Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Svarthöfði á Prestastefnu

Það vakti töluverða athygli að Svarthöfði, stjarnan úr Stjörnustríðsmyndunum, lét sjá sig við upphaf prestastefnu. Á þessum myndum má sjá hve vel hann féll í hópinn. Í myndasyrpu frá Biskupsstofu frá viðburðinum sést af einhverjum ástæðum ekkert til Svarthöfða.

Ríkissjónvarpið gerði þessu góð skil í seinni fréttum gærdagsins en okkur þykir þessi útgáfa reyndar skemmtilegri.

Það vakti athygli að þó Stöð 2 sýndi frá setningu prestastefnu í gærkvöldi þá vantaði Svarthöfða.

--

Þess má geta að það gætti töluverðrar ónákvæmni í fréttaflutningi MBL af málinu en fréttin hefur nú verið leiðrétt. Félagið Vantrú stóð ekki fyrir þessum gjörningi.

Ritstjórn 11.06.2008
Flokkað undir: ( Klassík , Myndbönd , Vantrúarbíó )

Viðbrögð


Kristján Hrannar Pálsson - 11/06/08 13:23 #

"I find your lack of faith...disturbing."


caramba - 11/06/08 14:00 #

Það er gaman að þessu. Þið eruð vitleysingar og eigið auðvitað að koma fram fyrir alþjóð sem slíkir. Meira svona!


Henni - 11/06/08 14:05 #

Mér fannst þetta of gróft. Þetta kemur illu orði á Vantrú.


Andri Snæbjörnsson (meðlimur í Vantrú) - 11/06/08 14:10 #

Ég veit ekki til þess að þetta hafi verið skipulagt af Vantrú.

Skilst að þetta hafi jú verið félagar úr Vantrú sem stóðu fyrir þessu.

Breytir því ekki að þetta var alger helber schnilld.


Ísak Harðarson - 11/06/08 14:38 #

Vekur til umhugsunar. Spurning hvort næsta skref sé að einhver ykkar láti krossfesta sig og deyi fyrir lýðinn - svona til að gera kirkjuna enn broslegri?


Andri Snæbjörnsson (meðlimur í Vantrú) - 11/06/08 14:56 #

...Og segi svo: „Djöfull er ég svakalega timbraður!“

Góð hugmynd!


Kristín Kristjánsdóttir - 11/06/08 15:05 #

Merkilegt hvað það gerir mikið að klæða sig örlítið uppá. Fara í smá búningaleik.

Þó að Svarthöfði hafi slegið í gegn og orðið þjóðhetja á einni nóttu á litla Íslandi þá eru örfáar móðgunarraddir sem eru yfir sig hneykslaðar á uppástrílingunni.

Næsta skref krossfesting? Einhvern veginn efast ég um það. Þið sjáið nú bara öfganar hjá hinum svartstökkunum í göngunni. Uppástrílaðir fleiri, fleiri daga á ári- * Fnuss * Alveg er ég viss um að næsta sem þeir taka uppá verður það að láta krossfesta sig!

Það segir sig sjálft.


Guðjón - 11/06/08 15:34 #

Þetta var mjög svo pósmóderískur gjörningur. Mér datt strax í hug vantrú þegar kauði birtist. Þessi verkaður var mjög svo í anda vantrúar- þjóðin er sjálfsagt klofin í málinu - sumum finnst þetta sniðugt öðrum alls ekki.


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 11/06/08 15:52 #

Hlátur er voðalega góð leið fyrir fólk sem upplifir óréttlæti að fá útrás.


Steinunn - 11/06/08 16:21 #

Og hlátur er eitt besta vopnið í baráttunni. Áfram Svarthöfði!


GG - 11/06/08 16:33 #

Góða ræða hjá biskupi. Takk fyrir að leiða mig þangaðþ Kveðja GG


Valtýr Kári - 11/06/08 23:37 #

Ég skal viðurkenna það að ég er mikill aðdáandi Svarthöfða og hef verið síðan ég sá Star Wars fyrst fyrir meira en tveim áratugum. Svarthöfði ber af í þessum hóp, er bersýnilega laaang flottastur!


kári - 11/06/08 23:40 #

Frekar asnalegt uppátæki, fyndið, en kristinn trú er hlutur sem margir taka alvarlega og lélegt af fáum sem ekki trúa að gera lítið úr virðulegri prestastétt við hátíðlega athöfn.


Þórður Ingvarsson (meðlimur í Vantrú) - 11/06/08 23:54 #

virðulegri prestastétt við hátíðlega athöfn.

LOLOCAUST!

Góður þessi.


Kári - 12/06/08 00:57 #

Já virðulegri prestastétt, prestar hafa reynst mörgum ansi vel, þ.a.m mér og ég ber mikla virðingu fyrir þeim flestum þótt þeir séu misjafnir. Þetta er bara ekki við hæfi, mér finnst það allavega


gimbi - 12/06/08 01:42 #

Mig langar til að óska félögum í Vantrú til hamingju með þennan gjörning, hann var ótrúlega skemmtilegur. Kannski Súpermann á næstu prósessíu?

P.S. Og Ísak Harðarson, það þarf enginn að krossfesta sig og deyja fyrir lýðinn aftur, er það nokkuð? Ertu ekki enn að bíða eftir að Jésú komi af himnum ofan til að sjá um leikslokin? Þú ætlar varla að bíða eftir endurkomu vantrúarseggs sem hefur misst sig í gríninu eða hvað?


kristín ketilsdóttir - 12/06/08 06:22 #

vá hvað þetta er fyndið. og ég verð að viðurkenna að mér hálfbregður að sjá skoðanirnar við þessa færslu, þær eru miklu neikvæðari en skoðanir fólks almennt virðast vera um þetta uppátæki.


Andri Snæbjörnsson (meðlimur í Vantrú) - 12/06/08 10:28 #

Til þess að fólk virði þig þá þarftu að öðlast virðingu fyrst. Eitt af þeim viðmiðum sem ég nýti mér hvað mest til þess að átta mig á hverja ég virði og hverja ekki er hvort þeir hafa húmor fyrir sjálfum sér.


FellowRanger - 12/06/08 19:49 #

Þetta var að mínu mati tær snilld og ekkert annað. Öll prestþjóðin saman komin í sínum kjánalegu kjólum, og svo svarthöfði í alsvalasta dressinu.

Ég elska góðan húmor.


Kjartan Hallur - 12/06/08 21:05 #

Kolsvartur húmor. Hvort sem Vantrú átti hlut að máli eða ekki þá verð ég að hrósa viðkomandi fyrir drepfyndinn gjörning. Takk.


Jón Eiríksson - 13/06/08 01:19 #

Þetta var algjör snilld að sjá Svarhöfða á eftir röðinni af prestum, sem voru allir úppáklæddir í hempur sem eru ekkert annað en tízkuklæðnaður frá 16. öld að mér skillst. Hann bar af og vonandi var "mátturinn" með þeim öllum.


G - 16/06/08 23:54 #

Þvíklik óvirðing.. hvað er að?

GETIÐI EKKI LÁTIÐ KRISTIÐ FÓLK Í FRIÐI..HVAÐ ER SVONA ERFITT VIÐ ÞAÐ.. AÐ VERA BARA Á YKKAR VEGUM OG HÆTTA AÐ SKIPTA YKKUR AF ÖÐRUM!! AFHVERJU ÞYKJISTI ALLTAF VITa HVAÐ ER ÖLLUM FYRIR BESTU.

Hvað vitiði um hvað fólk sér..heyrir..upplifir..?


Haukur Ísleifsson (meðlimur í Vantrú) - 17/06/08 03:42 #

Við myndum ekki skipta okkur af þessu ef þetta væri ekki á vegum þess opinbera. Frjáls félagasamtök mega gera það sem þeim sýnist en þegar okkar skattpeningar fara í svona rugl þá höfum við allan rétt til að mótmæla því.


Arnold Björnsson - 17/06/08 11:06 #

G, mikið væri gaman ef þið kristnu gætuð séð þetta fá fleirri sjónarhornum en ykkar. Kristið fólk getur nefnilega ekki látið annað fólk í friði með sínar lífsskoðanir. Þið teljið ykkur hafa fullan rétt á að troða ykkar viðhorfum upp á aðra. Viljið fara að vilja leiðtoga ykkar og gera alla að lærisveinum. Það er þungamiðjan í kristinni kirkju og megin markmið.Kristnir bera ekki virðingu fyrir lífsskoðunum annara. Æðsti maður ríkiskirkjunnar notar hvert tækifæri til að fordæma og níða þá sem ekki vilja vera með í költinu. Og svo verðið þið brjáluð þegar þið verðið fyrir gagnrýni. Þessi gjörningur er ein birtingarmynd af þeim viðbrögðum sem kikjan verður vör við vegna sinnar áralöngu kúgunar og ofríkis. Fók sem beitt er misrétti lætur í sér heyra með einum eða öðrum hætti.


G - 21/06/08 00:28 #

[athugasemd færð á spjallið]

Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.

Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.










Muna þig?