Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Vitleysingar og gervivísindi

Hvað kallar maður mann sem lýsir því yfir að HIV-veira og eyðni sé ekki til? Svoleiðis einstakling kallar maður vitleysing. En hvað mundi maður kalla sama mann sem nær að sannfæra blaðamann hjá virtu dagblaði til að birta þessar "vísindalegu" yfirlýsingar og svo efna til einhverskonar þjóðarátaks um að afneita þessum skæðu sjúkdómum og kalla þær goðsagnir? Svoleiðis maður er stórhættulegur vitleysingur.

Í greininni What if everything you thought you knew about Aids was wrong? er sagt frá viðlíka vitleysingi er heitir Peter Duesberg sem náði meðal annars að sannfæra eyðnismitaða konu að nafni Christine Maggiore um að hún væri ekki með eyðni, svo hún hætti að taka lyfin sín og neitaði að taka lyf til að sporna við að fóstur gæti smitast af veirunni þegar hún var ólett. Svo efndi hún til þjóðarátaks í N-Ameríku meðal þungaðra kvenna með HIV-veiruna að neita inntöku lyfja til að vinna gegn veirunni. Þessi kona dó í fyrra, 52 ára gömul, úr eyðni. Barnið hennar dó fyrir þremur árum, þriggja ára gamalt, úr eyðni.

Ritstjórn 08.01.2009
Flokkað undir: ( Vísun )

Viðbrögð

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.