Fréttatilkynning frá Siðmennt:
Löng hefð er fyrir því að setning Alþingis hefjist með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Í ár verður breyting þar á þar sem alþingismönnum sem ekki kjósa að ganga til kirkju munu hafa annan valkost. Siðmennt félag siðrænna húmanista á Íslandi býður alþingismönnum að koma á Hótel Borg áður en þing er sett föstudaginn 15. maí kl. 13:30 og hlýða á Jóhann Björnsson heimspeking flytja hugvekju um mikilvægi góðs siðferðis í þágu þjóðar. Allir alþingismenn eru hjartanlega velkomnir til að eiga stutta samverustund óháð öllum trúarsetningum áður en þeir ganga til þingstarfa.
Um leið er rétt að benda á skrif Illuga Jökulssonar um málið: Heimspekingar eru gagnlegri en prestar.
Við hjá Vantrú vonum að sem flestir þingmenn sjái sér fært að sleppa því að ganga til messu, hvort sem þeir kjósa að fara á fyrirlestur Jóhanns eður ei, enda er þetta ákaflega óeðlileg byrjun á þinghaldi. Það er rétt að taka fram að við gerum engar athugasemdir við hvernig þingmenn kjósa að rækja trú sína, eða trúleysi, þegar það tengist ekki þingstörfum þeirra.
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.