Í Washington borg í Bandaríkjunum sunnudaginn 4 desember sl. gekk maður inn á Pizzagate veitingastaðinn vopnaður riffli. Hann tilkynnti að hann vildi kanna barnavændi sem rekið væri í kjallara veitingastaðarins sem Hillary Clinton fyrrverandi forsetaframbjóðandi stæði fyrir. Hann hleypti af einu skoti en enginn meiddist. Þegar hann sá að það voru engin börn í kjallaranum gaf hann sig fram fyrir lögreglu. Þetta er eitt dæmi um hvernig fáránlegar samsæriskenningar hafa áhrif í alvörunni heiminum og það verður skoðað nánar í þessari grein.
Nýlega kom út bókin Týnd í paradís eftir Mikael Torfason. Foreldrar Mikaels gerðust Vottar Jehóva og því er heilmikil umfjöllun um það trúfélag í þessari sjálfsævisögu. Hérna er kafli úr bókinni þar sem Mikael segir frá ansi undarlegri hlið trúar votta:
Viðbrögðin við síðustu grein minni, Guð er ekki til, hafa verið gríðarlega mikil. Fjöldi fólks hefur tjáð sig á samfélagsmiðlum og víðar. Margir prestar hafa stigið fram og skrifað svargreinar bæði á visir.is og á tru.is. Mér finnst ég því knúinn til að koma með eitthvað andsvar, leiðrétta rangfærslur og misskilning og reyna að útskýra afstöðu mína betur efnislega í leiðinni.
Hugmyndin um Guð hefur verið mér hugleikin frá því ég var barn. Foreldrar mínir voru ekkert sérstaklega trúaðir. Fyrir mömmu var trú félagsleg siðvenja. Skírn, ferming, gifting osfrv. hafði fyrst og fremst veraldlegan og félagslegan tilgang. Hún lagði til dæmis mikla áherslu á að ég fermdist en ræddi aldrei trúmál við mig og aldrei heyrði ég hana ræða þau við aðra.
„Afhverju mótmæliði ekki múslimum?“
„Mættir gera meira grín að íslam líka...“
„Hvar er gagnrýnin á Kóraninn?“
Movable Type
knýr þennan vef