Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Þrjár þéttar Vantrúargreinar

Þetta vefrit er búið að vera í gangi í vel á sjöunda ár. Væri það mannsbarn, væri það nú á skólaskyldualdri og því varnarlaust gagnvart trúboði í skólum, nema við foreldrarnir létum taka það til hliðar þegar presturinn kemur, eða farið er í kirkju til að kipra augun og biðja til guðs.

Í öll þessi ár hafa safnast saman margar verulegar góðar greinar, en auðvitað eru þarna margar slakari líka.

Segja má að í augum okkar forsprakkanna séu það alltaf sömu greinarnar úr sarpinum sem gripið er til þegar leggja þarf sérstaka áherslu á eitthvað mikilvægt. Þetta eru greinar sem í huga okkar standa upp úr og hafa fyrir löngu komist í klassíska flokkinn.

Við áttum okkur reyndar líka á því að það er ekki heiglum hent fyrir hinn almenna lesanda vefritsins að fletta gegnum gamlar greinar. Við höfum að vísu efnisflokkana þarna efst undir lógóinu og svo leitina, en eins og stendur sárvantar yfirlitssíður þar sem flokkað er eftir árgöngum.

En þetta stendur allt til bóta á nýju ári. Þangað til má benda á þá aðferð að slá inn ártal og númer mánaðar á eftir heimasíðuslóðinni, t.d. http://www.vantru.is/2004/11/ og komast þannig í gamalt lesefni.

Skemmtið ykkur nú um jólin að leita uppi ærumeiðingar og níð í greinum okkar. Komið svo hingað í kommentakerfið og bendið okkur á hvar þetta er að finna. Ágætt væri að byrja á greinunum sem við vísum nú á. Þær eru allar gamlar og afar áhugaverðar.


Kraftaverkahyskið

Grein frá árinu 2004. Þeir hinir sömu og saka okkur um níð þegar kemur að þeirra eigin trú reyndust allt í einu undarlega sammála okkur þegar greinin birtist. Má þá ekki kalla þá níðinga líka?


Öfgafullir trúleysingjar?

Árið 2006 skrifaði Frelsarinn þessa dúndurgrein og framandgerir allt umlykjandi kristindóminn með þeim hætti að okkur öllum ætti að vera ljóst hverjir eru ofstækis- og öfgamennirnir í hinu stóra samhengi. Skyldulesning.


Heppilegt fyrir mig

Ein af fyrstu greinum Óla Gneista á þessu vefriti. Óli er mjög oft hittinn á aðalatriðin í málefnaumræðum og þarna afhjúpar hann stórvirkan feil í hugarstarfi flestra trúmanna.

Ritstjórn 21.12.2009
Flokkað undir: ( Listi )

Viðbrögð

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.