Prestar ríkiskirkjunnar virðast afar sjaldan tjá sig efnislega um helstu mótrökin gegn kristinni trú. Í kjölfar snjóflóðanna í Flateyri og Súðavík árið 1995 skrifaði Jónas Gíslason þáverandi vígslubiskup í ríkiskirkjunni stutt rit sem hét Um tilurð böls og þjáningar. Þar reynir Jónas að svara því hvernig tilvist góðs skapara geti samræmst því að í veröldin er uppfull af mannskæðum náttúruhamförum.
Í stuttu máli má segja að Jónas telji náttúruhamfarir vera manninum að kenna. Samkvæmt honum var náttúran upphaflega góð, en síðan óhlýðnaðist maðurinn guði og sú synd hafði á einhvern dularfullan hátt þær afleiðingar að náttúruhamfarir urðu til. Svona segir hann sjálfur frá því:
Ljóst er, að þjáningin getur ekki verið hluti af upprunalegri sköpunaráætlun Guðs, því að þá hafði Guð ekki getað talið allt sköpunarverkið gott. Þess vegna hlýtur þjáningin að hafa komið inn í mannheim eftir syndafallið. [1]
Og syndafallið náði ekki aðeins til mannkynsins, heldur hafði það áhrif á allt sköpunarverkið, þar sem flest fór meira úr skorðum. Í upprunalegri sköpun Guðs þekktust hvorki mannskæð slys né náttúruhamfarir, því að dauðinn var ekki til, enda segir í Heilagri bók, að öll skepan – allt hið skapaða – stynji undan syndinni. [2]
Jónas er alls ekki einn um að koma með þessa útskýringu, í trúvarnarriti sem Þjóðkirkjan gaf út, Hver er tilgangurinn?, stendur þetta:
Syndin hefur með einhverjum undarlegum hætti haft áhrif á jörðina okkar og sett hana úr skorðum. Margs konar náttúruhamfarir eiga sér stað víða í heiminum, eins og t.d. jarðskjálftar, flóð og þurrkar. Fólk sem býr á vissum stöðum í heiminum getur hvenær sem er átt von á því að náttúran fari hamförum, t.d. á jarðskjálftasvæðum. [3]
Sem sagt, heimurinn var góður, síðan kom maðurinn og syndgaði og þar með urðu náttúruhamfarir til.
Það má segja að lengi vel hafi ekkert beinlínis hrakið þessa útskýringu algjörlega. En það hefur verið vísindaleg þekking í meira en hundrað ár að maðurinn hefur verið til í tiltölulega stuttan tíma. Náttúruhamfarir eins og jarðskjálftar, eldgos, flóðbylgjur og snjóflóð hafa verið til í hundruði milljóna ára en nokkuð í líkingu við manneskju kom á sjónarsviðið.
Samkvæmt þessari rökfærslu Jónas er það manninum að kenna að loftsteinn útrýmdi risaeðlunum fyrir um það bil sextíuogfimm milljón árum.
Í þessu ljósi er útskýringin augljóslega bull og vitleysa sem er í mótsögn við grundvallarþekkingu okkar á sögu jarðarinnar.
Annað athugavert við þessa útskýringu á náttúruhamförum er sú undarlega staðhæfing að óhlýðni mannsins við guð orsaki það að jarðskjálftar hefjist og eldfjöll myndist.
Ímyndum að á einhverjum tímapunkti hafi fyrsti maðurinn fæðst í öðrum heimi, heimi þar sem það eru engar náttúruhamfarir. Þegar hann er fullorðinn fremur hann þá hræðilegu synd að borða humar. Hvernig getur það orðið til þess að jarðskjálftar byrji?
Eina leiðin sem ég sé væri sú að guð hefði ákveðið að um leið og einhver óhlýðnaðist honum, að þá myndu eldfjöll myndast og jarðskjálftar byrja.
Og þá er útskýring Jónas ekki búin að útskýra neitt. Í staðinn fyrir að spyrja: „Af hverju skapaði guð heim með jarðskjálftum?“ þá verður spurningin einfaldlega „Af hverju bjó guð til þessa brjáluðu reglu um að humarát myndi orsaka tilvist jarðskjálfta?“
Maður hlýtur að spyrja sig að því hvers vegna ríkiskirkjan kemur með svona fáránleg svör þegar hún reynir að útskýra náttúruhamfarir. Að mínu mati er ástæðan sú að það eru einfaldlega engin betri svör. Tilvist þessa meinta algóða skapara er í algjörri mótsögn við grundvallarstaðreyndir heimsins. Greyið prestarnir neyðast annað hvort til að segja „Ég veit ekki af hverju algóður skapari heimsins hegðar sér eins og hrottalegt illmenni.“, eða þá að koma með útskýringar sem eru augljóst bull.
Augljósasta svarið er auðvitað að guðinn þeirra er ekki til.
1. Jónas Gíslason, 1996, Um tilurð böls og þjáningar í heiminum, Vídalínssjóður Skálholtsskóla, Skálholt, bls. 37
2. ibid. bls. 26-27
3. Warren, Normann, 1999, Hver er tilgangurinn?, Skálholtsútgáfan, Reykjavík, bls. 71
Takk fyrir þessa góðu grein Hjalti. Þetta lýsir vel siðferðilegu hruni og andlegu gjaldþroti þeirra sem fallast á lífsviðhorf fyrrum vígslubiskups.
Það er eiginlega hálfmerkilegt að ríkiskirkjuprestur skuli hafa notað syndir mannkyns til að útskýra jarðskjálfta og eldgos fyrir bara 14 árum síðan. Flekakenningin var vissulega umdeild á fyrri hluta 20. aldar, en hún var algjörlega komin í samþykki rétt fyrir aldamótin... Er presturinn að segja að fyrir syndafallið hafi jörðin verið flekalaus? Hvað olli því að flekaskilin urðu þar sem þau eru? Af hverju geta ekki orðið jarðskjálftar hvar sem mannfólk kýs að lifa, ef þeir eru okkur að kenna?
Það gefur auga leið að þarna er maður farinn að leita að rökum til að útskýra það sem maður ákvað fyrirfram, að jarðskjálftar og eldgos væru manninum að kenna. Það er mun betra að álykta út frá sönnunargögnunum hlutlaust.
Takk fyrir góða grein. Vandamálið er að kristnir þurfa að réttlæta syndina. Ef þeir afneituðu orsakasamhengi hennar þá væri þeir samtímis að afneita stórum hluta biblíunnar. Kristnir eru því lokaðir inni í eigin rökleysu. Við trúleysingjar þurfum ekki að bögglast með slíkar skýringar heldur snúum við okkur að uppgötvunum vísindanna til rökstuðnings náttúruhamförum!
I read this article a few hours ago, and was just thinking about it now again, so I hope you will forgive me for not addressing the specifics. I was just realizing that I have myself personally never thought that it was God as creator that made him important or worthy of worship. I think the creation myth in the Bible is just that, a myth just like every other cultures myth about how the universe was formed. In my mind, the Christian God is not in fact a God of nature, which is why I never embraced Universalism. He exists apart from nature, and has, in my mind, nothing whatsoever to do with how nature operates.
Anyhow, thank you for a thought provoking article.
Lissy, I'm quite perplexed by your comment there. If you believe the creation myth in the bible is nothing more than a myth, why do you believe in the god described in the book? Do you even call yourself a Christian?
Also puzzling, is the idea that god exists apart from nature, and has nothing to do with how it operates. What exactly are we talking about as nature? I usually take it to mean all the matter we see or can interact with. Defined like that, nature is everything we know to exist. Where does that leave god?
Þetta er eins og David Hume segir í bók sinni Rannsókn á Skilingsgáfunni " Og sá sem hefur játað kristni í hjarta sínu hefur stöðuga vitrun um kraftaverk í sálu sinni sem umturnar skilningsgáfunni til að trúa því sem gengur þverast gegn öllum vana og reynslu" Ég er hjartanlega sammála þessu
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.
GH - 01/11/09 12:44 #
Það eimir greinilega enn eftir af þessari hræðslustjórnun sem kirkjan hafði á fólki forðum og hefur kannski enn. Frábær grein, takk.