Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Að redda eigin rassi

Nú þegar samdrátturinn í efnahagslífinu er að skella á okkur af fullum krafti stígur trúarlúnatikkinn Gunnar í Krossinum á stokk og hvetur fólk að vaka og biðja, því heimsendir sé í nánd.

Ef þið hafið ekki áttað ykkur á því nú þegar, þá er þetta enn ein birtingarmynd þess hve skaðsemi trúarhugmynda getur verið mikil. Nú þegar kreppir að og við þurfum að fara að takast á við raunveruleg vandamál er lausnin ekki fólgin í aðgerðarleysi því sem fylgir áráttuhegðun þeirra ranghugmynda sem Gunnar boðar. Miklu fremur ættum við sem flest að stíga upp úr stólum okkar og reyna að hjálpa samfélaginu með öllum mögulegum leiðum til að komast út úr hinu óheillavænlega ástandi.

En Gunnar boðar aðgerðarleysi eiginhagsmunaseggsins. Hann vill að fólk reyni að bjarga eigin rassi með bænum, því þannig geti guðinn hans séð hverjir eru réttu megin línunnar og sleppi þeim við útskúfun á efsta degi. Þetta er því ekki aðeins gersamlega glórulaus ranghugmynd á svartasta hugaróraplani tilverunnar, heldur í þokkabót þvílík sjálfselska og virðarleysi fyrir samborgurunum að engu tali tekur.

Stefna Gunnars er martraðarkennd mannfyrirlitningarstefna.

Birgir Baldursson 29.06.2008
Flokkað undir: ( Hugvekja )

Viðbrögð


Teitur Atlason - 29/06/08 11:57 #

Frábær hugleiðing!

Það er hugleysi að fleygja sér á hnéskeljarnar, biðjandi til guðsins í óttafullum ekkasogum um að bjarga SÉR þegar erfiðleikar steðja að.

Ég held samt að orðin Gunnars hitti hann sjálfan fyrir. Heimsendatuðarar eru einhver sorglegasata stétt atvinnulífsins. Þeir þrífast á heimsku, vanþekkingu, illmennsku, sjáfshyggju og tækifærismennsku.


Guðjón - 29/06/08 13:38 #

Birgir : Af hverju notar þú svona sterk orð? Þú talar um "trúarlúnatikkinn" svo talar þú um "martraðarkennd mannfyrirlitningarstefnu" Pistill eins og þess getur ekki verðið ætlaður þeim sem aðhyllast hugmyndir Gunnars - Afleiðing af svona tali er að þú fælir frá alla sem eru hallir undir kenningar af þessu tagi. Ég sé ekkert frábært við það að ala á andúð og fyrilitingu á bókstafstrúarkristni. Þú talar um að þetta sé dæmi um skaðsemi trúarhugmynda- það er einugis lítill minnihluti trúaðar sem er upptekin af heimsendahugmyndum.

Ég er hins vegar alveg sammála ykkur heiðursmönnum að auðvita eigum við öll að hjálpa samfélaginu til þess að komast út úr kreppuni- en það er fyrst og fremst viðfangsefi stjórnmálanna.

Ef mönnum er illa við einhvern hóp manna er hægt að finna ótal dæmi um neikvæða hegðun- t.d. væri hægt að segja sjáið þið hvað Mugabe er að hafast er þetta ekki dæmigert fyrir ill áhrif stjónmála - spilling og vanhæfni til hægri og vinstri. En ber t.d. Björn Bjarnason ábyrð á gerðum Mugabe nei væntaleg ekki, hvers vegna ekki? Vegna þess að hann er ekki í flokki hans og styður ekki hugmyndi hans. Af hverju bera allir trúmenn ábyrð á Gunnari í krossinum. Eru allir trúmenn í krossinum og eru allir trúmenn sammála Gunnari um heimsenda? Gallarnir við bókstafstrúarkristni eru að mínu mati - dómgreindarleysi og í sumum tilvikum ofstæki. Svo vill til að þessi tvö atriði eru að mínu mati helstu veikleikar vantrúar.


Teitur Atlason - 29/06/08 16:15 #

Af hverju bera allir trúmenn ábyrð á Gunnari í krossinum. Eru allir trúmenn í krossinum og eru allir trúmenn sammála Gunnari um heimsenda?

Hvar kemur þetta fram í texta Birgis? Þú afsakar ágæti Guðjón en getur verið að þú hafir ekki lesið yfir pistilinn sem þú gagnrýnir? Hvar kemur fram að heldur því fram að allir trúmenn séu sammála Gunnari?

Ég aukinheldur ósammála þér að tal um heimslitaboðandi lúnatikka á borð við Gunnar Þorsteinsson fæli frá fólk í sem er í þessum hugleiðingum. ÉG held þvert ámóti að kursteisisvæl og sé ekki til þess fallið að koma boðskap vantrúar til skila. Skýr og beinskeitt orðræða er löngu tímabær í trúmálaumræðunni. Vantrú leiðir þá umræðu og hefur gert um alllanga hríð. Orð á borð við trúarnöttara og heimsenda lúnatikk eru bara fín. Þau eru skýr, hrein og bein, eðlileg og notuð í talmáli sem allir skilja.


Gaui - 29/06/08 18:19 #

Tek undir þessa grein, og seinna komment hans Teits Atlasonar.

Merkilegt þetta hatur sem er svo "vel" falið sem manngæska, ég persónulega mun aldrei skilja hugsunarhátt þessa manns.


Gunnar - 30/06/08 17:02 #

Þetta er góð grein hjá þér Birgir. Enda getur engin maður með viti tekið Gunnar í krossinum alvarlega.


Guðjón - 01/07/08 10:08 #

Þessi pistill byggist á grundvallar miskilingingi. Undirstöðugildi nútíma samfélags eru frelsi og einstaklingshyggja. Það er ekki hægt að hugsa sér meiri frelisskerðingu en takmarkanir á hugsanafrelsi . Það er því ekki mögulegt fyrir okkur að segja öðrum hvað er skynsamlegt eða rétt því slíkar niðurstöður gilda einungis fyrir okkur sjálf - röksemdi og skynsemi eru afstæð fyrirbæri sem verða ekki metin nema í því samhengi sem hver og einn er í . Aðstæður okkar og lífsreynsla ráð útslitum um hvaða mælikvarða við notum til að meta réttmæti hugmynda.

Pistill af þessu tagi nær því einugis til hluta fólks, en vantrúarmenn telja sjálfsagt að það séu hinir skynsömu.

Mér hefur sýnst að það séu frekar einfeldingar af ákveðnu tagi sem svona málfuttningur höfðar helst til eða fólk sem hefur einhvers konar neikvæða reynslu af trúarbrögðum

Flestir átta sig á því að um trúarskoðanir gildir sú regla að best er að leyfa fólki að ráða þeim algjörlega sjálfu.

Ég tel að það fólk sem laðast af bókstafskristni geri það vegna atriða sem ekkert er verið að fjalla um hér og muni í fæstum tilfellum hlutsta á gagnrýni af þessu tagi.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 01/07/08 10:27 #

Það er ekki hægt að hugsa sér meiri frelisskerðingu en takmarkanir á hugsanafrelsi

Hver vill takmarka hugsanafrelsi Guðjón? Af hverju endurtekur þú í sífellu sama ruglið?

Það er því ekki mögulegt fyrir okkur að segja öðrum hvað er skynsamlegt eða rétt því slíkar niðurstöður gilda einungis fyrir okkur sjálf -

Þarna ertu komin út á hálar brautir, því hvað er hugsanafrelsi án gagnrýnnar umræðu? Er hægt að tala um að fólk hafi hugsanafrelsi ef hugmyndir þeirra eru verndaðar fyrir utanaðkomandi áreiti? Er gagnrýnin hugsun ekki sá grunnur sem hugsanafrelsi verður að byggja á?

Flestir átta sig á því að um trúarskoðanir gildir sú regla að best er að leyfa fólki að ráða þeim algjörlega sjálfu.

Af hverju höfum við þá trúarbrögð? Af hverju höfum við kirkju, presta, kristniboð? Það stangast algjörlega á við að fólk fái að ráð trúarskoðunum sínum sjálft.

Af hverju gagnrýnir þú ekki ríkiskirkjuna á þessum forsendum?


Teitur Atlason - 01/07/08 11:18 #

Þessi pistill byggist á grundvallar miskilingingi. Undirstöðugildi nútíma samfélags eru frelsi og einstaklingshyggja. Það er ekki hægt að hugsa sér meiri frelisskerðingu en takmarkanir á hugsanafrelsi

Þessu er ég sammála. Starf Vantrúar grundvallast einmitt á þessari hugsun. Gagnrýni Vantrúar beinist fyrst og fremst að samblæstri trúarhugmynda og ríkisvaldsins. sbr skólatrúboð Ríkirkirjunnar.

Auðvitað leyfum við okkur að gagnrýna hugmyndir annara! Er það ekki einmitt kjarninn í lýðræðislegri dínamík almennilegs samfélags?

Á enginn að gagnrýna umskurn kvenna á trúarlegum forsendum? er það einkamál foreldranna eða er það mál samfélagsins alls? Þessi svið skarast Guðjón og þá er um að gera að gera eitthvað, segja eitthvað. Sitja ekki með hendur í skauti og viðhafa póstmódernískan vaðal um afstæði mannréttinda og svo framvegis.

Þetta er sjálfsagt sá pukntur sem hefur komið dónastypmlinum á Vantrú. Við tölum þegar hinir þegja.


Guðjón - 01/07/08 11:29 #

Matti : Ég held því alls ekki fram að þú viljir takamarka huganafrels- Ég held því hins vegar fram að þú horfist ekki í augu við að það er til staðar.

Ég held að þú hafir ekki hugsað til enda hve hugmyndin um frelsi er í raun rótæk hugmynd því að hún felur í sér að einstaklingurinn getur gert nákvæmlega það sem honum þókast án þess að hann þurfi að útskýra fyrir einum eða einum hvers vegna hann gerir það sem hann gerir. Það er ekki hægt að setja fólki neinar reglur um hvernig það á að meta hvað er rétt og hvað er rangt án þess að skerða frelsi þess.

Frelsi felur auðvita í sér heimild til þess að hafna umræðu og heimild til þess að segja - ég gef mér þá forsendur að undurstöðuatriði bókstafstrúarkrisni séu réttar og ég vil ekki ræða þau mál við neinn nema þá sem ég kæri mig um. Upplifun mín á samkomum er næg sönnun fyrir mig um að þessir hlutir eru réttir er hægt að segja. Gagrýnin hugsun og skynsemi eru nauðsynleg en menn hafa frelsi til eða velja sér forsendur- t.d. Jesús er sannleikurinn,vegurinn og lifið og allt sem stendur í biblíunni er bókstaflega satt.

Af hverju höfum við kirkju- vegna þess að trúariðkun í samfélagi við aðara er allt annars eðlis en trúariðkun einn og sér - en þetta er eins og með önnur félög þú verður að vera tilbúin að fara eftir reglunum sem gilda í félagskapum og auðvita er það frelisskerðing, en um það hefur einstaklingurinn val.


Guðjón - 01/07/08 11:59 #

Teitur : Ég tel að allir verði að fara að lögum hvort sem þeir eru sammála þeim eða ekki þess vegna geta menn ekki stundað umskurn á íslandi- - Reyndar er umskurn eitthvað sem þarf ekki einu sinn að ræða á íslandi, ekki nema þá til að minna á að sjálfsögðu verða allir að hlýta því að stunda ekki slíka gæpastarfsemi hér. Það gildir það sama um Ísland og félög ef þú villt ganga í félagaði verður þú að samþykkja reglur félagsins- þið eigið auðvita að stunda umræðu útfrá eigin forsendum en ég er að benda ykkur á að möguleikar slíkrar umræðu eru takmarkaðir- fólki er frjást að taka þátt í þeirri umræðu ef það vill - því er líka frjást að hafna henni.


Ásgeir (meðlimur í Vantrú) - 01/07/08 13:06 #

Það er því ekki mögulegt fyrir okkur að segja öðrum hvað er skynsamlegt eða rétt því slíkar niðurstöður gilda einungis fyrir okkur sjálf

Kannski fyrir þig, en ekki mig.

En bíddu, þá er sannleikurinn afstæður fyrir þér, en ekki mér. En þá hlýturðu að samþykkja að ég hafi rétt fyrir mér, því jú sannleikurinn er afstæður og hver ákveður fyrir sjálfan sig. En þá ertu að halda því fram samtímis að sannleikurinn sé afstæður og að hann sé það ekki.

Skemmtileg mótsögn.


Baldvin - 01/07/08 13:20 #

Guðjón, er á nokkrum stað í þessari grein gefið í skyn að Gunnar ætti ekki að hafa frelsi til að halda þessu fram? Eða að fólk ætti ekki að hafa frelsi til að hlusta á hann? Ekki að því ég fæ séð.

Aðeins er verið að gagnrýna hugmyndir hans og meðal annars benda á þá takmarkalausu sjálfselsku og eiginhagsmunapot sem í þeim felst. Þetta eru algjörar andstæður við það sem hugmyndafræðin segist standa fyrir, en það er fyrst og fremst náungakærleikur, ekki satt?

PS. Ég vil benda þér á spurningu mína varðandi tilvísun þína í sálfræðirit, sem enn er ósvarað.


Guðjón - 01/07/08 15:06 #

Þú getur haft þá skoðun að sannleikurinn sé ekki afstæður en það breytir ekki þeirri staðreynd að sanneikurinn er afstæður. Nei ég samþykki ekki að þú hafir rétt fyir þér- ég samþykki hins vegar að þú hafir komist að niðurstöðu sem þú telur vera rétta. Vegna þess að þú ert frjáls hefur þú sjálfdæmi um hvernig þú ferð að því að meta réttmæti skoðanar þinnar og vegna þess að þú ert frjáls þart þú ekki að ræða niðurstöður þínar við neinn frekar en þú vilt. Ef einhver vill ekki hlusta á þig getur þú ekki neitt hann til þess nema að beita ofbeldi. Við eru hér að tala um skoðanir en ekki hvað er satt og rétt. Það sem ég er að benda á að skoðanafrelsi er algjört og hver og einn hefur endanlegt og algjört vald yfir skoðunum sínum. Þetta breytir því ekki að skoðanir geta verð rangar, en þú breytir ekki slíkum skoðunum með umræðum eða með því að ausa fúkyrðum yfir andstæðinginn.


Ásgeir (meðlimur í Vantrú) - 01/07/08 15:11 #

Þú getur haft þá skoðun að sannleikurinn sé ekki afstæður en það breytir ekki þeirri staðreynd að sanneikurinn er afstæður.
Bíddu, hvort er hann afstæður eða ekki? Í öðru orðinu hafnarðu því og í því næsta heldurðu því fram!
Við eru hér að tala um skoðanir en ekki hvað er satt og rétt. Það sem ég er að benda á að skoðanafrelsi er algjört og hver og einn hefur endanlegt og algjört vald yfir skoðunum sínum. Þetta breytir því ekki að skoðanir geta verð rangar, en þú breytir ekki slíkum skoðunum með umræðum eða með því að ausa fúkyrðum yfir andstæðinginn.

Enginn hefur mótmælt skoðanafrelsi hér. Svo er bersýnilega fráleitt að ekki sé hægt að breyta röngum skoðunum með umræðum, reyndar er það frábær leið. Jafnvel sú bezta.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 01/07/08 15:21 #

Þetta breytir því ekki að skoðanir geta verð rangar, en þú breytir ekki slíkum skoðunum með umræðum eða með því að ausa fúkyrðum yfir andstæðinginn.

Þetta á einungis við þegar viðmælandinn er þverhaus sem hlustar ekki á neitt sem ógnar gefnum hugmyndum hans. Allt annað fólk er opið fyrir að leyfa betri rökum en það sjálft býr yfir að breyta skoðunum þess.


Guðmundur D. Haraldsson - 01/07/08 15:30 #

Þessi pistill byggist á grundvallar miskilingingi. Undirstöðugildi nútíma samfélags eru frelsi og einstaklingshyggja. Það er ekki hægt að hugsa sér meiri frelisskerðingu en takmarkanir á hugsanafrelsi . Það er því ekki mögulegt fyrir okkur að segja öðrum hvað er skynsamlegt eða rétt því slíkar niðurstöður gilda einungis fyrir okkur sjálf - röksemdi og skynsemi eru afstæð fyrirbæri sem verða ekki metin nema í því samhengi sem hver og einn er í .

Samkvæmt þessari athugasemd Guðjóns er öll samræða tilgangslaus - því að ef við segjum öðrum hvað er skynsamlegt eða óskynsamlegt erum við að hefta hugsanafrelsi. En til hvers er þá Guðjón að senda inn athugasemd, fyrst svo er? Hann er tekur þátt í samræðu sem er tilgangslaus.


Guðjón - 01/07/08 15:38 #

Baldvin: Ég er búin að svara spurningu þinni varandi sálfræðinna á sínu stað.

Það er eflaust rétt hjá þér að þið vantrúarmenn eru ekki að leggja til alræði trúleysinganna og bann við trúarbrögðum.


Varðandi þennan pistill þá er helsti gallinn á honum að hann er svo fjandsamlegur og stóryrtur- Þessi pistill fjallar mjög lítið um Gunnar i Krossinum- hann fjallar aðallega um hversu mikla andúð Birgir hefur á Gunnari og því sem hann stendur fyrir. Fæstir taka þetta tal um heimsenda alvarlega og vissulega getur slíkt tala haft vondar afeiðingar ef menn taka einhverjar ákvarðanir á grundvelli þess.

Með fullrir virðingu fyrir Gunnari og söfnuði hans tel ég ekki líklegt að þetta fólk hafi það í hendi sé hvort efnahagsvandinn leysist eða ekki.

Þetta hefur ósköp lítið með trúmál að gera - efnahagsvandinn leysist á sviði atvinnulífs og stjórnmála og ég sér ekki að Gunnar og söfnuður hans geti gert mikið í þeim málum -


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 01/07/08 15:38 #

Já, skilgreiningin á því hvað felst í hugsanafrelsi er komin út í vitleysu.

Hugsanafrelsi felst í því að hafa tækifæri til að hugsa sjálfur, mynda sér skoðanir og mæla þær svo við hugmyndir annarra, einmitt til dæmis í rökræðu. Andstæðan við hugsanafrelsi eru "heilagar" hugmyndir sem okkur eru innprentaðar og okkur sagt að synd sé að efast um. Hugsanafrelsi er frelsi frá því að þurfa að láta lífsskoðanir sínar mótast af dogmum og öðrum hugdettum sem engin rök ná yfir. Undir slíka ófrjálsa innrætingu má líka tiltaka kennivald, sið og hefðir.


Guðjón - 01/07/08 15:43 #

Birgir ég er að segja að fólk hafi rétt á því að vera þverhausar og ef það er þannig er ekkert sem við getum gert í því.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 01/07/08 15:45 #

En Guðjón er með sína einkaútgáfu á hugatakinu hugsanafrelsi, nefnilega þá að slíkt nái líka yfir að taka þá sjálfstæðu ákvörðun að leyfa dogmum að ríkja yfir huga sínum. Þótt slíka ákvörðun sé að sönnu hægt að taka í frjálsu hugsanaflæði, þá getur það ómögulega flokkast undir hugsanafrelsi, eins og stefnan er skilgreind, að ákveða að ræna sig hugsanafrelsinu, þótt það sé frjáls ákvörðun sem slík.

Þetta er ekki flóknara en það. Það sem Guðjón er að tala um er frjáls ákvörðun um að ástunda hugsanaþrældóm.


Guðjón - 01/07/08 15:51 #

Ég held því ekki fram að umræða sé í öllum tilvikum tilgangslaus- ég held því hins vegar fram að ef menn ráðst af fjandskap á skoðanir þínar séu litlar líkur á því að þær breytist, nema að um sé að ræða atriði sem þú hefur eiginlega ekkert hugsað um. Hins vegar er umræða stundum tilgangslaus. Stundum getur umræða af þessu tagi hjálpað þér við að átta þig betur á hugmyndum þínum og neitt þig til að hugsa um hluti sem þú hefur ekki hugsað um áður.


Guðjón - 01/07/08 16:00 #

Birir- ertu að segja að menn hafi bara frelsi til að vera trúleysingjar. Frelsi snýst um val- þetta er eins og að fara út í búð- ef þú ert frjáls ræður þú sjálfur hvaða vöru þú kaupir fyrir þá peninga sem þú ert með. Það er engin sem kemur og segir þessa vöru máttu kaupa - þessa vöru máttu ekki kaup. Og þú þarft ekki að útskýra fyrir neinum hvers vegna þú valdi þessa vöru en ekki hina. Þannig er það einnig með hugmyndir- þú velur þá hugmynd sem þér lýst á t.d. katólsku og þú þarft ekki að standa einum skil á vali þínu.


Guðjón - 01/07/08 16:02 #

Þetta átti að vera þú þarft ekki að standa neinum skil á vali þínu.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 01/07/08 22:43 #

Birir- ertu að segja að menn hafi bara frelsi til að vera trúleysingjar

Það sem ég er að segja er að menn hafa frelsi til að velja á milli hugsanafrelsis og hugsanaánauðar. En eins og gefur að skilja getur hugsanaánauð (sjálfvalin eða uppáþrengd) ómögulega verið hugsanafrelsi.


gimbi - 02/07/08 01:02 #

Ekki skil ég hvað þú ert að reyna að bera í bætifláka fyrir Gunnar í Krossinum, Guðjón. Eitt er að hafa sína trú, annað að flagga henni á torgum. Greining Birgis á trú Gunnars í Krossinum er réttmæt, þó nokkuð hart sé kveðið að orði.

Þú virðist sækja samkomur sjálfur Guðjón, og gætir þess vegna verið Jésúhoppari. En þú mátt gera þér grein fyrir að sýn Gunnars er viðurstyggileg. Hún felur í sér að guð hafi litist svo illa á sköpunarverk sitt að hann er í endalausu hefndarbrasi gagnvart mannkyni og ætlar einungis hluta þess að hljóta náðar sinnar.

Ef slíkur guð gengi hér á meðal okkar, þá þætti hann fasisti, rasisti og sadisti.

Það er full ástæða til að minna á það og á Birgir þakkir skildar fyrir vikið.


Teitur Atlason (meðlimur í Vantrú) - 02/07/08 06:07 #

Mér finnst þessi Guðjón vera orðin full-illa skiljandi. Ég er búin að lesa yfir kommentin hans og næ því miður engum þræði heldur aðeins furðulegum póstmóderenískum vaðli um að það sé í lagi að hafa skoðun en það sé ekki í lagi að gagnrýna skoðanir annara. Þess utna kom hann með einhverja styðstu þversögn sem ég hef seð. Þessa hérna:

Þú getur haft þá skoðun að sannleikurinn sé ekki afstæður en það breytir ekki þeirri staðreynd að sanneikurinn er afstæður.

Það er við hæfi að halda þessari snilld til haga.


Guðjón - 02/07/08 08:49 #

Teitur : Ég er alls ekki að halda því fram að ekki megi gagnrýna skoðanir- ég er einugist að halda því fram að vegna þess viðmælandinn ræður því hvernig hann túlkar það sem við hann er sagt- hefur slík gagnrýni takmörkuð áhrif.

Þessi orð mín um sannleikan kaufaleg. Auðvita er heimurinn eins og hann er óháð því hvað við höldum um hann og auðvita er til einhver tilvera óháð okkur. En það kemur þessari umræðu ósköp lítið við vegna þess að við höfum engan beina aðgang að þessum veruleika. Það eina sem við höfum aðgang að eru hugmyndir okkar um heiminn og skynjun okkar á heiminum. Það er óhjákvæmilegt að fólk sem hefur ólíka reynslu og þekkingu hafi ólíkar hugmyndir um heiminn. T.d. er annað óhugsandi að steinaldarmaðurinn og nútímamaðurinn hafi mjög ólíkar hugmyndir um heiminn- þessar hugmyndir okkar um heiminn köllum við sannleika og í þeim skilningi er sannleikurinn afstæður.


Guðjón - 02/07/08 09:49 #

Gimbi- Frá mínu bæjardyrum séð snýst þessi umræða að litlu leyti um Gunnar í Krossinum- hún snýst mikið frekar um Birgir og málfluttning hans.

Ég er sannfærður um að rétt er að að fylgja þeirri reglu í samskiptum og umræðum að sýna fólk virðingu og vinsemd fremur en fjandskap

Hvað gerir þú þegar einhver ræðst að þig og skammar þið og ásakar þig um að fylgja "martraðarkenndri mannfyrirlitningarstefnu" eða einhverju álíka.

Ég er nokkur viss um að Birgir trúir þessu einlæglega- samkvæmt því sem hann best veit er þetta sannleikurinn. Frá hans sjónarhorni lítur sannleikurinn svona út- Gunnar í Krossinum sér málið frá allt öðru sjónarhorni og ég hef enga sérstaka ástæðu til þess að efast um að hann trúi að hann sé að gera rétt.

Þetta er dæmi um afstæði sannleikans. Tveir menn sjá sama atriði frá mjög ólíkum sjónarhornum. Hvorugur hefur rétt á þvi að krefjast þess að hinn taki upp sjónarhorn hins. Hvor hefur þá rétt fyrir sér? - sennilega hefur hvorugur rétt fyrir sér í öllu atriðum og þannig er það þegar tveir deila. En til þess að deilur geti skilað einhverju mega þær ekki snúast upp í tóm illindi þar sem markmið deilurnar verður það eitt að koma höggi á andstæðinginn - menn hætta þá að hlusta hver á annan eða taka mark á hver öðrum og umræðann hefur fyrst og fremst þann tilgang að veita tilfinningum útrás.


ÞH - 02/07/08 13:00 #

Guðjón,

Sannleikur er ekki bara það sem maður trúir í einlægni. Sama hversu einlæglega lítið barn trúir á tannálfinn, þá er það alveg jafn ósatt eftir sem áður að það sé til tannálfur.

Raunar virðist mér þú alls ekki vera að tala um réttnefnt afstæði sannleikans í síðustu athugasemdinni. Ef ég og þú deilum og ég hef rétt fyrir mér í sumum atriðum en þú í öðrum, þýðir það ekki að sannleikurinn sé afstæður. Það þýðir bara að hvort okkar hefur sanna skoðun á sumu og ósanna á öðru.

Það er fyllilega sanngjörn krafa að sýna deiluaðila sínum virðingu, svo fremi að hann endurgjaldi hana, en það er alls ekki það sama og að segja að skoðun hans sé jafn-rétt og allar aðrar. Sumt er bara satt - eins og að það er ekki til tannálfur - og annað ósatt, og það samræmist alveg skoðanafrelsi að benda á það þegar einhver heldur fram ósannindum.


Guðjón - 03/07/08 08:35 #

Ég má skammast mín fyrir frammistöðu mína í þessari umræðu og dreg vonandi lærdóm af því. Ég hef gert mig sekan um hroðvirkni – eiginlega að hugsa upphátt og senda það til ykkar og sumt af því hefur verið tómt bull. Ég þarf að vera vandari að virðingu minni og má ekki senda ykkur hvað sem er.

Birgir er hæfileikamaður, hann er kraftmikill og getur skrifað góðann texta, en hann á sér veikar hliðar sem koma í veg fyrir að hann sé heppilegur til að gagnrýna Gunnar í Krossinum. Birgi hættir til að fara offarir, auk þess sem hann hefur ekki næga þekkingu á guðfræði og bíblíunni til að fást við Gunnar þannig að hans menn taki mark á því.

Þessi pistill byrjar vel þar sem Birgir bendir á hugmyndina um yfirvofandi heimsendir sem engin tekur mark á nema bókstafstrúarmenn og geðsjúklingar. En síðan hefst reiðilestur sem höfðar að ég held einungis til þeirra sem hafa mjög mikla skömm á Gunnari fyrir.

Ásakanir Birgirs um að Gunnar og hans menn séu að bregðast í efnahagserfiðleikunum vegna þess að þeir séu á bæn í stað þess að vera á útopnum að bjarga málum er bull. Hér er Birgir að blanda saman atriðum sem tengjast ekki með nokkrum hætti. Stærsta verkefni stjórnmálanna er nú að finna skynsamlegustu lausnirnar á efnahagserfiðleikum sem við er að glíma. Sumir nefna inngöngu í Evrópusambandið, endurskoðun banakerfis og upptöku evru. Um þessi mál er eðlilega deilt á sviði stjórnmálanna.

Teitur bregst Birgi félaga sínum algjörgleg þegar hann hrósar honum fyrir góðan pistil. Ég skil ekki af hverju Teitur er ekki fengin til að gagnrýna Gunnar, hann ætti að hafa betri forsendur til þess en Birgir.

En nú er ég hættur og kemst ekki í tövlu á næstunni – þannig að Vantúramenn fá nú loks frið fyrir mér í bili og ég fyrir þeim.


Baldvin - 03/07/08 13:43 #

Enn og aftur kemur hirðmaðurinn til bjargar nýju fötunum keisarans. Af hverju ættu menn að þurfa einhverja sérstaka þekkingu á guðfræði eða skrifum guðfræðinga í gegnum tíðina til að sjá í gegnum það húmbúkk sem trúarbrögð eru í raun? Bara vegna þess að menn hafa dundað sér í árhundruð við að finna réttlætingar fyrir hjátrú sinni þurfa menn ekki að lesa allt það fargan til að sjá að grundvallarkenningarnar standast ekki, og þar með fellur allt hjalið.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 03/07/08 13:51 #

Ásakanir Birgirs um að Gunnar og hans menn séu að bregðast í efnahagserfiðleikunum vegna þess að þeir séu á bæn í stað þess að vera á útopnum að bjarga málum er bull.

Það sem Guðjóni sést hér yfir er að heimsendatrú innifelur í sér það álit að heimurinn sé að farast og að allir tilburðir til að bjarga honum frá því eða tefja framganginn verður aðeins til þess að vinna gegn plani guðs.

Nöttararnir munu fagna eyðileggingunni og ýta undir hana, svona rétt áður en þeir drepast með okkur hinum úr afleiðingum óbyggilegrar jarðar. Það er enginn guð að koma og redda þessum fíflum.


Finnur - 08/07/08 10:23 #

Hvað er málefnalegt við að uppnefna fólk "fífl" líkt og BB gerir? Eigum við þá að kalla hann "Múffumanninn"?


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 08/07/08 20:27 #

Jú, ef þú vilt sjálfur sökkva niður á nákvæmlega sama plan og þú ert að gagnrýna mig fyrir að vera á. Gerðu svo vel fyrir alla muni, ég er ekki viðkvæmur fyrir því.

En hvernig læt ég, þú ert auðvitað fyrir löngu kominn niður á þetta plan. Sannleikurinn skiptir þig engu og hefur aldrei gert. Þátttaka þín í rökræðum gengur út á að gera mönnum upp fáránlegar skoðanir til þess eins að særa og æsa upp. Þú ert hrekkjusvín.

Og þið sem lesið þetta, takið eftir. Sárindarökvillan á ekki við hér. Hún gildir aðeins um það þegar menn gerast sárir yfir gildri gagnrýni til að koma sér undan að svara henni. Ef hins vegar menn eins og Finnur grípa til þess að ata menn óverðskuldaðri strámanna- og ad hominem-drullu er ekkert athugavert við það að mönnum sárni slíkt.

Slík hegðun dæmir þann sem í hlut á, en skilur fórnarlömb hans eftir hnarreist þótt þeim sárni. Að mínu mati eru menn sem hegða sér svona einfaldlega fífl og fávitar og ég tel ekkert eftir mér að segja það upphátt, jafnvel þótt ég fái á mig gagnrýni fyrir ómálefnaleika fyrir bragðið. Takið eftir því að ég er með þessu að bregðast við ómálefnaleika til að byrja með.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.