Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Íslamsvika Vantrúar

Í þessari viku verður bryddað upp á þeirri nýbreytni hér á Vantrú að taka fyrir eitt ákveðið þema og vinna út frá því. Ef vel tekst til þá gæti vel verið að fleiri þemavikur verði haldnar hér í framtíðinni.

Þema þessarar viku verður íslam en þau trúarbrögð hafa verið áberandi í umræðunni undanfarin ár. Koma þar meðal annars til tíðir menningarárekstrar milli íslamskra innflytjenda og þeirra er fyrir sitja, stríðsátök á svæðum múslima og kúgun kvenna í mörgum löndum Múhameðs svo fátt eitt sé talið. Eins og útskýrt er í grein dagsins þá hefur íslam lítið verið til umræðu hér á Vantrú þannig að kannski er tími til kominn að bæta eilítið úr því.

Miðað við þær miklu umræður sem hafa átt sér stað undanfarið um málefnið í netheimum er ljóst að mikill áhugi er fyrir þessum trúarbrögðum og skoðanir þar um skiptar. Við vonum að allar athugasemdir við greinar vikunnar verði málefnalegar og reyndar væri áhugavert að sjá íslenska múslima tjá skoðanir sínar hér.

Íslamsvika Vantrúar er hér með hafin, góða skemmtun.

Ritstjórn 03.02.2008
Flokkað undir: ( Tilkynning , Íslam )

Viðbrögð


óðinsmær - 03/02/08 18:12 #

ég bíð spennt, vona að þið skemmtið mér og fræðið einsog venjulega!


Brynja Dan - 03/02/08 20:06 #

Gott að þessi umræða sé komin á yfirborðið því flestir virðast vera skíthræddir við að tala um þessi mál af ótta við að vera stimplaðir sem rasistar eða fordómafullir einstaklingar. Einnig þegar við tölum um öfgafulla islamstrú og afleiðingar hennar í veröldinni, þá virðist vera að fólk kjósi að hundsa það og segi við sjálft sig : "Ekkert kemur fyrir mig "


Guðsteinn Haukur - 05/02/08 14:27 #

Glæsilegt framtak hjá ykkur, það verður forvitnilegt að fylgjast með úttekt ykkar á öðru trúarbragði en kristni. Það verður fróðlegt að fylgjast með ykkur í þessari þemaviku ykkar.


Abdullah - 28/06/08 00:49 #

Gaman að ykkur. Þið trúið ekki á Guð Krists, en þið trúið því sem ykkar mannlegi þáttur upplýsir ykkur um, og það er fyndið þegar manneskja sem verður að sofa og borða í tíma og rúmi sem skammtað er henni, getur ekki ímyndað sér neinn æðri sjálfum sér. Íslam er ekki trúarbragð heldur viðurkenning á einhverju yfirskilvitlegu sem þarf ekki náttúru til að lifa. Það er ekki bókstafstrú ,heldur eðlileg skynsemi sem gerir ráð fyrir einhverjum manneskjum æðri að getu og afli. Að Þessi elski þig þótt þú girnist aðeins hið góða í náttúrunni, til að verða með sér handan tíma og rúms að eilífu, er kallað metnaður í þessum spillta og fáfróða eigingjarna sjálfsdýrkunarheimi manna sem telja sig sjálfa guði æðri. Sumir vilja leita Hans sem einn er uppspretta þekkingar á mannseðlinu og leita visku ofar sjálfs síns huga. Friður með ykkur.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 28/06/08 02:10 #

Íslam er ekki trúarbragð heldur viðurkenning á einhverju yfirskilvitlegu sem þarf ekki náttúru til að lifa. Það er ekki bókstafstrú ,heldur eðlileg skynsemi sem gerir ráð fyrir einhverjum manneskjum æðri að getu og afli.

Og þá er grænsápan farin að löðra um islamið líka. Það er ágætt, þá kannski þokast þetta út úr miðöldunum hjá ykkur.


Lárus Viðar - 30/06/08 05:41 #

og það er fyndið þegar manneskja sem verður að sofa og borða í tíma og rúmi sem skammtað er henni, getur ekki ímyndað sér neinn æðri sjálfum sér.

Ég get alveg ímyndað mér alls konar vitleysu en það segir ekkert um það hvort að vitleysan sé sönn.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.