Það er rík hefð fyrir því í útlöndum að trúleysingjar og efahyggjufólk hittist einu sinni í mánuði og spjalli saman. Þetta er kallað "Skeptics in the pub" þarna úti og hefur dreift sig frá Bretlandi til Bandaríkjanna, Ástralíu og Kanada.
Það er engin ástæða fyrir því að þetta gæti ekki virkað á Íslandi og verður fyrsta kvöldið á eftir, þriðjudaginn, 25. ágúst á efri hæð Highlander, Lækjargötu 10. Gamanið byrjar klukkan 20:00
Allt efahyggjufólk er velkomið.
Það er ágæt að gerast "fan" á Vantrú á Facebook fyrir svona auglýsingar. En já, þetta hefði átt að koma fyrr. En hafið engar áhyggjur þessi hópur ætlar án efa að standa fyrir fleiri hittingum.
Þetta var ágæt samkoma. Bjórinn ljúfur og stemning til fyrirmyndar.´
Ég læt sjá mig 29. sept.
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.
Svavar Kjarrval - 25/08/09 17:22 #
Þetta er ekki mikill fyrirvari...