þið hafið frekari spurningar varðandi félagið er hægt að skrifa athugasemd við greinina, sent póst á vantru@vantru.is, skráð ykkur á Spjallið og spurt þar eða sent skilaboð á Facebook-síðu Vantrúar.
Á Facebook er hópur sem heitir Wonderland[1] þar sem samsærissinnar deila kenningum héðan og þaðan. Í gegnum tíðina hafa meðlimir í hópnum líka boðið einhverju efasemdarfólki inn til þess að reyna að sannfæra það. Ég endaði þarna fyrir löngu vegna umræðu um bólusetningar en hef lítið afrekað þarna. En fyrir stuttu leiddist mér eitthvað og gerði einhverjar tilraunir til að rökræða.
Fyrr í þessum mánuði voru nýstofnuð samtök, Heilsufrelsis, með kynningarfund á Grand Hótel Reykjavík. Baráttumál þessara samtakanna eru innleiðing kukls í heilbrigðiskerfinu, lögleiðing þess að kuklarar geti gefið fólki alvöru lyf og margt fleira. Kíkjum nánar á hvað þessi samtök standa fyrir.
Movable Type
knýr þennan vef