Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Guð er gallaður

Kristnir menn virðast skiptast í tvo hópa varðandi þróun mannsins: annars vegar sköpunarsinna sem neita að sætta sig við hana og hins vegar þá sem sætta sig við þróun og reyna að samræma trú sína við þá staðreynd með því að segja að guð hafi einfaldlega notað þróun til þess að skapa manninn. Því miður eru báðar afstöðurnar stórgallaðar.

Sköpunarsinnarnir eru auðvitað fljótafgreiddir, trú þeirra stangast á við staðreyndir. En það er ekki að ástæðulausu að þeir vilja alls ekki sætta sig við þróun. Þeir benda réttilega á að sá guð sem notar þróun til þess að skapa manninn er illur.

Þróun samanstendur nefnilega af tveimur þáttum, handahófskenndum stökkbreytingum og náttúruvali síar út þær stökkbreytingar sem gera lífveruna hæfari. Þar sem stökkbreytingarnar eru handahófskenndar, þá valda þær stundum skaða. Þetta kallast erfðagallar. Erfðagallar eru afleiðing þróunar.

Harlequin ichthyosis
Teikning af barni með harlequin ichthyosis.

Ef guð notaði þróun til þess að búa til okkur, þá ætti hann að geta sagt sér að sum börn myndu fá gallað ABCA12-gen. Þetta gen tengist húðinni og ef það virkar ekki, þá þjást börnin af harlequin ichthyosis, sem væri hægt að þýða sem fiskahirðfífls-erfðagalli. Sjúkdómurinn heitir þessu nafni því húð barnanna verður að stórum, tígullaga og hörðum hreisturflögu. „Húðin“ er því ekki sveigjanleg þess vegna myndast skurðir þar sem hún ætti að svigna. Þessum skurðum fylgir mikil hætta á banvænum sýkingum. Barnið á í erfiðleikum með að hreyfa útlimina og þeir eru nánast alltaf afmyndaðir við fæðingu. Barnið á erfitt með að anda þar sem „húðin“ hindrar brjóstkassann til þess að þenjast út. Eyrun, munnurinn og augnlokin eru einnig gjarnan afmynduð. „Húðin“ hindrar einnig eðlilega hitalosun og barnið getur því gjarnan ofhitnað. Loks getur barnið ofþornað vegna þess að „húðin“ heldur ekki vel í sér vökva. Þeir sem eru alls ekki viðkvæmir geta séð myndir af börnum sem fæðast með þennan fæðingargalla með því að leita að myndum á netinu undir heitinu harlequin eða harlequin ichthyosis.

Þessi erfðagalli er fylgifiskur þróunar. Sköpunarsinnar og við trúleysingjar hljótum að spyrja þá trúmenn sem samþykkja þróun að því hvers vegna algóði guðinn þeirra noti aðferð sem felur í sér ólýsanlegar þjáningar nýfæddra saklausra barna.

Það er ekki til neitt svar við þessari spurningu, enda er ekki hægt að réttlæta svona þjáningar. Báðir hópar trúmannanna hafa rangt fyrir sér, guð er einfaldlega ekki til. Ef maður gerir ekki ráð fyrir algóðum skapara þá er ekkert undarlegt við það að börn fæðist með hræðilega fæðingargalla. Ef maður gerir hins vegar ráð fyrir algóðum skapara, þá þarf maður annað hvort að afneita vísindalegum staðreyndum eða reyna að sannfæra sjálfan sig um að algóður og almáttugur guð vilji kvelja börn.

Hjalti Rúnar Ómarsson 28.04.2008
Flokkað undir: ( Rökin gegn guði )

Viðbrögð


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 28/04/08 13:24 #

Myndir af þessu eru vægast sagt skelfilegar. Vegir guðs eru órannsakanlegir, segja men gjarnan þegar öllum má ljóst vera að það er ekki heil brú í guðshugmynd kristinna.

Kristnir dásama "kraftaverkið" þegar barn fæðist en þegar það fæðist svona eiga þeir engin svör.

Er guð að refsa foreldrunum? Ef svona "kraftaverk" er ekki vísbending um illsku guðs hlýtur þetta að vera afleiðing þess að guði þóknaðist ekki að sýna mildi sína, eða að sá illi (sköpunarverk og skósveinn þessa guðs) fékk að ráða. Almáttugur guð gæti þó haft betur... en kýs að gera það ekki einhverra hluta vegna.

Kannski voru foreldrarnir og barnið svo óskaplega fyrirlitleg að þau áttu þetta skilið. Eða kannski voru foreldrarnir guði svo þóknanlegir að hann gerði sér það að leik að leggja þetta á þá, samanber söguna af Job. Guð lagði blessun sína yfir að Satan (spjallfélagi hans) dræpi börn Jobs og steypti Job út í kaunum, til að sanna að Job væri áfram auðmjúkur "algóðum" guði. En hvers áttu börn Jobs að gjalda eða þessi ógæfusömu börn, sem flest lifa aðeins skamma hríð? Jú, auðvitað eru þau sek um að Eva fékk sér epli, ekki þýðir að þræta fyrir það.


gimbi - 28/04/08 15:09 #

Ósköp er þetta dapurt. Nálgast að vera sama tilfinningaklámið og Jens Guð státar af.

Þér nægir Hjalti, að benda á eitt tilvik þar sem barni sárnar til að halda þessari rökfærslu við. Því hvaða Guð gæti verið svo vondur?

En hvernig Guð væri það sem stuðlaði að því að allir væru alltaf happí? Jú, hann hlyti að vera mekanískur, ekki satt?

En segðu mér Hjalti, þegar þú horfir útí stjörnbjarta nóttina og dáist að veröldinni, hefur þú áhyggjur af því að svo vondur Guð gæti verið að möndla með hamingju þína? Eða hefur þú bara áhyggjur fyrir hönd Jésúhopparanna?


Matti (meðlimur í Vantrú) - 28/04/08 15:23 #

En hvernig Guð væri það sem stuðlaði að því að allir væru alltaf happí? Jú, hann hlyti að vera mekanískur, ekki satt?

Væri það ekki einfaldlega góður gvuð?


gimbi - 28/04/08 15:30 #

Jú Matti, að því gefnu að sá sem gerir alla alltaf happí er góður.


gimbi - 28/04/08 15:35 #

...en má draga þá alyktun að ofangreindu að sá sem gerir ekki alla alltaf happí, sé vondur?


Hjalti Rúnar Ómarsson (meðlimur í Vantrú) - 28/04/08 15:38 #

Það má draga þá ályktun að sá sem kvelur nýfædd börn er vondur.


gimbi - 28/04/08 15:40 #

Þannig að ef enginn börn væru kvalin, þá gætir þú mögulega samþykkt tilvist góðs guðs?

En ef þau fá kvef, er það í lagi?


Ásgeir (meðlimur í Vantrú) - 28/04/08 15:40 #

Segðu það við börnin sem fæðast með þennan fæðingargalla, gimbi, að það geti nú ekki allir verið „happí“ alltaf.


gimbi - 28/04/08 15:47 #

Ég þarf ekki að segja eitt né neitt.

Hér er verið að halda fram þeirri hugmynd að vegna þjáninga manna (og barna) þá geti ekki verið til guð. Má ræða það?

Segðu þeim það sjálfur, því þú mátt vita jafn vel og ég, að það geta ekki allir verið alltaf happí.

Undirliggjandi forsenda Hjalta er auðsæ: "Þá og því aðeins að allir séu alltaf happí,er hægt að tala um góðan guð."

Sá er þá mekanískur, ekki satt Hjalti?


Hjalti Rúnar Ómarsson (meðlimur í Vantrú) - 28/04/08 15:47 #

Ef ég mætti ráða þá væri kvef ekki til. En ég held að fæðingargallar eins og sá sem ég bendi á í greininni benda til þess að algóður skapari sé augljóslega ekki til.

Eða segðu okkur gimbi, ef þú værir guð, hvort myndir þú skapa manneskjur með aðferð sem:

a. lætur sum börn fæðast með þennan hræðilega erfðagalla
b. gerir það ekki

Hvort myndir þú velja?


Hjalti Rúnar Ómarsson (meðlimur í Vantrú) - 28/04/08 15:52 #

Segðu það við börnin sem fæðast með þennan fæðingargalla, gimbi, að það geti nú ekki allir verið „happí“ alltaf.

Nákvæmlega Ásgeir. Kosturinn við það að koma með svona ýkt dæmi eins og harlequin ichthyosis er sá að afsakanir eins og "hann getur ekki látið alla vera alltaf happí" verða afskaplega innantómar þegar maður veltir þannig dæmum fyrir sér.


gimbi - 28/04/08 16:07 #

Hjalti skrifar:"a. lætur sum börn fæðast með þennan hræðilega erfðagalla b. gerir það ekki

Hvort myndir þú velja?"

Og ég skal svara þér. Þjáning er afstæð. Sum þjáning er skelfilegri en orð fá lýst. Ég hef t.d. upplifað slíka þjáningu. Orð eru hjóm eitt miðað við hana. Þrefaldur morfínskammtur sló soldið á hana.

Ég sé að í færslum þínum hér að þér er þetta ofarlega í huga. Hugmyndin um hið illa. Ekki satt? Var það ekki Ágústínus sem sagði að það væri fjarvera hins góða?

En afstæði hins illa knýr okkur eiginlega til að hafna kerfisbundið öllu sem illt má teljast. Kvef er þar innifalið. Og trúðsfiska - heilkenni.

Það væri auðvelt fyrir mig að segja sem svo: "Sem guð væru allir lausir við allt illt hjá mér, og helst alltaf happí"

En þá væri ég ekki algóður. Því hvernig má þekkja hið góða nema fyrir tilvist hins illa. Og aukinheldur bundinn af því að ekkert illt mætti henda. M.ö.o. mekanískur.


Hjalti Rúnar Ómarsson (meðlimur í Vantrú) - 28/04/08 16:14 #

Og ég skal svara þér

Sagði gimbi, en svaraði ekki.


gimbi - 28/04/08 16:17 #

Jæja, fyrst þú tekur allt svona bókstaflega, þá skal ég stafa þetta ofan í þig.

Til þess að verða ekki mekanískur guð, þá myndi ég búa svo um hnútana að allt sem kæmi fyrir aðrar verur, kæmi einnig fyrir mig. Börnin væru því ég.

Svarar þetta þér?


Lárus Viðar (meðlimur í Vantrú) - 28/04/08 16:22 #

Herra gimbi, bölsvandinn útilokar ekki sjálfkrafa tilvist guðs/guða. Hann útilokar þó algjörlega tilvist almáttugs/alviturs/algóðs guðs.


Hjalti Rúnar Ómarsson (meðlimur í Vantrú) - 28/04/08 16:23 #

Nei.

Ef þú værir guð og værir að fara að skapa manninn. Hvort myndir þú nota aðferð sem:

a. lætur sum börn fæðast með þennan hræðilega erfðagalla
b. gerir það ekki

Þetta er einföld spurning og þú ættir að geta komið með einfalt svar, ekki eitthvað óskiljanlegt tal um að ef þú værir guð að þá væru börnin þú.


frelsarinn@gmail.com (meðlimur í Vantrú) - 28/04/08 16:25 #

Gimbli er einn af þessum heiðursmönnum sem halda að gvuð (Yahweh-Jesú-heilagur andi) og satan séu sífellt að krukka í sæðisfrumum og eggjum alla daga. Þessi meintu ofurhetjur virðast halda þannig nákvæmt bókhald yfir frjósemi kvenna og fylgjast svo með hvort að einhver sæðisfruma nálgast eggið. Þá fer heilagur andi og satan að kljást við gen barnsins. Nú hafa ávaxtaflugur líka fæðst með genagalla, er það verk djöfsa? Það er stór gvuðfræðilegspurning.


Ásgeir (meðlimur í Vantrú) - 28/04/08 16:42 #

Hér er verið að halda fram þeirri hugmynd að vegna þjáninga manna (og barna) þá geti ekki verið til guð. Má ræða það? Segðu þeim það sjálfur, því þú mátt vita jafn vel og ég, að það geta ekki allir verið alltaf happí.

Nei, hér er verið að ræða þá hugmynd að vegna þjáninga manna geti ekki verið til algóður Guð. Og já, það má ræða það. Og það er það sem við erum að gera.

Þú hins vegar byrjar að blanda þessum þjáningum (miklum og óþörfum þjáningum, í þessu tilfelli) saman við það hvort að Guð eigi að sjá til þess að allir eigi að vera „happí“ alltaf. Þetta eru tveir mismunandi hlutir, og það var það sem ég var að reyna að benda á með innlegginu mínu.

En hvernig Guð væri það sem stuðlaði að því að allir væru alltaf happí? Jú, hann hlyti að vera mekanískur, ekki satt?

Nei, það er einfaldlega ekki rétt. Til dæmis hefði Guð allt eins getað skapað heiminn þannig að erfðagallar eins og þeir sem Hjalti var að tala um myndu ekki eiga sér stað. Hvers vegna gerði hann það ekki? Er það af því að hann er ekki almáttugur? Er það af því að hann er ekki algóður? Veit hann kannski ekki af þessu? Eða, er hann bara ekki til?


gimbi - 28/04/08 17:43 #

Það er aldeilis sammenkomst! Og bara frelsarinn sjálfur í öllu sínu veldi. Þið verða að virða mér það til vorkunnar ef ég get ekki svarað öllum, því enginn má við margnum.

En Hjalti fyrst. Hann skrifar:"Þetta er einföld spurning og þú ættir að geta komið með einfalt svar, ekki eitthvað óskiljanlegt tal um að ef þú værir guð að þá væru börnin þú."

Nu er ég í tvígang búinn að svara þér. Þú ættir kannski að hugsa um svar mitt. Ef þér líkar það ekki enn, þá geri ég ráð fyrir að það samrýmist ekki fyrirframgefnu svari þínu. Viltu ekki bara létta mér sporin og uppljóstra því ágæta svari? Eða tala við sjálfan þig.

Háæruverðugi herra Lárus, sem skrifar: "bölsvandinn útilokar ekki sjálfkrafa tilvist guðs/guða. Hann útilokar þó algjörlega tilvist almáttugs/alviturs/algóðs guðs."

Ég var búinn að segja að slíkur guð væri mekanískur. Mekanískur guð er bjánaguð.

Þá er það frelsarinn: Og þú ert bjáni.

Og að lokum Ásgeir:

Nú, var það svo? Þannig að Hjalti gerir ráð fyrir að góður guð sé mögulega til, bara ekki algóður?

Ef þú vilt taka að þér að afmarka umræðuna með þessu undarlega móti, þá getið þið bara rætt þetta sjálfir ykkar á milli. Ég mæli með neðra spallborðinu. Þar kemst enginn nema innvígður inn. Þið vitið þetta allt hvort eð er. Það liggur í efninu.


Ásgeir (meðlimur í Vantrú) - 28/04/08 17:58 #

Æ, hvernig datt mér í hug að reyna að tala við þig.


gimbi - 28/04/08 18:14 #

...það var að vonum. Væntanlega fæ ég næst athugasemd um að halda mig við efni pistilsins.

Og kannski aðra persónulýsingu frá frelsaranum?


Ásgeir (meðlimur í Vantrú) - 28/04/08 18:18 #

Og þér dettur ekki í hug að þetta geti verið vegna þess hvernig þú ert?


gimbi - 28/04/08 18:27 #

Hér hef ég verið kurteisin uppmáluð. Það getur hver sem er lesið.

Allt þar til ég fæ yfirhalningar eins og að vera ávarpaður "herra" yfir í áráttukenda og heimskulega lýsingu frelsarans. Þetta getur þú líka lesið.


Hafþór Örn - 28/04/08 19:28 #

Gimbi, varst það ekki þú sem sagðir að Frelsarinn væri bjáni?

Góð grein, viðbjóður þessi sjúkdómur. Eftir lestur á greininni þá sá ég fyrir mér tvo feður. Báðir eru að taka á móti nýfæddum börnum sínum.

Annar þeirra eignast heilbrigt barn, spennir greipar og segir "ó þökk sé algóðum guði vorum fyrir þetta heilbrigða barn, Halelúja".

Hinn eignast barn með þennan sjúkdóm, hvað segir hann?


Matti (meðlimur í Vantrú) - 28/04/08 19:31 #

Hér hef ég verið kurteisin uppmáluð. Það getur hver sem er lesið.

Hefur einhver haldið öðru fram? Nei, hér er sett út á þessa undarlegu tilraun þín til að snúa út úr umræðunni og leiða hana út í buskann.

Í greininni er verið að skoða tiltekna almenna hugmynd um hinn kristna Gvuð. Það er rétt sem bent er á í greininni að sú hugmynd passar ekki við ýmsar þjáningar og hörmungar.

Þvaður um mekanískan gvuð er út í hött og í raun afskaplega barnaleg. Hér er ekki verið að setja þessum tiltekna vel þekkta gvuði nokkrar skorður, hann getur alveg kosið að koma ekki í veg fyrir tilgangslausar hörmungar - hann gerir það ekki. Því stenst hugmyndin um þennan gvuð, algóðan, alvitran og almáttugan að sjálfsögðu ekki.

Þetta er ekki ný umræðuna, hún er ekkert sérstaklega frumleg og alls ekki flókin. Það er því furðulegt að fylgjast með þér mistúlka hana frá byrjun til enda.


Haukur Ísleifsson (meðlimur í Vantrú) - 28/04/08 19:32 #

Það vantaði samt aðeins upp á mannasiðina þína. En án þess að vilja niðra þig eða þína persónu þá er vert að benda á það að þú ert (viljandi) að flækja einfallt mál. Það er "Guð" er al-máttugur/vitur/góður það er hann vill og getur komið í veg fyrir alla illsku. Illska er til og þess vegna gengur ekki upp þessi hugmynd um al-máttugann/vitrann/góðann guð. Það er ekki flóknara en það. Þú getur ennþá trúað á almáttugann, alvitrann og nokkuð góðann Guð.


Haukur Ísleifsson (meðlimur í Vantrú) - 28/04/08 19:34 #

Sorrí matt. Hehe :(


gimbi - 28/04/08 19:46 #

Hafþór, lestu það sem frelsarinn sagði um mig. Fannst þér það ekki bjánalegt? Satan hitt og þetta! He he, ...

Matti skrifar:"... hér er sett út á þessa undarlegu tilraun þín til að snúa út úr umræðunni og leiða hana út í buskann."

Sjá, spádómar rætast!

Var rökfærslan þá bara svona einföld:

Ef guð er algóður, þá eru ekki til þjáningar.

Til eru þjáningar.

Ergó: Algóður guð er ekki til

Var þetta málið? Nú þá hef ég misskilið allt og biðs velvirðingar, því þetta er alveg rétt.

En mætti þá spyrja(alls óskyldrar, ef marka má Matta)þessarar spurningar: Er mögulega til góður guð og svona erfðasjúkdómar? Fer það saman?


Matti (meðlimur í Vantrú) - 28/04/08 19:51 #

Já, þetta er svona einfalt.

Nei, þjáningar sem þessar eru algjörlega á skjön við góðan gvuð - hvernig sem á það er litið.

Vissulega eru til guðfræðingar sem reyna að leysa þessa klemmu - en það hefur aldrei tekist.


Óttar Birgisson - 28/04/08 19:52 #

Þetta er ekki fyrir viðkvæma ! Eftirfarandi eru video af kraftarverkum Guðs (sem fólkið á youtube kallar Alien babys).

http://www.youtube.com/watch?v=VZFcH0srTRU

http://www.youtube.com/watch?v=3I6xuZ86bw8

Þessi sjúkdómur er hræðilegur sama hvaða rök trúmenn nota.


gimbi - 28/04/08 19:54 #

Ja, ég kom hér með lausn, sem enginn nennir einu sinni að pæla í; nefnilega þá að þetta gangi alveg saman ef þú ert sá sami og guð. Eða öllu heldur, að guð sé þú og geri sjálfum sér þetta.

Þá er við engan að sakast, ekki satt?


Hafþór Örn - 28/04/08 20:08 #

Sæll Gimbi.

"Hafþór, lestu það sem frelsarinn sagði um mig. Fannst þér það ekki bjánalegt?"

Má ég kalla þig hálfvita ef mér finnst þú setja hálfvitaleg innleg hér inn? Og get ég, eftir að hafa kallað þig hálfvita, sagst hafa verið kurteisin uppmáluð?

Annars er nú hér heilt spjallborð undir svona röfl.

Eða öllu heldur, að guð sé þú og geri sjálfum sér þetta.

Gimbi: "Eða öllu heldur, að guð sé þú og geri sjálfum sér þetta." Ertu að segja að börnin geri sér þetta sjálf? Mjög áhugavert.


gimbi - 28/04/08 20:58 #

Já þú mátt kalla mig fávita Hafþór. Svo getur þú sagst hafa verið kurteisin uppmáluð fram að því. Það er rétt. Ég vona að þú skiljir þetta.

Þessi skýring mín sem þú kallar röfl, tengist samt efni greinarinnar.

Og þá er það rétt að guð er ég. En það sem er ennþá furðulegra er að hann líka þú. Og þannig (alltso, sem þú) er guð fullviss um að hann sé í raun ekki til.

Það er einnig áhugavert.

En það má svosem henda þessu inná spjallið mín vegna.

Ég stend hins vegar við það að þessi pistill er tilfinningaklám og ekki umræðunni til framdráttar.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 28/04/08 21:42 #

Ég stend hins vegar við það að þessi pistill er tilfinningaklám og ekki umræðunni til framdráttar.

Það er ákveðið sjónarmið sem á rétt á sér.

Restin af því sem þú hefur sagt hér er gagnslaust blaður.


danskurinn - 28/04/08 22:03 #

Það er alveg augljóst að guð Biblíunnar er ekki til. Menn ættu ekki að eyða miklum tíma eða orku í að sanna tilvistarleysi hans. Guð Biblíunnar er illgjarn og smámunasamur þurfalingur eins og höfundar bókarinnar.

Þegar menn ræða um þjáningu er dauði gjarnan hámark þjáningar og einnig hámark óréttlætis og réttlætis. Litið er á dauða sem endalok lífs - sem byrjar því úr engu. Biblíutrú er trúin á dauðann. Frelsari Biblíunnar frelsar menn með dauða sínum. Slík trú er samhljóðandi með efnishyggju sem einnig lítur á dauðann sem lokatakmark allra hluta. En athugið að dauðinn er hluti af lífinu en lífið er ekki hluti af dauðanum. Ef ekkert er til nema líf þá getur dauðinn ekki verið til sem hið óumflýjanlega "ekkert".

Viðhorf til þjáningar eins og Hjalti leggur út af í pistli sínum er kunnuglegt viðhorf sjálfsvorkunnar. Sjálfsvorkun leiðir ekki til neins og er ónothæf sem rök. Lækning við þjáningu eins og getið er í pistlinum væri stórkostlegt góðverk og mikilsháttar vísindaafrek. Hún myndi lyfta þekkingu mannsins á hærra stig en áður. Þannig umbreytist þjáning í þekkingu og þroska sem er einmitt kjarni þróunar.

En það er aðeins í trú manna á dauðann sem þjáningin er tilgangslaus og illgörn. Í slíkum söfnuðum skiptast menn á að segja: "vegir hinnar blindu hendingar eru órannsakanlegir" og "vegir guðs eru órannsakanlegir". Þaðan sem ég horfi er enginn munur á þessu tvennu.


gimbi - 28/04/08 22:28 #

[ athugasemd færð á spjallið ]


Matti (meðlimur í Vantrú) - 28/04/08 23:00 #

Athugasemd Óttars hér fyrir ofan lenti í spamfilter og fór því ekki inn fyrr en nú.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 28/04/08 23:53 #

Ég stend hins vegar við það að þessi pistill er tilfinningaklám og ekki umræðunni til framdráttar.

Tilfinningaklám? Af hverju segirðu það? Hjalti er ég einfaldlega að varpa fram erfiðri guðfræðilegri spurningu. Dæmið sem hann tekur er að sönnu dramatískt, en er það ekki einfaldlega bara kjörið til að koma spurningunni almennilega til skila?

Ef hann hefði t.d. notað Downs-heilkenni væri mun auðveldara að stinga upp á því að með slíku væri guð að láta reyna á mannkosti okkar hinna, enda þjást slíkir einstaklingar yfirleitt ekki og almennt vel er farið með þá í samfélagi okkar, líkt og heimilisketti. Dæmið verður því að vera drastískara og tilgangslausari guðleg gjörð.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 29/04/08 00:08 #

En það er aðeins í trú manna á dauðann sem þjáningin er tilgangslaus og illgörn. Í slíkum söfnuðum skiptast menn á að segja: "vegir hinnar blindu hendingar eru órannsakanlegir" og "vegir guðs eru órannsakanlegir". Þaðan sem ég horfi er enginn munur á þessu tvennu.

En vegir hinnar blindu hendingar eru einmitt rannsakanlegir. Og þeir eru rannsakaðir til þess einmitt að finna út hvernig koma megi með mótleik og draga úr þjáningum og eymd.

Sérðu ekki mun á þessu tvennu?


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 29/04/08 00:14 #

Hérna, danskur, þetta er dæmi um það sem ég er að tala um. Hverju myndu trúmenn svara vangaveltunni um nikótínfíkn, þjáningar og dauða af völdum hennar? Og hvað myndu þeir gera í málinu?


Lárus Viðar (meðlimur í Vantrú) - 29/04/08 04:23 #

Háæruverðugi herra Lárus, sem skrifar: "bölsvandinn útilokar ekki sjálfkrafa tilvist guðs/guða. Hann útilokar þó algjörlega tilvist almáttugs/alviturs/algóðs guðs."

Ég var búinn að segja að slíkur guð væri mekanískur. Mekanískur guð er bjánaguð.

Afhverju, vegna þess að hann hefur ekki frjálsan vilja? Verður þessi guð semsagt að gera illt af og til svo að hann lendi ekki í leiðinlegri rútínu?

Þetta er ekkert svar hjá gimba. Auðvitað væri þessi guð, ef hann væri til, rökréttur og ekki með neina stæla að óþörfu.

Ég veit ekki hvort það sé eitthvað afbrigði af algyðistrú að segja guð vera alla menn. Fyrir mér er þetta einhver leikur að orðum sem hljómar kannski vel fyrir suma en hefur ekkert innihald þegar nánar er að gáð. Vildi guð semsagt fæðast einstöku sinnum með þessa erfðagalla til að pynta sjálfan sig??? Flottur guð.


Helgi Briem (meðlimur í Vantrú) - 29/04/08 09:05 #

Það eru 4 möguleikar í stöðunni.

1) Góður guð sem lætur sér annt um þá sem á hann trúa. 2) Vondur guð sem refsar þeim sem honum sýnist. 3) Guð sem gerir ekkert og er sama um allt. 4) Guð er ekki til.

Tilgátu 1 er auðvelt að afsanna og það hefur verið marggert. Fjöldi tilrauna hafa sýnt fram á að bænir virka ekki, trúaðir þjást ekkert minna en trúlausir og sjúkdómar og náttúruhamfarir ganga jafnt yfir alla.

Tilgáta 2 er í raun andhverfan á tilgátu 1 og er jafn auðhrakin. Ranglátir lifa góðu lífi, mafíósar, einræðisherrar og kaþólskir prestar fara sínu fram og ef þeir hljóta refsingu er hún af mannavöldum en ekki af völdum guðs.

Tilgátu 3 er erfitt að hrekja. Guð sem gerir ekkert og hefur engar skoðanir er uppáhald deista og þokuguðfræðinga nútímans vegna þess að hann stenst alla vitræna rýni og skoðun. Hins vegar er óljóst á hvern hátt slíkur guð er frábrugðinn þeim fjórða sem er ekki til.

Eftir stendur guð sem er ekki til. Hann er í fötum, en það er ekkert í fötunum.


jogus (meðlimur í Vantrú) - 29/04/08 10:01 #

Þarna sá ég alveg hann Frímann Gunnarson úr Sigtinu fyrir mér.

"Ha-ha-ha, best að prófa að vera með harlequin ichthyosis! Úúú.. þetta er pínu óþægilegt, best að hætta að hafa banvænan erfðagalla rétt meðan ég skrepp og fæ mér kaffi.. sko mig, ég þjáist alveg eins og fólkið.. ha-ha-ha.. ég er al-góður.. ú hvað ég er góður.."


danskurinn - 29/04/08 10:28 #

Birgir skrifar: "En vegir hinnar blindu hendingar eru einmitt rannsakanlegir. Og þeir eru rannsakaðir til þess einmitt að finna út hvernig koma megi með mótleik og draga úr þjáningum og eymd. Sérðu ekki mun á þessu tvennu?"

Framvinda þekkingar er víxlverkandi togstreita milli viðurkenndrar visku annars vegar og utangarðsþekkingar hins vegar. Núverandi akademísk þekking var eitt sinn utangarðs en varð svo akademísk. Allt bendir því til þess að sú þekking sem næst verður akademísk muni eiga sér upphaf hjá mönnum sem í dag standa fyrir utan akademíuna. Þannig hefur það alltaf verið, því akademía er í eðli sínu íhaldssöm. Stöðnun er raunverulegt óumflýjanlegt fyrirbæri.

Þroskasaga mannsins er saga um hvernig hann finnur mótleiki til að draga úr þjáningu og eymd. Allir sigrar hans eru þannig sigrar. Eitt sinn var guðstrúin farvegur þekkingar, svo varð hún hindrun. Þannig er það bara.

Ég sé engan mun á þeirri trú að lífið spretti út úr efninu fyrir tilstilli blindrar hendingar eða fyrir tilstilli guðs. Fyrir mig er það til dæmis staðreynd, að ef enginn er til að heyra hljóð að þá er ekkert hljóð. Það er sá sem skynjar sem býr til veruleikann en ekki öfugt.


Helgi Briem (meðlimur í Vantrú) - 29/04/08 11:09 #

Framvinda þekkingar er víxlverkandi togstreita milli viðurkenndrar visku annars vegar og utangarðsþekkingar hins vegar. Núverandi akademísk þekking var eitt sinn utangarðs en varð svo akademísk. Allt bendir því til þess að sú þekking sem næst verður akademísk muni eiga sér upphaf hjá mönnum sem í dag standa fyrir utan akademíuna. Þannig hefur það alltaf verið, því akademía er í eðli sínu íhaldssöm. Stöðnun er raunverulegt óumflýjanlegt fyrirbæri.

Þetta er rómantísk þvæla og þú getur ekki nefnt eitt einasta dæmi þessu til stuðnings, a.m.k. ekki síðan fyrir Upplýsinguna. Einstein komst kannski næst þessu með því að vinna að eðlisfræði í tómstundum framan af æfinni.


danskurinn - 29/04/08 23:28 #

Helgi Briem skrifar: "Þetta er rómantísk þvæla og þú getur ekki nefnt eitt einasta dæmi þessu til stuðnings.."

Listasagan er svona saga. Taktu nærtækt dæmi um pönkið sem verður til utangarðs. Núna er hægt að fara í skóla og læra spila pönk. Hvernig líst þér á það? Það er líka hægt að fara í skóla og læra að spila jazz eða rokk og blús. Sú þekking mun staðna, svo mikið er víst. Sjálfur nefnir þú dæmi um Einstein, en hann er einmitt ágætt dæmi um mann sem akademían hafnaði. Frægasti vísindamaður 20. aldar vann sem skrifstofumaður þegar hann setti fram kenningar sínar. Þar sat hann og góndi á veröldina í kringum sig eins og furðufugl. Enginn hafði kennt honum að gera það.

Sá maður sem hvað mest áhrif hefur haft á okkar kynslóðir er Bill Gates. Hann hætti í háskóla til sinna tölvum sínum. Nú er ég ekki að segja að það hafi verið nauðsynlegt - er aðeins og nefna staðreyndir.

Áhrifamenn voru jafnvel á móti sótthreinsun áhalda á sjúkrahúsum á sínum tíma. Töldu það stappa nærri geðveiki að tala um örverur. Og nú er allt dauðhreinsað.

Ég man líka þegar stærðfræðiprófessor við HÍ skrifaði merka grein í eitthvert fræðarit í upphafi internetvæðingarinnar um að það myndi aldrei takast að senda myndir, liti og hljóð um módem. Menn gætu bara gleymt því. Á sama tíma voru einhverjir hasshausar útí heimi að senda myndir og hljóð um módem. Snjólfur held ég að hann hafi heitið.

En þetta tengist náttúrulega ekki greininni. Þjáning manna er engin sönnun fyrir tilvistarleysi guðs. Það er jafn kjánaleg hugmynd og að halda því fram að gleði manna sé sönnun fyrir tilvist hans.


Helgi Briem (meðlimur í Vantrú) - 30/04/08 08:59 #

Listasagan er svona saga.

List er ekki vísindi. List snýst fyrst og fremst um að gera eitthvað öðruvísi og getur ekki verið rétt eða röng. Vísindi snúast um að lýsa raunveruleikanum. En það er víst ekki við því að búast af póstmódernista að hann viðurkenni hugtök eins og "veruleiki" eða "sannleikur".

Einstein er eina dæmið um vísindamann af þessu tagi sem þú getur nefnt og sagan er þvæla eins og þú segir hana. Hann sat ekkert og góndi út í loftið. Hann vann algerlega innan hins hefðbundna vísindalega ramma þó hann gerði það ekki á háskóla heldur á skrifstofu úti í bæ. Hann las allt sem skrifaði hafði verið um kennilega eðlisfræði á þeim tíma, vissi hvar skóinn kreppti að og setti fram stærðfræðileg líkön sem leystu vandamálin eins og aðrir sem starfa í kennilegum vísindum hafa alltaf gert og gera enn.

Gates, Snjólfur og sótthreinsun koma málinu ekki nokkurn skapaðan hlut við. Gates kom aldrei nálægt vísindum. Hann hætti í skóla og fór að vinna. Hvað er merkilegt við það? Snjólfur vanmat hraða tækniframfara. Hvað er merkilegt við það? Það gerðu allir og kemur það á engan hátt vísindum við. Það voru vísindamenn sem settu fram og sönnuðu örverukenninguna.

Þjáning manna er engin sönnun fyrir tilvistarleysi guðs.

Þjáning manna er afsönnun á hugmyndinni um algóðan guð sem lætur sig hamingju manna einhverju skipta.


danskurinn - 30/04/08 10:00 #

[Umræða um vísindi sem tengist ekki greininni færð á spjallborðið - Hjalti Rúnar]

Helgi Briem skrifar: "Þjáning manna er afsönnun á hugmyndinni um algóðan guð sem lætur sig hamingju manna einhverju skipta."

Það veltur á því hvaða afstöðu þú hefur til lífs og dauða. Myndin sem þú sérð, þaðan sem þú horfir, er háð skynjun þinni meira en raunveruleikanum.


Hjalti Rúnar Ómarsson (meðlimur í Vantrú) - 30/04/08 10:29 #

Það er jafn kjánaleg hugmynd og að halda því fram að gleði manna sé sönnun fyrir tilvist hans.

Gleði manna er væntanlega sönnun á tilvistarleysi alvonds guðs.

En að gimba:

Nu er ég í tvígang búinn að svara þér.

Nei, þú svaraðir ekki spurningunni, heldur fórst að tala um eitthvað allt annað, t.d. að guð væri börnin.


danskurinn - 30/04/08 14:06 #

Hjalti skrifar: " Gleði manna er væntanlega sönnun á tilvistarleysi alvonds guðs."

Einmitt, við erum greinilega sammála um jafngildi þessara sannana. Hvoru tveggja sannar tilvistarleysi ímyndaðs guðs.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.