Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

10 trúlausir húmoristar

Stærðfræðingurinn og heimspekingurinn Alfred North Whitehead sagði það einkennilegast í samanlagðri bókmenntasögunni hve gjörsneydd biblían er af allri kímni. Þrátt fyrir það er bókin sú sennilega ein helsta uppspretta kímni á vorum dögum, en með þeim formerkjum þó að við hlæjum ekki með henni heldur að henni og vitleysunni, sem þar er haldið til streitu. Doktorsritgerð sr. Jakobs Jónssonar - Kímni og hæðni í nýja testamentinu (1965) - er oft tilvitnuð sem heimild um húmor í biblíunni, en þrátt fyrir góðan vilja tekst Jakobi ekki að sýna fram á að kímni eigi sér þar nokkurn stað. Góðvinur Vantrúar, sr. Örn Bárður, heldur þessu fram: "Jesús var húmoristi og margt af því sem eftir honum er haft í Biblíunni er án efa þrungið ískrandi húmor sem erfitt er reyndar að sjá í rituðum texta en var augljóst í lifandi flutningi". Þetta er auðvitað svona eins og þegar einhver segir misheppnaðan brandara, en klykkir út með því að segja hversu fyndinn hann hafi verið þegar 'hann Nonni' sagð'ann.

Hér er hins vegar að finna tíu snillinga sem eru fyndnir í alvörunni og enginn verður svikinn af að hlusta og horfa á. Allir eiga þeir það sammerkt að vera óbrenglaðir af trú á hindurvitni trúarbragðanna og með kímnina að vopni benda þeir á hversu trúin er hjákátleg þegar allt kemur til alls. Njótið vel.

Douglas Adams

Douglas Adams

[Heimasíða] [Wikipedia-grein]

Douglas Adams titlaði sig sem "róttækan trúleysingja" (radical atheist) aðeins til að undirstrika það allharkalega að hann væri fokking trúlaus og sagði sjálfur að "ég er sannfærður um það að það er engin guð". Hann er án efa frægastur fyrir Hitchhiker´s Guide to the Galaxy-bækurnar (en fyrsta bókin er til í íslenskri þýðingu og heitir Leiðarvísir Puttaferðalangsins um Vetrarbrautina). Hann var dyggur stuðningsmaður vísinda og tæknilegra framfara, ötull umhverfisverndarsinni og alveg feiknarlega fyndið gáfumenni. Maðurinn var hetja.

Dave Allen

Dave Allen

[Wikipedia-Grein]

Margir kannast við snillinginn Dave Allen, en grínþættir hans voru vinsælt sjónvarpsefni í íslensku sjónvarpi á 8. áratug síðustu aldar. Hann sat jafnan á barstól með vindling í hendi og drakk stíft, það sem flestir töldu vera viskí, en var í raun og veru engiferöl. Allen gerði botnlaust grín að katólsku kirkjunni og ensku biskupakirkjuni svo undan sveið og var oftast yfirvegaður og blátt áfram í gríninu. Sjálfur sagðist hann vera ræktarsamur guðleysingi (practising atheist), en hann lést árið 2005.

Lewis Black

Lewis Black

[Heimasíða] [Wikipedia-grein]

Lewis Black er fjölhæfur grínari, leikari, rit- og leikritahöfundur. Í uppistandinu er hann kunnur fyrir gífuryrði, hróp að fólki og sýnist mörgum hann vera á barmi taugaáfalls þegar hann dregur dár að stjórnmálum, trúarbrögðum, menningarlegum fyrirbærum o.þ.u.l. Hann er eftirsóttur og vinsæll uppistandari og kemur m.a. reglulega fram hjá Jon Stewart í 'The Daily Show'.

George Carlin

George Carlin

[Heimasíða] [Wikipedia-grein]

Þessi umdeildi Bandaríski uppistandari hóf ferill sinn í lok 6. áratug síðustu aldar og gerði það að sínu ævistarfi að fara með gamanmál á sviði, en síðasta uppistandið hans var It´s Bad for Ya árið 2008, sem hann flutti 71s árs gamall, fjórum mánuðum áður en hann dó. Uppistöndin hans einkenndust af bleksvörtu skopskyni þar sem hann stakk í þjóðfélagskýli Ameríku, þar á meðal stjórnmál og trúarbrögð. Eftir hann er alveg urmull af uppistöndum, þar á meðal 14 upptökur frá HBO, um 25 plötur og þrjár safnplötur.

Stephen Fry

Stephen Fry

[Heimasíða] [Wikipedia-grein]

Þessi breski leikari, leikstjóri, þáttastjórnandi, rithöfundur og sprelligosi ætti að vera Íslendingum nokkuð góðkunnur. Hann lék til dæmis í hinum margumrómuðu sjónvarpsþáttum Blackadder og Jeeves and Wooster sem sýnt var í ríkissjónvarpinu á 10. áratugnum. Hann stjórnar núna einum vinsælasta spurningaþætti í Bretlandi sem ber heitið QI (Quite Interesting). Stephen Fry er án efa afskaplega vandaður, fyndinn og hnyttinn einstaklingur, auk þess er hann talin vera einn af gáfuðustu núlifandi Bretum. Hann, ásamt Christopher Hitchens, tók nýlega þát í umræðum um kaþólsku kirkjuna sem við vísuðum í hér á Vantrú.

Ricky Gervais

Ricky Gervais

[Heimasíða] [Wikipedia-grein]

Það þarf varla að kynna Ricky Gervais, flestir hafa annað hvort séð hann í þáttunum Extras eða The Office eða uppistand hans. Hann hefur einnig gefið út podcast ásamt félaga sínum Stephen Merchant og einfaldingnum Karl Pilkington og myndin hans "The Invention of Lying" kemur vonandi bráðlega út hér á Íslandi. Samkvæmt Gervais byrjaði að efast trúinna ansi ungur. Þegar hann var 8 ára gamall spurði stóri bróðir hans afhverju hann trúir á guð, móðir þeirra skammaði hann fyrir að spyrja spurninguna og Gervais þótti það undarlegt, eins og það var eitthvað sem hann mátti ekki heyra. Hann viðurkenndi loksins trúleysi sitt fyrir heiminum í viðtali árið 2007, þrátt fyrir að flestir höfðu geta giskað á það út frá uppistandi hans eins og sjá má í eftirfarandi klippu úr uppistand hans "Animals" frá 2003.

Eddie Izzard

Eddie Izzard

[Heimasíða] [Wikipedia-grein]

Þessi tiltekni uppistandari kom sér kyrfilega á kortið árið 1993 þegar hann hélt sitt fyrsta uppistand hans í Ambassadors-leikhúsinu á West End í London. Sýninginn átti fyrst að vera í tæpar fjórar vikur en var framlengt tvisvar sinnum vegna ómældra vinsælda. Uppistandið hans var tekið upp og gefið út sem Live at the Ambassadors sama ár.Hann er afskaplega vel þekktur kómíker og klæðskiptingur, hefur t.d. komið tvisvar til Íslands við afskaplega góða viðtökur. Húmorinn hans er undir gríðarlegum áhrifum Monty Python-hópsins. Hann er oftast með eitthvað visst þema, einhverja grunnhugmynd, en spinnur oftast á sviðinu og - í raun - reytir af sér brandara. Fyrir utan Live at the Ambassadors, þá hefur hann gefið út um 7 uppistönd, það nýjasta er Stripped sem kom út á þessu ári. Fyndustu uppistöndin hjá honum er án efa Definite Article og Dress to Kill.

Tim Minchin

Tim Minchin

[Heimasíða] [Wikipedia-grein]

Tim Minchin er kannski ekki ennþá það þekktur hér á landi en hefur þó vakið nokkra athygli á netinu undanfarið. Hann fæddist í Bretlandi árið 1975 en ólst upp í Ástralíu, í dag býr hann í London ásamt eiginkonu sinni og barni.Hann er ekki bara músíkalskur, fyndinn og undarlegur gaur, heldur er hann einnig hugsandi maður sem blandar gagnrýnni hugsun inn í efnið sitt. Uppistand Minchin samanstendur af tónlist, ljóðum og bröndurum. Sjálfur segir hann að hann sé í raun tónlistarmaður en það vilji bara svo til að lögin sem hann semur séu fyndin. Minchin fjallar iðulega um það sem flokkast sem tabú.Vantrú hefur áður vísað á stórgott skot Minchin á nýaldarfólk í bít kvæðinu um Storm.Minchin er yfirlýstur trúleysingi og segist aðdáandi Richard Dawkins. Að hans mati eru áhrif trúarbragða það mikil að nauðsynlegt sé fyrir grínista að hafa þau að háði og spotti. Ætli sumir prestar myndu ekki kalla hann níðing en okkur finnst hann ógurlega fyndinn.

Dylan Moran

Dylan Moran

[Heimasíða] [Wikipedia-grein]

Hinn írski Dylan Moran ættu þónokkrir að þekkja sem Bernard Black úr bresku gamanþáttaröðinni Black Books, hann lék einnig á móti Simon Pegg, sem David, í uppvakningagamanmyndinni Shaun of the Dead. Hann hefur getið sér gott orð sem afspyrnu skemmtilegur uppistandari, komið reglulega fram á hláturshátíðum og öðrum uppákomum síðan 1998. Hann hefur gefið út tvö myndbönd með sínum uppistöndum, Monster og Like, Totally, sem eru alveg feiknarlega fyndnar sýningar. Skopstíllinn hans er hinn fúli, þunni og hnyttni Íri sem hefur allt á hornum sér, ekki ólíkt persónu hans úr Black Books.

Julia Sweeney

Julia Sweeney

[Heimasíða] [Wikipedia-grein]

Þessi kómíker kom fyrst fram á sjónarsviðið í bandarísku sketsaþáttunum Saturday Night Live og gat sér gott orð fyrir skemmtilega og fyndna persónusköpun. Undanfarin ár hefur Sweeney haldið eins manns sýningar um sitt trúarlega uppeldi, auk trú og trúarbrögð almennt. Hún er ein af þessum "herskáu" trúleysingjum, sem felst náttúrulega að tala um með afskaplega gagnrýnum hætti um trúarbrögð. Sýningar hennar; God Said Ha!, In the Family Way og Letting Go of God hafa verið sýndar við verulega góðar undirtektir. Þessar sýningar eru byggðar á æsku hennar og uppeldi.

Ritstjórn 14.12.2009
Flokkað undir: ( Listi , Samherjar )

Viðbrögð


Þröstur Hrafnkelsson - 14/12/09 09:39 #

David cross á líka heima á þessum lista að mínu mati

http://www.youtube.com/watch?v=TSzLXPhuaq0&feature=related


Dettifoss Bergmann - 14/12/09 11:43 #

Áhugavert væri að komast yfir álíka lista af "trúuðum" grínistum.

@Þröstur: Sammála, David Cross er hress.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 14/12/09 11:57 #

Því miður var bara pláss fyrir tíu á þessum lista, það er vafalítið hægt að bæta nokkrum við.

Einn sem kom til greina var Dara O'Briain sem gerir hér grín að gervivísinum.


DF - 14/12/09 14:22 #

Bill Maher lika...


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 14/12/09 15:14 #

Að skoða kristni er góð skemmtun...


Arnar Magnússon - 14/12/09 15:40 #

Við má bæta að Stephen Fry og Hugh Laurie léku báðir í Blackadder og Jeeves and Wooster , eru báðir trúlausir og eru góðir vinir.


Nonni - 14/12/09 18:11 #

Bill Hicks var víst pantheisti, en ég held það mætti samt alveg setja hann í þennan hóp.


Helgi Briem (meðlimur í Vantrú) - 14/12/09 19:53 #

Til að gæta fyllsta jafnvægis þyrfti auðvitað að birta svargreinina "Húmorslausir trúmenn".

Verst að hún yrði svo löng að engum mundi endast aldur til að lesa hana.


Björn Ómarsson - 14/12/09 22:02 #

@Helgi

talandi um húmorslausa trúmenn


hehehe - 15/12/09 01:07 #

http://www.youtube.com/watch?v=LHqOG8p0Lkc Mæli með þessum.


Helgi Briem (meðlimur í Vantrú) - 15/12/09 08:48 #

@Björn Ómarsson.

Þessu yndislega viðtal Cleese og Palin við biskupana var svarað í þættinum "Not the Nine O'Clock News" og ekki síður fyndið:

http://www.youtube.com/watch?v=asUyK6JWt9U

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.