Hvað kostar að reka ríkiskirkjuna? Okkur reiknast svo til að það séu um fjórir milljarðar árlega. Já, fjögur þúsund milljónir á hverju ári eða ellefu milljónir á hverjum degi. (Nýlega kom fram í fjölmiðlum að jólasöfnun Hjálparstofnunar kirkjunnar gekk mjög vel og "veltan" var 8 milljónir.)
Venjulegur Íslendingur á sennilega bágt með að átta sig á svona upphæð. Fyrir hana má kaupa 1.600 glænýja bíla (á 2,5 milljónir) eða 200 íbúðir á 20 milljónir (það tæki þrjú ár að kaupa öll hús í Hveragerði).
Gott og vel. Er þetta nokkur ofrausn fyrir andlega leiðsögn og baráttu kirkjunnar fyrir mannréttindum? (Látum vera þótt sóknarbörnin verði að greiða sérstaklega fyrir skírnir, fermingar, giftingar og líkræður prestanna.)
Fjórir milljarðar eru fljótir að myndast (og eyðast) í kauphöllinni. En hvað þarf til að standa undir svona kostnaði? Vegna hækkunar álverðs hefur arðsemi Kárahnjúkavirkjunar nú aukist verulega og reikna menn með að hún verði hvorki meira né minna en 4,2 milljarðar árlega!
Það þarf sem sagt ekki nema eina skitna Kárahnjúkavirkjun til að kosta þetta þjóðþrifafyrirtæki.
Ég held að aðstandendur látinna greiði ekki sérstaklega fyrir líkræður, eða jarðarfarir, bara svo að því sé haldið til haga, hvort prestar fá það greitt eftir öðrum leiðum veit ég ekki.
Annars er Kárahnúkavirkjun ekki gott dæmi, þar sem arðsemin er mjög umdeild. Nú þegar hefur komið fram ábending um hæpnar reikniaðferðir við að fá út þessa auknu arðsemi.
Ætti það ekki að vera í okkar stíl að hafa ákveðnar efasemdir um það sem fullyrt er, a.m.k. á meðan við þekkjum ekki forsendurnar.
Þetta breytir þó ekki kjarna málsins að það er náttúrulega glórulaust að eyða milljörðum í ríkistrú. Held reyndar að víða sé að finna matarholur í fjárlögunum þar sem trú og trúartengd málefni fá sporslur utan þessara tilteknu 4. milljarða.
Gjaldskrá um greiðslur fyrir aukaverk presta þjóðkirkjunnar, nr. 668/2003.
1. gr.
Prestum ber greiðsla fyrir aukaverk frá þeim sem verk er unnið fyrir samkvæmt gjaldskrá þessari.
Greiðslur fyrir aukaverk skal miða við ákveðinn fjölda eininga. Hver eining jafngildir 1/10 hluta gjalds fyrir borgaralega hjónavígslu á hverjum tíma, samkvæmt gildandi lögum um aukatekjur ríkissjóðs. Þó er dóms- og kirkjumálaráðherra heimilt að ákveða aðrar fjárhæðir á grundvelli endurskoðunar, sem og ef forsendur breytast verulega af einhverjum ástæðum á gildistímanum eða ef einhver aukaverk verða felld út úr gjaldskránni.
2. gr.
Greiðslur fyrir eftirtalin aukaverk eru sem hér segir:
Skírn 3.500 kr. Ef skírt er við guðsþjónustu er skírnin ókeypis
Ferming 9.300 kr.
Hjónavígsla 6.500 kr.
Greftrun með ræðu 13.900 kr.
Kistulagning 4.000 kr.
Greftrun án ræðu 5.000 kr.
Fyrir embættisvottorð 650 kr.
Sæll Reyni, Væriru til í að henda inn heimild fyrir kostnaðinum við kirkjuna (4 milljarðar á ári). Væri fróðlegt að sjá þessa sundurliðun.
bestu kveðjur,
Og þarna átti auðvitað að standa Reynir en ekki Reyni. Biðst afsökunar á því.
Skv. fjárlögum 2008 fær Ríkiskirkjan beint 4061 milljón kr. og ef tekið er með Kirkjumálasjóður, Kristnisjóður og Kirkjugarðarnir þá fer upphæðin upp í 5253 milljónir kr.
Greiðslur úr ríkissjóði - 1.391 milljón Jöfnunarsjóður sókna, kirkjumálasjóður og kristnisjóður - 686 milljónir Sóknargjöld - 1.836 milljónir Kirkjugarðar - 787 milljónir
Samtals = 4.700 milljónir
Nánari útlistun er á vef kirkjunnar (pdf)
Já, ég get ekki annað en tekið undir með þessu. Ef kristnir á Íslandi vilja virkilega styrkja sína kirkju þá ættu þeir að þurfa að setja sína eigin peninga í það.
Takk fyrir þetta Frelsari og fyrirgefðu Reynir.
Það sem sennilega er að rugla mig er að hafa ekki reitt fram úr eigin hendi greiðslu fyrir líkræðu og jarðarför. Sennilega hefur útfarastofan séð um þetta, og talan lent inni í þeirri súpu.
Þetta leiðréttist hérmeð. Er það ekki aðall okkar skeptikera að vera ávallt tilbúinn til að leiðrétta þekkingu okkar í samræmi við nýjustu og bestu upplýsingar :-)
Kveðja Árni
Tæpir 5 milljarðar fyrir gaulandi fólk í glitruðum mussum! með logandi kerti á sitt hvora hönd.
Þetta minnir mig á fyrsta skiptið sem ég varð rasandi yfir skakkri sýn ríkiskirkjunnar í siðferðismálum. Það var árið 2000 á kristintökuhátið. Það var veisla sem kostaði þúsund miljónir (gaman væri að framreikna þá upphæð til dagsins í dag) Í staðin fyrir að standa við stóru orðin og gefa féð til mannúðarmála þá var haldin heljarinnar veisla á Þingvöllum. Það fór nú svo að flestöllum landsmönnum blöskraði gersamlega fjármoksturinn í þessa veislu að landsmenn sniðgenggu þessa asnlaegu hátið. Í staðinn fyrir að nota féð sem fór í veisluna til að gefa þurfandi Íslendingum eða í þróunaraðstoð voru sóttir "biskupar norðurlanda" á einkaflugvélum. Gott ef rauðu dreglarnir náuðu barasta ekki alla leið frá Keflavík til Þingvalla. Þetta var hvort í senn grátlegt og hlægilegt.
Það eina góða við þessa miljónaveislu var að þaran var fyrsta vantrúarfræinu sáð í huga minn. Fræ sem síða hefur vaxið og gert lífið mitt fegurra og gefið því inntak.
Ég sé enn fyrir mér biskupinn okkar í sjónvarpinu frá hræsnihátíðinni miklu á Þingvöllum. Hann sagðist ekki harma það svo mjög hve fámenn milljarðahátíðin væri, það væri nefnilega svo mikið "af GÓÐU fólki" á Þingvöllum. Ég fæ enn sama óbragðið í munninn þegar ég rifja upp þetta yfirlætisfulla svar.
Það var árið 2000 á kristintökuhátið. Það var veisla sem kostaði þúsund miljónir (gaman væri að framreikna þá upphæð til dagsins í dag)
Samkvæmt vísitölu neysluverðs er þessi upphæð um 1,4 milljarðar á núvirði.
Á síðu kirkjunnar eru gefnar upp tölur frá 2002 til 2007. Á þessum fimm árum hefur framlag ríkisins til kirkjunnar aukist um 500 milljónir á ári umfram hækkun vísitölu neysluverðs.
Held að þetta sé point sem allflestir Íslendingar geti skilið. Þetta kostar fullt af ÞÍNUM pening.
Í Fréttablaðinu í dag (bls.2) kemur fram að þjóðkirkjan fær tæpar 50 milljónir úr borgarsjóði Reykjavíkur. Það er víða sem bætist við þessa fjóra eða fimm milljarða. Það á til dæmis eftir að reikna inn í þetta embættismannaskóla kirkjunnar - goðafræði Háskóla Íslands - guðfræðina.
Kárahnjúkavirkjun dugar því ekki til að kosta fjáraustur hins opinbera í guð kristinna.
Ef aðeins 160 prestar greiddu tíund af einum mánaðarlaunum sínum til Hjálparstofnunar kirkjunnar samsvaraði það allri jólasöfnuninni. Hvað ætli mikið af "veltunni" fari svo til bágstaddra? Ekki sparaði stofnunin auglýsingarnar, enda gríðarlega gott PR fyrir ríkisskirkjuna. Borgarsjóður eyddi þó rúmlega 50% meira en allri þeirri veltu í Hallgrímskirkjuturn einan.
Hversu stórt er sukkið þegar liðurinn "Ýmislegt" er kominn í 7. 235.500.- ?
Sjömilljónirtvöhundruðþrjátíuogfimmþúsundogfimmhundruð 00/100
Þetta er mesta græðgisvæðing eins trúfélags sem sögur fara af. Ríkiskirkjan veltir á við grófustu græðgissöfnuði í USA. Malar inn fé fyrirhafnarlaust úr vösum almennings frá öllum stjórnsýslustigum til einstaklinga og fyrirtækja, allt í Jesú nafni... Amen.
Það kostar 2,5 milljarða árlega að reka lögregluna á höfðuborgarsvæðinu. Það væri nær að þessu væri öfugt farið, 4-5 milljarðar í lögguna og 2,5 í kirkjuna, ja eða bara 7,5 í lögguna og 0 í kirkjuna :)
Mér sýnist Flugnahöfðinginn vera sérlegur áhugameður um bætta löggæslu! :-) (4-5 milljarðar í skattalækkaun. Kirkjan fær núll, og löggan áfram sitt, eða kannski smá í viðbót, ef ég fengi að ráða)
"Mér sýnist Flugnahöfðinginn vera sérlegur áhugameður um bætta löggæslu! :-)"
Engan sérstakan áhuga, hins vegar vantar peninga í löggæsluna. Berjast gegn fíkniefnavandanum, innbrotunum, ofbeldinu. Við græðum lítið á að verja peningunum í að kosta fólk til að röfla í ræðustólum um hvað ofbeldi sé mikið, dóp og önnur óáran. Betra væri að eyða peningunum í fólk sem gerir eitthvað í málunum,. Hvort það eru 5 milljarðar eða bara einn er ekki aðal atriðið. Bara að það sé það sem þarf. Punkturinn er að við höfum tvær séttir, annars vega atvinnublaðrara sem tala bara um að allt sé að fara til ansk.. og svo stétt sem vinnur við að berjast gegn því sem blaðurskjóðurnar blaðra. Gallinn er að blaðurpakkið fær miklu meiri pening og það er tóm vitleysa. Reyndar ættu blaðrararnir og áhangendur þeirra bara sjálfir að standa straum af þessu endemis bulli sínu.
Auðvitað. Fækka þingmönnum niður í 20, og hafa ráðherrana fjóra. Myndu spara helling af peningum, og þingmennir og ráðherrarnir hefðu ekki eins mikinn tíma til að ráðskast með líf fólks, og ausa yfir okkar óþarfa lagabálkum. Án spaugs þá eru mjög mikið af lögum alþingis eru algerlega óþörf. (skaðabótaréttur var t.d. í ágætis horfi fram til ársins 1993, þó að engin væru skaðabótalögin,og hægt væri að taka ótal fleiri dæmi en það er allt önnur umræða.)
Sammála, mætti draga saman víða í ríkisrekstrinum. Ég held að víða sé illa farið með fé hjá ríkinu. Ég er líka sammál því að hið opinbera eigi að skipta sér eins lítið af fólki og kostur er. Frelsi einstaklinsins er gríðarlega mikilvægt hreyfiafl og uppspretta framfara og nýjunga. Þá komum við aftur að því hvað það er fáránlegt að ríkið skuli eyða 4-5 milljörðum í eitt trúfélag í landi þar sem á víst að ríkja trúfrelsi. Hvers konar trúfrelsi er það. Fyrir utan hvað þetta er svakalega illa farið með fé. Það væri eitthvað sagt ef þessu væri eitt í músavinafélagið :)
Ja, thad maetti alveg nota thessa peninga i rannsoknarstyrki fyrir Haskola landsins. Einhverja peninga tharf rektor haskola Islands ad fa til ad na markmidinu um ad koma haskola islands ad i topp 100 i heiminmum thar sem hann naer ekki einu sinni top 500 eins og er. Rannsoknir kosta peninga og ekki viljum vid ad fyrirtaeki med hagsmun af utkomu theirra seu ad borga reikninginn, fremur ad gefa haskolum fjarmagn til ad stunda hlutlausar rannsoknir....held thad se ekki til betri framtidarfjarfesting fyrir Island
Þarna kom það, það felst einfaldlega góð fjárfesting til framtíðar að gera menntakerfið hér öflugt, en ekki slagorðavænt. Og hvar er betra að byrja að hrifsa nokkra silkipúða undan feitum rössum en hjá ríkiskirkjunni?
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.
Viddi - 28/01/08 09:46 #
Fyrir þennan pening væri hægt að byggja skóla, sjúkrahús, íþróttavelli, tónleikahús, bæta samgönguæðar, hægt væri að nota peningana í báráttu gegn fátækt, bæði innanlands sem utan.
Þetta er svo fáranlega stór kostnaðarliður í bókhaldi ríkisins að ég fatta ekki afhverju svo fáir pólítíkusar vilja ekki útrýma þessu og nýta peningin í sín ástríðumál. Þessi peningur mundi duga langt í að uppfyllga mörg kostningaloforð. En samt er þessu leyft að rotna þarna innan kirkjunnar sem er full fær um að sjá um sig sjálfa.