Við í Vantrú getum tekið undir með fyrrum múslimum og sagt:
...við krefjumst:
Mannréttinda og jafns ríkisborgararéttar öllum til handa. Við erum á móti menningarlegri afstæðishyggju og að ómanneskjulegar trúarsetningar, mismunun og misnotkun sé umborin í því skyni að virða trú eða menningu.
Frelsis til að gagnrýna trúarbrögð. Bann sé lagt við hömlum eða heftingu frelsis til gagnrýni og tjáningar með vísun í það sem öðrum er „heilagt“ vegna trúar þeirra.
Trúfrelsis og trúleysisfrelsis.
Aðskilnaðar ríkis-, laga- og menntakerfis frá trúarbrögðum.
Banns við trúarsiðum, reglum og athöfnum sem samræmast ekki eða brjóta á rétti fólks og frelsi.
Banns á öllum þeim kúgandi siðum í menningu og trúarbrögðum sem hefta eða bæla sjálfstæði kvenna, frjálsan vilja og jafnræði. Að fallið verði frá aðgreiningu kynjanna.
Banns á afskiptum sérhverra yfirvalda, fjölskyldna, ættingja eða opinberra yfirvalda af einkalífi kvenna og karla og persónulegum, tilfinningalegum og kynferðislegum samböndum þeirra eða kynhegðun.
Banns við því að börn séu táldregin og misnotuð í krafti trúarbragða eða trúarstofnana.
Banns við hvers konar fjárhagslegum, efnislegum eða almennum stuðningi ríkis eða ríkisstofnana við trúarbrögð, trúarathafnir eða trúarsöfnuði.
Banns við hvers konar kúgun eða hótunum í nafni trúarbragða.
Tekið héðan
Þetta er tekið af síðu fyrrum múslima en hana má skoða með því að smella á orðið "héðan" undir greininni.
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.
Óskar P. Einarsson - 24/01/08 09:21 #
Jahá, þetta hljómar afar skynsamlega. Hvaðan er þessi upptalning annars fengin?