Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Saga og siðir kirkju

Lúterska þjóðkirkjan er vissulega samofin sögu þjóðarinnar. Hún kom hingað um miðja sextándu öld og ruplaði landið á fáum árum. Meirihluta alls auðs í landinu var rænt úr kaþólskum kirkjum og klaustrum og hann fluttur til Kaupmannahafnar. Lúterska þjóðkirkjan markaði tímamót milli þjóðfrelsis og kúgunar. Hún var stofnuð af þýzkum munki, sem hvatti ekki aðeins til ofsókna gegn þýzkum bændum, heldur beinlínis til þjóðarmorðs. Lúterska þjóðkirkjan er því ekki bara tengd sögu landsins sterkum böndum. Hún hefur frá upphafi líka falið í sér hatrömm viðhorf til siðalögmála. Að hætti Lúters.

Jónas Kristjánsson

Ritstjórn 23.01.2008
Flokkað undir: ( Fleyg orð )

Viðbrögð


Svanur Sigurbjörnsson - 23/01/08 14:17 #

Þetta vissi ég ekki, þ.e. að við siðaskiptin hafi góss úr kirkjum landsins verið flutt til Köben. Samt er það nú þannig að þetta kemur manni ekki á óvart.


Arnar - 23/01/08 15:28 #

Við siðaskiptin færðist eignarhald kirkjunar til konungs. Hann átti sem sagt td. allar jarðir sem kirkjan átti áður. Efast um að íslenska kirkjan hafi verið mjög rík, peningalega séð, en td. voru allar (eða flest allar) kirkjubjöllur teknar niður og bræddar í fallbyssur.


Haukur Ísleifsson - 23/01/08 16:23 #

Góð skipti?


Árni Árnason - 23/01/08 17:04 #

Jón Hreggviðsson tók þátt í að höggva niður íslandsklukkuna á lögréttuhúsinu á Þingvöllum, brjóta hana og koma í Hólmskip til bræðslu í fallstykki til að berjast við þá Svensku. "Allar þær kirkjuklukkur sem páfinn átti fyrrum á kóngurinn nú" Enda þótt þessi klukka hafi ekki verið kirkjuklukka, heldur klukka landsins, hlaut hún sömu örlög.

En annars. Ekki man ég betur en að hafa séð fyrir skömmu einhverja umfjöllun um þónokkrar kirkjujarðir sem enn væru í "eigu" kirkjunnar. Voru það kannski bara einhverjir útkjálkableðlar sem kirkjan afsalaði sér fyrir prestalaun að eilífu ? Hélt kirkjan kannski eftir öllum verðmestu jörðunum ?


gimbi - 23/01/08 21:38 #

Vissulega er Jónas skorinorður maður, en eins og ég hef svo oft áður bent á hér, þá er einföldun oft á kostnað sannmælis.

(ofureinföldun getur jafngilt fölsun).

Það má kannski benda á að Danir áttu í stöðugum erjum eftir siðaskiptin á Íslandi. T.d þessimeiri háttar stríð:

7 ára stríðið, 1563 - 1570.

Kalmar-stríðið, 1611 - 1613

30 ára stríðið, 1618 - 1648

Auðvitað reyndi danski kóngurinn að sækja fé hingað eftir megni. Nema hvað!?

"Hún hefur frá upphafi líka falið í sér hatrömm viðhorf til siðalögmála. Að hætti Lúters."

Þetta var jú nefnt siðbót!!

...án þess að ég vilji réttlæta hvernig lúterska kirjan sölsaði undir sig eignir.


Árni Árnason - 24/01/08 09:51 #

Varðandi kirkjujarðirnar sem ég minntist á hér að ofan, þá sá ég eitthvað um þetta á hlaupum um daginn ( í einhverju dagblaðanna ) en fann það svo ekki aftur þegar ég ætlaði að lesa það til hlítar. Man það þó að eitthvað snerist þetta um að kirkjan ætlaði að ná sér í pening með því að selja sumarhúsalóðir úr landi Skálholts. Sama dag gott ef ekki í sama blaði var umfjöllun um einhverja aðra þekkta kirkjujörð og fram kom að hún væri í eigu kirkjunnar. Er einhver hér fróður um þennan endemissamning sem gerður var um prestalaun að eilífu í skiptum fyrir kirkjujarðir ? Ég hélt að allar kirkjujarðir ættu að renna til ríkisins, voru það kannski tómar afdalajarðir sem ríkið fékk, og allar þær stóru og/eða verðmætu ennþá í eigu kirkjunnar? Þætti fróðlegt ef einhver veit þetta eða getur lóðsað á upplýsingar.


Árni Árnason - 24/01/08 09:56 #

P.S. Það væri nú alveg í takt við kirkjuþjónkunina ef það kæmi í ljós að aðeins bleðillinn undir kirkjukofanum í Litlu-Ávík á Ströndum og aðrar álíka "jarðir" væru inni í pakkanum sem þjóðin sér aldrei fyrir endan á að borga.


Árni Árnason - 24/01/08 11:04 #

Svo er að sjá skv. þessum gögnum að meginlínan hafi verið lögð 1907 og síðari samningar einungis frekari staðfesting. Þá er einnig svo að skilja að eignir séu einatt að ganga til baka til kirkjunnar. sbr. þessar klausur:

  1. gr. Prestssetur, þ.e. prestssetursjarðir og prestsbústaðir, sem Prestssetrasjóður tók við yfirstjórn á frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu hinn 1. janúar 1994 með síðari skjalfestum afhendingum frá ráðuneytinu, sbr. upptalningu prestssetra í II. kafla samkomulags þessa, er eign Þjóðkirkjunnar.

  2. gr. Prestsbústaðir, hús og aðrar eignir, sem Prestssetrasjóður hefur keypt (á hvaða verði? aths. mín) er eign Þjóðkirkjunnar, sbr. upptalningu í III. kafla samkomulags þessa.

Upptalningarnar sem vitnað er til eru í fylgiskjölum sem ekki eru birt.

Það virðist vera að ekki sé nokkurt lát á að eignir gangi til baka til kirkjunnar, þrátt fyrir að laun prestanna séu tryggð bæði hvað varðar fjölda þeirra og launaþróun.

Sjá: II. Kafli Hér að neðan eru tilgreindar þær eignir, prestssetursjarðir eða prestsbústaðir sem afhentar verða Þjóðkirkjunni til yfirráða frá 1. janúar 2007.

Sjá fylgiskjal a.

III. Kafli Hér eru tilgreindar þær 20 eignir, sem Prestssetrasjóður hefur keypt og verða eign Þjóðkirkjunnar:

Sjá fylgiskjal b.

Hvorugt fylgiskjalið er birt.

Það þarf greinilega að skoða þessa samninga ofan í kjölinn og upplýsa almenning um þessa þvælu.

Ég hef sterkan grun um að þessu sé fyrir komið á þann veg sem ég ýjaði að. Það sé búið að veiða alla bestu bitana úr súpunni og ríkið fái bara vatnsgutlið úr botninum í skiptum fyrir prestalaun upp á milljarða um aldir alda -- Amen.


Árni Árnason - 29/01/08 11:08 #

Þessu laust niður í huga mér í sambandi við þennan svokallaða Kirkjujarðasamning.

Kirkjujarðirnar sem falla undir samninginn og eiga að renna til ríkisins eru mælanleg þekkt stærð, jafnvel þó að verðmæti jarða gæti aukist er slíkt a.m.k. framreiknanlegt.

Laun presta eru tryggð ótímabundið. Samningurinn innifelur ekki tímasett endalok, heldur er hann uppsegjanlegur ef verulegar vanefndir annars hvors aðilans koma fram.

Ég skil ekki hvernig hægt er að gera slíkan samning með almannafé, að greitt sé fyrir metanleg verðmæti með endalausun greiðslum.

Getur einhver fjármálaráðherra skuldbundið ríkissjóð að eilífu ?


Arnar - 29/01/08 15:07 #

Sem sagt, þú kaupir eitthvað á fasta upphæð x en borgar af því á óendanlegum tíma y.

x/y -> 0 þegar y er óendanlegt :)

Þanig að ríkið ætti þessvegna að borga 0kr á ári. :)


Lárus Viðar (meðlimur í Vantrú) - 29/01/08 19:04 #

Þetta eru góðar pælingar. Sjálfur vildi ég sjá einhvern grúskarann setjast niður og gera vandaða úttekt á öllu þessu máli. Sagnfræðilega úttekt á því hvernig kirkjujarðirnar komust upphaflega í hendurnar á kaþólsku kirkjunni, hvernig lútherska kirkjan stal þeim við siðaskiptin, hvernig þessi samningur frá 1907 kom til, hvert er raunverulegt verðmæti jarðanna og reikna þá út hvenær þessi skuld er fullgreidd.

Gæti trúað því að "skuld" ríkisins sé fyrir mörgum áratugum fullgreidd. En það vantar einhverja vandaða greinargerð um málið.

Í raun er það fábjánaháttur að semja svona, taka yfir einhverjar jarðeignir og lofa í staðinn peningagreiðslum til eilífðarnóns. Er þetta einhver kraftaverkaskuld sem verður aldrei greidd sama hversu margir milljarðar fara úr ríkiskassanum árlega?

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.