Ríkiskirkjan er ákaflega fjölskylduvænn vinnustaður, ef þú ert í réttu fjölskyldunni. Þess nýtur tengdasonur biskups biskupssonar nú í Lundúnum. Til að koma honum að var gengið fram hjá öðrum umsækjendum og einn þeirra höfðaði mál gegn kirkjunni á þeim grundvelli að hann hefði verið a.m.k. jafnhæfur til starfsins og tengdasonurinn og þar að auki væri hann ekki með kynfæri karla (þ.e.a.s. umræddur umsækjandi). Málið vannst auðvitað á þeim forsendum í héraðsdómi og hæstarétti.
Nú hefur þessi utanfjölskyldukvenprestur stefnt kirkjunni og vill 42 milljónir í skaðabætur. Þar sem Þjóðkirkjan fær aðeins fjögur þúsund milljónir á ári af almannafé var hún treg til að láta undan slíkri kröfu og þverneitaði. Hún neitaði meira að segja að veita utanfjölskylduprestinum upplýsingar um hvað tengdasonurinn góði fengi í vasann, beint og óbeint.
En af hverju er prestur að biðja um peninga þegar haft er eftir Kristi:
Hafið ekki hugann við, hvað þér eigið að eta og hvað drekka, og kvíðið engu. Allt þetta stunda heiðingjar heimsins, en faðir yðar veit, að þér þarfnist þessa. Leitið heldur ríkis hans, og þá mun allt þetta veitast yður að auki.
Seljið eigur yðar og gefið ölmusu, fáið yður pyngjur, er fyrnast ekki, fjársjóð á himnum, er þrýtur ekki, þar sem þjófur fær eigi í nánd komist né mölur spillt. Því hvar sem fjársjóður yðar er, þar mun og hjarta yðar vera.
Ástæðan er sú að auðvitað eiga ofantalin orð Krists ekki við presta . En utanfjölskyldukvenpresturinn hefur kannski haldið að kirkjan tæki eitthvað mark á þessum orðum Krists:
Ef réttlæti yðar ber ekki af réttlæti fræðimanna og farísea, komist þér aldrei í himnaríki. Og vilji einhver þreyta lög við þig og hafa af þér kyrtil þinn, gef honum eftir yfirhöfnina líka. Og neyði einhver þig með sér eina mílu, þá far með honum tvær. Gef þeim, sem biður þig, og snú ekki baki við þeim, sem vill fá lán hjá þér.
Þegar þú ferð með andstæðingi þinum fyrir yfirvald þá kostaðu kapps um það á leiðinni að ná sáttum við hann, til þess að hann dragi þig ekki fyrir dómarann, dómarinn afhendi þig böðlinum, og böðullinn varpi þér í fangelsi. Ég segi þér, eigi munt þú komast út þaðan, fyrr en þú hefur borgað síðasta eyri.
En auðvitað eiga ofantalin orð Krists ekki við yfirstjórn kirkjunnar. Orð Krists á ekki að taka bókstaflega, slíkt væri öfgafullt ofstæki. Auðvitað þurfa háskólagengnir guðfræðingar að lesa þau í samhengi og túlka inn í aðstæður hverju sinni. Þeir segja okkur vonandi líka hvað þessi orð þýða:
Varist súrdeig farísea, sem er hræsnin. Ekkert er hulið, sem eigi verður opinbert, né leynt, er eigi verður kunnugt. Því mun allt það, sem þér hafið talað í myrkri, heyrast í birtu, og það, sem þér hafið hvíslað í herbergjum, mun kunngjört á þökum uppi og birt á netinu.
Ha ha ha! Mjög athyglisvert, sérstaklega það síðasta. Og það verður öruglega fróðlegt að fylgjast með framvindu þessa máls.
Eftirfarandi er tekið úr 1. Kor 6:1-8
Getur nokkur yðar, sem hefur sök móti öðrum, fengið af sér að leggja málið undir dóm heiðinna manna, en ekki hinna heilögu? 2Eða vitið þér ekki, að hinir heilögu eiga að dæma heiminn? Og ef þér eigið að dæma heiminn, eruð þér þá óverðugir að dæma í hinum minnstu málum? 3Vitið þér eigi, að vér eigum að dæma engla? Hvað þá heldur tímanleg efni! 4Þegar þér eigið að dæma um tímanleg efni, þá kveðjið þér að dómurum menn, sem að engu eru hafðir í söfnuðinum. 5Ég segi það yður til blygðunar. Er þá enginn vitur til á meðal yðar, sem skorið geti úr málum milli bræðra? 6Í stað þess á bróðir í máli við bróður og það fyrir vantrúuðum!
7Annars er það nú yfirleitt galli á yður, að þér eigið í málaferlum hver við annan. Hví líðið þér ekki heldur órétt? Hví látið þér ekki heldur hafa af yður? 8Í stað þess hafið þér rangsleitni í frammi og hafið af öðrum og það af bræðrum!
Sindri, gætiru postað þessu í Íslensku, Færeyskan hjá mér er orðin einhvað slöpp.
Takk, Sindri. Það eru greinilega fleiri en Haukur sem eiga erfitt með að skilja þetta :) Þeir heilögu (kristnu) eiga að dæma heiminn og ættu því að geta skorið úr einföldum þrætum. Þarna stendur skýrum stöfum að sá á að vægja sem vitið hefur meira, jafnvel þótt það þýði að hann þoli órétt eða láti hafa af sér.
Hvorki yfirstjórn kirkjunnar né kvenpresturinn tekur það til sín. Ritningin er greinilega ekki í hávegum höfð þegar á reynir.
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.
Aðalbjörn Leifsson - 08/06/08 15:17 #
Núna verð ég að segja ykkur það að ég er sammála ykkur. Þetta er græðgi og fíkn í peninga. Hefur ekkert með Guð eða Krist að gera. Miklu betra væri að láta ykkur hafa þessa peninga heldur en þessa konu.