Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Hefur maðurinn eðli?

Líffræðideild Háskóla Íslands kynnir.

Málþing í tilefni tveggja aldar fæðingarafmælis Charles R. Darwin.

Þann 12 febrúar næstkomandi eru 200 ár liðin frá fæðingardegi Charles Darwin og í ár eru einnig 150 ár frá útgáfu tímamótarits hans „Uppruni tegundanna". Þessum tímamótum verður fagnað á margvíslegan hátt á árinu og fyrst með málþingi á afmælisdegi Darwins 12. febrúar. Þingið verður öllum opið og haldið í Öskju, Háskóla Íslands, stofu 132. Það hefst kl. 16:30 og lýkur 18:30.

Dagskrá málþingsins:

  • Ari K. Jónsson (Ph.D) forseti tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík "Hefur maðurinn einkaleyfi á greind?"
  • Eyja Margrét Brynjarsdóttir (Ph.D) lektor í heimspeki við Háskóla Íslands "Að hálfu leyti api enn"
  • Jón Thoroddsen - Heimspekingur og grunnskólakennari "Er sköpunargáfan hluti af eðli mannsins?"
  • Steindór J. Erlingsson (Ph.D) vísindasagnfræðingur "Darwin, Marx og spurningin um mannlegt eðli"
  • Skúli Skúlason (Ph.D) Prófessor og rektor Háskólans á Hólum "Maðurinn sem náttúruvera"

Í upphafi málþingsins verða veitt verðlaun í ritgerðarsamkeppni sem nýverið var efnt til meðal framhaldsskólanema um Darwin og áhrif þróunarkenningarinnar á vísindi og samfélög, auk þess sem vísindalegt framlag Darwins verður kynnt í nokkrum orðum. Málþingið setur Sigurður S. Snorrason forseti líf- og umhverfisvísindadeildar Háskóla Íslands.

Nánar um daga Darwins 2009, á darwin.hi.is.

Ritstjórn 10.02.2009
Flokkað undir: ( Tilkynning )

Viðbrögð


Gunnar Friðrik - 10/02/09 17:51 #

Þetta ætla ég að mæta á :)


Sindri Guðjónsson - 11/02/09 10:53 #

Ég mæli með bókinni "The Blank Slate: The Modern Denial of Human Nature", eftir Steven Pinker. Því miður virkaði linkurinn á wikipedia greinina um bókina ekki, hér fyrir ofan.


Stendór J. Erlingsson - 11/02/09 11:12 #

Sammála Sindra.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 11/02/09 11:20 #

Sindri, ég lagaði linkinn. Þú mættir gjarnan nota "Skoða" takkann ;-)


Jóhannes - 12/02/09 21:57 #

Líffræðideild Háskóla Íslands er ekki til.


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 12/02/09 22:40 #

Þannig að það óhæfa að stytta líf- og umhverfisfræðideild (sem er raunar nefnd fullu nafni hér að ofan) í líffræðideild þó svo við séum augljóslega að tala um þann hluta sem er gamla líffræðiskor?


Jóhannes - 12/02/09 23:13 #

Líf- og umhverfisVÍSINDAdeild.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.