Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Þýsk stjórnvöld hafna ráðgjöf íslensks alþingismanns

Íslenskur alþingismaður sem situr í menntamálanefnd var vinsamlegast beðinn að taka poka sinn og yfirgefa menntamálaráðuneytið í Þýskalandi eftir stuttan kynningarfund. Þá hafði þessi ónefndi íslenski alþingismaður reynt að koma vitinu fyrir heimamenn í menntamálum. Lagði hann til að í þýskum grunnskólalögum stæði:

“Starfshættir grunnskóla skulu mótast af umburðarlyndi og kærleika, nasisma, kommúnisma og kristinni arfleifð þýskrar menningar”

Íslenski alþingismaðurinn brást ókvæða við viðbrögðum heimamanna. Þegar hann yfirgaf ráðuneytið í Þýskalandi sagði hann reiður við blaðamenn: “Staðreyndin er aftur móti sú að þjóðverjar eru fæddir inn í nasisma, kommúnisma og kristna menningararfleifð með kostum hennar og göllum. Þjóðverjar geta valið að hafna þessum kenningum en geta ekki valið að vera ekki hluti af þessari menningararfleifð í samfélagi þjóðanna. Allt slíkt er hroki gagnvart sögunni og menningunni.”

Þjóðaverjar hafa hafnað frekari samskiptum við arfleifðarþingmanninn frá Íslandi og frábiðja sér frekari samskipti við hann. Alþingismaðurinn segist vera sármóðgaður yfir óskiljanlegum öfgum Þjóðverja.

Fjölmiðlar hafa reynt að ná tali af þingmanninum en ekki náð neinu af viti.

"Þetta setur bara pottlok á þessar öfgaskoðanir, ef grunnskólarnir í Þýskalandi mótast ekki af þessari arfleifð verður allt vaðandi af þjóðarmorðingjum og öðru öfgafólki." stendur meðal annars í yfirlýsingu þingmannsins sem hann sendi til fjölmiðla stuttu eftir heimkomuna.

Skiljanlega áttu fjölmiðlar ekki orð yfir orðhengilshroðanum sem einkenndi lesturinn.

Yfirlýsingu þingmanns er hægt að nálgast í heild sinni hér.

Ritstjórn 31.05.2008
Flokkað undir: ( Grín )

Viðbrögð


Gunnar J Briem - 31/05/08 12:00 #

Hafið þið skoðað lög um þingsköp Alþingis? Mér finnst 1. mgr. 8. gr. furðulega hol. Þar er bara talað um að störf þingsins skuli vera í samræmi við stjórnarskrá, þingsköp og önnur lög. Það vantar alveg tilvísun til lýðræðislegrar arfleifðar grískrar menningar. Höfundar þingskaparlaga virðast hafa látið undan kröfum öfgafullra andlýðræðissinna.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.