Séra Sighvatur Karlsson, prestur á Húsavík, ritar á tru.is í dag hugleiðingu um gildi hófseminnar og segir:
Ég er undir sömu sök seldur. Ég keypti mér dýran Landcruiser jeppa í haust. Ég hefði alveg getað ekið áfram á gamla bílnum mínum en ég ákvað að kaupa jeppann. Mitt var valið.
Prestar eru hálaunastétt sem predikar gildi hófseminnar og boðar andúð á efnis- og peningahyggju nútímans. Það er gaman að sjá það frá þeim sjálfum hvað hold þeirra er veikt, þótt andinn sé í orði kveðnu ávallt reiðubúinn. En svona hafa hlutirnir reyndar verið í hundruð ára og það þarf vonandi ekki trúleysingja til að sjá hvað þetta er fáránlegt.
En það eru fleiri ríkir predikarar þarna úti en ríkiskirkjuprestar, og sumir þeirra jafnvel tillitslausari um náungann en þeir ættu að vera. Sjónvarpsstjóri Ómega biðlar á hverjum degi til áhorfenda sinna og reynir að fá þá til að gefa stöðinni pening. Ekki virðist þó vanta aura á þeim bænum. Þessi mynd var tekin fyrir aftan húsnæði Ómega í dag, í stæði fatlaðra. Bíll þessi er af tegundinni Toyota Land Cruiser 120 og kostar nýr 6,9 milljónir. Eigandi bílsins er Eiríkur Sigurbjörnsson sjónvarpsstjóri Ómega. Ekki er vitað til þess að Eiríkur þjáist af fötlun, þótt illar tungur vilji sumar flokka trúarhita hans á þann hátt.
Við minnum þessa herramenn báða á ritið sem þeir halda á lofti þar sem segir t.d:
Auðveldara er úlfalda að fara gegnum nálarauga en auðmanni að komast inn í Guðs ríki. (Mk 10:25)
Seljið eigur yðar og gefið ölmusu, fáið yður pyngjur, er fyrnast ekki, fjársjóð á himnum, er þrýtur ekki, þar sem þjófur fær eigi í nánd komist né mölur spillt. (Lk 12:33)
Almáttugur Guð kristinna þarf alltaf eitt: Peninga! Meiri peninga! Endalausa peninga! Hvort sem er í formi frjálsa framlaga eða sem skattfé almennings!
Ég þyrfti nú að eiga vel af seðlum til að reka svona ferlíki. Tala nú ekki um að borga af því. Kannski kostur að geta sparað með því að leggja í stæði fatlaðra.
Þetta er hlægileg grein hjá þessum klerki.
Hann byrjar þetta væl sitt á því að áminna okkur um eigin fallvalta vegna mikilvægis mundangshófsins; játar síðan eigin hégómleika með óhóflegum jeppakaupum; og sækir loks réttlætingu í allt saman með því að óska eftir fyrirspurn til Þjóðkirkjunnar til að útskýra bílnúmer sitt!
Og til að toppa allt þetta rugl, segir hann:
"Það kemur að skuldadögum. Reikningsskilin eru nær en við höldum."
Nú já? Svo Guð mun launa honum jeppakaupin?
Hvaða þvættingur er þetta?
Og svona menn eru á launum við að "útskýra afrit" fyrir okkur?!
Svo fær veikt fólk hérna 100 þús. kall á mánuði og enginn mótmælir af þessum hálaunaprestum!!! Er tíundin farin í dekkjakaup eða hvað?
Omegaliðið er bara sníkjudýr. Skil ekki af hverju þessi stöð fær að blómstra með sitt peningaplokk.
Djöfulsins viðbjóður er þetta! (afsakið orðbragðið)
Já þessir prestar hafa alveg gommur uppúr því að predika sinn skilning uppúr þessari frægustu skáldsögu heimsins. Hvort þeir fara svo eftir því sem þeir tuldra er önnur og styttri saga.
Og Margrét, það er ekkert að afsaka þetta orðbragð - mér fannst þetta vel að orði komist hjá þér.
Þetta eru nú óvönduð vinnubrögð. Að keðja saman þjóðkirkjuprest og sjónvarpsstjóra í Omega. Hér er ekki um einn og sama bíl að ræða, það sér hvert sex ára barn. Það er líka smekklaust að öfundast út í að fólki vegni vel í lífinu. Það er ekki refsivert að vera prestur með þokkaleg laun.
Hér er enginn að "öfundast" út í velgengni annarra, einungis að benda á þversagnirnar í því sem þessir menn segja annars vegar og gera hins vegar.
Ég mun aldrei taka mark á einu orði sem þessir prestar og predikarar segja fyrr en þeir fá sér alvöru vinnu til að framfleyta sér og fara að sinna trúarkjaftæðinu sem launalausu hobbýi.
Meintur trúmaður sem ekki er tilbúinn að leggja á sig að breiða út fagnaðarerindið án þess að fá það ríkulega launað er að mínu mati ekki þess verður að hlustað sé á hann.
Að menn geti yfirleitt verið á launum við að útbreiða lygar, bábiljur, hindurvitni, fordóma, afturhald og rakalausan þvætting er ofar mínum skilningi. Samt er mér skylt, að viðlagðri aðför að lögum, að greiða fyrir þetta. Fari það allt í fúlan pytt.
Ragnar: Samkvæmt kristni trú er það ekki 'að ganga vel í lífinu' að eiga flottan bíl. Reyndar er það í mótsögn við margt sem er boðað í kristinni trú.
"Meintur trúmaður sem ekki er tilbúinn að leggja á sig að breiða út fagnaðarerindið án þess að fá það ríkulega launað er að mínu mati ekki þess verður að hlustað sé á hann."
Ef það væri maður prédikandi orð Guðs úti á götu ólaunað, myndiru þá hlusta á hann frekar en menntaðann mann? Eða myndiru kalla hann fávita og fífl sem ætti við geðræn vandamál að stríða því hann segir eitthvað sem þú ert of þröngsýnn til að skilja?
æ toyota er bara drsl mundi aldrei á minni æfi fá mér toyotu á 6.9 mundi nú fá mér flottari bíl og sem eru með ykkver gæði annars renur þessi peningur sem hann er alltaf að biðja um stirk örugglega beint í vassan hjá honum
Þið eigið ekki skilið að fá að vera jarðaðir meðal manna og vona ég að þið hypjið ykkur til land allah helvítis vælukjóar
Persónulega er mér alveg sama hvort ég verð jörðuð á meðal manna eða dýra. Ég myndi frekar kjósa að vera jörðuð við hliðina á kisunni minni úti í náttúrunni heldur en við hliðina á öfgatrúuðum kristnum einstaklingi.
Svo held ég að það væri ekkert slæmt að bera beinin í Mið-Austurlöndum.
Skil ekki hvaða angist þetta er í fólki að vera að agnúast útí þessa blessuðu presta okkar þegar almenningi er alveg frjálst að skipta um trúfélag og rennur þá sama upphæð sem vanalega fer til þjóðkirkjunar til þeirra....En finnst ykkur þá réttlátt að þjóðkirkjan sjái um að jarða ykkur sem hafið söðlað um ??
Hjalti: Kristilegt siðferði í hnotskurn.
Stefanía: Ef þú ert með svona opinn huga af hverju aðhyllist þú þá kristni af öllum hlutum?
arni: Það er bara ekki rétt, hvað með launin sem borguð eru til presta. Fá pótentátar annarra trúarbragða viðlíka þjónustu frá ríkinu?
Og hvað varðar jarðarfararhálmstráið þá er mér nokkuð sama hvað verður gert við líkið af mér eftir að ég drepst. Má allt eins henda því á haugana fyrir mér. Helst vildi ég samt láta stoppa mig upp en það er víst ólöglegt. Væntanlega af einhverjum trúarlegum ástæðum.
Hjalti: Þið eigið ekki skilið að fá að vera jarðaðir meðal manna og vona ég að þið hypjið ykkur til land allah helvítis vælukjóar
Þetta lýsir mjög vel siðferðiskennd kristinna.
Þú veist það kannski ekki Hjalti, en Allah þýðir einfaldlega guð á arabísku og er sami ímyndaði vinurinn og guð kristinna.
Hvernig væri að gefa lík sitt til vísindanna?
Ég veit t.d. að anatomíu deildin í HÍ fær alltof lítið að líkum til notkunar. Ungir læknisfræðinemar á Íslandi fá t.d. ekki að kryfja lík til að dýpka skilning sinn á anatomíu mannsins...það er hins vegar gert í öllum nágrannalöndum okkar.
Ástæðan er sennilega sú að alltof fáir Íslendingar gefa líkama sinn til vísindanna.
Ég veit að þetta hljómar alveg fáránlega...en svona er þessi bransi víst :)
Slæmar fréttir Óskar:
Á síðastliðnum 10 árum hafa 3-4 einstaklingar gefið Háskólanum líkama sinn til rannsókna. Ekki er mögulegt að gefa líkama sinn til Háskólans að svo stöddu vegna aðstöðuleysis.
Vísindavefurinn: Er hægt að gefa líkama sinn til vísindarannsókna eftir dauðann?
Hvað sem trúarhneigingu fólks líður þá held ég að ég leyfi sjónvarpsstjóranum að njóta efans í þessu tilfelli. Hef unnið hjá fyrirtæki sem nýtir sama bílastæðaplan og standa fatlaðra stæðina auð þarna dögum saman á meðan hin stæðin fyllast kringum 0830 á morgnana og byrja að losna upp úr 1600.
Tek fram að ég les alla pistla hérna með mestu ánægju og þakklæti að þið skuluð standa í þessu.
Já kannski, en því miður eru stæði fatlaðra aðeins fyrir hreyfihamlaða. Siðblindingjar geta t.d. ekki lagt í þau þótt þeir séu að sönnu haldnir fötlun.
Kirkjugarðar taka of mikið pláss að mínu mati og gröfin er óþarfa munaður fyrir steindauða manneskju. Engan greftrunarreit fyrir mig takk.
"I'm donating my body to science-fiction"
Og Hjalti, afhverju ættu trúlausir frekar að fara til lands "allah" en lands einhvers annars guðs? Við trúum alveg jafn ekkert á alla guði og skiptir okkur litlu hvaða guð þykist "eiga" landið.
Flestir prestar eru ekki ofsatrúarmenn. Svo langar mig bara að segja við ykkur svokölluðu vantrúarmenn. Afhverju mega þeir sem trúa ekki vera í friði fyrir ykkar skítkasti. Skrif ykkar sína bara að þið eruð nú ekki eins trúlausir og þið viljið vera láta.
Áður var ég guðleysingi af guðs náð. En eftir að heyrast fór frá vantrúarfélaginu Vantrú og trúfélagið fór að rægja Kristnina Kirkju og allt það er henni viðkemur á fremur ósmekklegan hátt ákvað ég að ganga aftur í Þjóðkirkjuna. Einu litlu guðsbarni finnst það skítt að vera bendlað við Vantrúarhreyfinguna fyrir þá sök eina að vera guðlaust. Vil frekar ala mín börn upp í guðs ótta, góðum siðum og mannkærleika Jesú Krists, þó margt heimskulegt og löngu fallið úr gildi fylgi, frekar en stöðugu ókristilegu skítkasti út í náungan......
"Hví sjáið þið flísina í auga bróður yðar en ekki bjálkann í auga yðar sjálfs"
Algjör óþarfi er að vekja athygli á þessu því annar mun dæma.
Af hverju eru 95% af öllum skrifum hérna á vefnum frá Vantrúarmeðlimum? Af hverju eruð þið að sannfæra hvorn annan? Væri ekki meira vit að karpa þar sem þeir kristnu skrifa? Bara svona til að halda sér í æfingu. Svoldið mikið af ">Góður-pumktur-hjá-þér-Óli skrifum hérna.
Ég elska að hata og vona að trúin muni hreinsa okkar skítugu jörð því hún plássið fyrir jesúbarnið fer minnkandi,ég hef myrt kolarmola í Nigeriu en mér er annars alveg sama um þennan prest fyrir norðan,þið eruð væntanlega í vinstri grænum hérna ? Berjist frekar gegn stóriðju en einhverjum prestaaumingjum ,Ísland án eiturlyfja 2011.Vonandi ekki samt eiturlyf eru góð á sinn hátt
Drési segir: "Flestir prestar eru ekki ofsatrúarmenn. Svo langar mig bara að segja við ykkur svokölluðu vantrúarmenn. Afhverju mega þeir sem trúa ekki vera í friði fyrir ykkar skítkasti. Skrif ykkar sína bara að þið eruð nú ekki eins trúlausir og þið viljið vera láta."
bíddu, af hverju ætti að sýna trúuðu fólki einhverja sérstaka heilaga virðingu, eru til dæmi í sögunni þar sem trúlaust fólk er virt? Var það ekki meira svona DREPIÐ!!! ég mun aldrei sýna trúarbrögðum neina virðingu því "trúarbrögðin" virða mig ekki, hvorki í orði né verki!
Afhverju eru 95% skrifa hér frá trúleysingjum? Ja þú spyrð stórra spurninga Ragnar.
Afhverju eru 95% skrifa á frelsi.is frá Sjálfstæðismönnum?
Afhverju eru 95% skrifa inn á tru.is frá trúmönnum?
Afhverju eru 95% skrifa inn á Arsenal.is frá stuðningsmönnnum Arsenal?
Því flestir sem skoða þennan vef hafa gaman að lesa greinar um og frá trúleysi, sumir hafa jafnvel gaman að skrifa svoleiðis greinar.
Allir geta sent inn grein, hún yrði þá birt sem aðsend grein, og einnig er hér aktívt spjallborð þar sem fólki er frjálst að setja fram margvíslegar hugmyndir þeirra um trúarbrögð og "stóru spurninguna".
Þótt hann þjóni Guði þá er ekki ástæða til þess að hann þurfi að lifa í fátækt, ekki er hann munkur. Hann leggur mikið til sjónvarpsstöðvarinnar þótt hann lifi einnig ágætu lífi. Einhver er ástæðan fyrir því að hann lagði í þetta stæði og er mjög ólíklegt að þetta sé venjan hjá honum, reynið að setja ykkur í spor annarra, getur verið að eitthvað hafi komið uppá og hann þurft að hlaupa inn og ekki haft tíma til að leita af stæði(oft er mjög erfitt að fá stæði á þessu svæði.) Hver veit?
Hjalti.
Hvað ertu að reyna að segja? Seinasta innlegg þitt "meikar ekkert sens".
takið eftir gott fólk ,,,allir peningar sem þið hafið gefið til omega ..þarna getið þið séð peningana ykkar liggja í fatlaðar stæði
Hey, hvað er að því að eiga sæmilegt farartæki? Og hvað er að því að njóta ávaxtanna af vinnu sinni? Mér finnst aftur á móti mikið að því að falsa fatlað merki inn á mynd af jeppa til þess eins að klekkja á einhverjum manni sem ekkert hefur til saka unnið annað en að trúa á sinn Guð. Nú skutuð þið ykkur í fótinn, því ég bý í þessu húsi og það er ekkert svona fatlað merki utan á því. Skammisti ykkar
Mér finnst aftur á móti mikið að því að falsa fatlað merki inn á mynd af jeppa til þess eins að klekkja á einhverjum manni sem ekkert hefur til saka unnið annað en að trúa á sinn Guð.
Ég er með sex myndir beint úr myndavél af þessum bíl fyrir framan þetta merki. Það er fáránlegur rógburður að gefa skyn að myndin sé fölsuð. Það eina sem átt hefur verið við hana er að ég huldi númer bílsins.
Hvar eru Matti og Óli Gneisti?
Ég var sofandi.
Ég útnefni innlegg Nonna pottorms fyndnasta póst ársins:
Áður var ég guðleysingi af guðs náð. En eftir að heyrast fór frá vantrúarfélaginu Vantrú og trúfélagið fór að rægja Kristnina Kirkju og allt það er henni viðkemur á fremur ósmekklegan hátt ákvað ég að ganga aftur í Þjóðkirkjuna. Einu litlu guðsbarni finnst það skítt að vera bendlað við Vantrúarhreyfinguna fyrir þá sök eina að vera guðlaust. Vil frekar ala mín börn upp í guðs ótta, góðum siðum og mannkærleika Jesú Krists, þó margt heimskulegt og löngu fallið úr gildi fylgi, frekar en stöðugu ókristilegu skítkasti út í náungan......
Hey, hvað er að því að eiga sæmilegt farartæki?
Það er nákvæmlega ekkert að því, nema þú boðir það að kaup á slíkum græjum séu til marks um gráðuga efnishyggju og óhlýðni við orð Krists. Það er hræsnin sem við erum að benda á.
Trúleysingjar sem slíkir fordæma ekki jeppaeign upp á sjö milljónir, eða auðsöfnun sem slíkri. Meðan umsvif þín bitna ekki á samborgurum þínum er engin ástæða til að vera með eitthvað yfirdrep og nöldur út í hluti eins og bifreiðaeign.
Það má velta því fyrir sér hvers vegna ýmsir boðendur hófsemi í anda Krists eru sífellt að reyna að soga aura af fylgjendum sínum með vísun í ritninguna og aka svo á bifreiðum sem þessir sömu fylgjendur geta ekki látið sig dreyma um að eignast.
Prestar ríkiskirkjunnar og aðrir predikarar kristindómsins boða eitt og ástunda annað. Þeir ættu að leggja sig betur eftir því að vera hjörð sinni fyrirmynd í því sem þeir predika.
Einhverjir hafa sett fram þá kenningu að myndin í færslunni sé fölsuð! Hér eru allar myndirnar sem Vantrú hefur undir höndum. Einungis minnkaðar og númer blurrað.
Eru nornaveiðar byrjaðar? Hvað segir ykkur að bíll Eiríks sé keyptur fyrir fé sem kemur til sjónvarpstöðvarinnar Omega?
Ég tek undir að ekki er rétt að leggja í stæði fatlaðra ef maður hefur ekki rétt til þess.
En biðla nú til ykkar að láta heykvíslarnar nú falla. Þær gætu skyggt mönnum sín.
Davíð, það veit auðvitað enginn hvort þessi jeppi sé keyptur fyrir það fé sem kemur til Omega. Ég hef ekki tekið eftir því að einhver hafi fullyrt það (gæti vel hafa farið fram hjá mér, ég nenni ekki að leita að því).
Aðalatriðið að mínu mati er samt hversu mikil hræsni þetta er hjá þessum mönnum sem segjast fylgja manninum sem sagði "Seljið eigur yðar og gefið ölmusu,..."
Þetta er hárétt hjá Davíð. Kannski var maðurinn heppinn í spilakassa, vann í lottó, er flinkur með hlutabréf, fékk arf etc. Þemaið er alltaf það sama í þessum skrifum, reynt er að gera trústarfsemi tortryggilega. Greinin er þessi klassíska Vantrúarsamsuða sem er orðin ansi slitin. Kastað fram sleggjudómum sem aldrei eru rökstuddir. Gunnar í Krossinum stendur sig ágætlega, það er kraftur í karlinum og ef einhverjir vil fylgja hans boðskap er ekki hægt að banna þeim það.
HAFÐI ÞIÐ VELT ÞVÍ FYRIR YKKUR... að þetta er tekið fyrir utan hús Omega. Þetta stæði er notað fyrir fatlaða á samkomutímum og því er ekki þörf fyrir fatlaðastæði aðra tíma. EF ég set merki fyrir fatlaða á húsið mitt.. hlýt ég að vita tilganginn með því. En annars þurfa allir að eiga bíl. Hvað með þegar þú ert búinn að Keyra á 15 - 30 þús kr bíl í 30 ár.. máttu þá ekki leyfa þér að keyra um á dýrari bíl hmm. Það er ekki auðvelt að vera prestur í dag og gera öllum til hæfis. Þið sem skrifið hér og argist út í presta, hafið ekki hugmynd um hversu erfitt þetta starf getur verið. Eiga prestar að búa á götunni ? Ef þið lesið biblínua sjáið þið að þar er fullt af Guðs mönnum sem eiga fullt af peningum. td. Salómon konungur.... var hann óguðlegur af því að hann var ríkur. Hættið að skjóta niður náungan. Elska skaltu náungan eins og sjálfan þig. ég er viss um að ef einhver spyr Eirík út í afhverju hann leggur þarna þá getur hann útskýrt það, eða lofað að leggja ekki þarna aftur. Og ég er viss um að Eiríkur væri til í að leggja langt í burtu bara ef það væri til þess að þér liði betur. Skora á þig að hafa samband við hann, til að leysa þetta kvörtunarmál fyrir þig.
Eiríkur var í aðgerð á fæti fyrir jól, gæti verið útskýringin að hann hafi lagt þarna. Persónu njósnir varða við lög.
Alltaf gaman að fá vísun frá b2.is. Gullkornin hlaðast hér upp.
Eiríkur er alls ekki slæmur ef að þið munduð þekkja hann persónulega þá munduð þið ekki vera að gagnrýna hann fyrir að eiga fínan bíl eða leggja í fatlaða stæði sem hann bað sérstaklega um sjálfur á þessum stað. Og bara svo þið vitið það þá vinnur hann fulla vinnu sem iðnaðarmaður og rekur sjónvarpstöðina í aukavinnu og hefur gert það síðastliðin 15 ár, Geri aðrir betur!! Hann hefur því vel efni á því að kaupa sér góðan bíl. Hann keyrir einnig oft upp að ljósafossi yfir vetrartímann og þarf að vera á góðum bíl til þess. Hafið þið ekkert þarfara að gera en að vera að öfundast út í náungann.
Af hverju lét hann þá ekki bara merkja sér þetta stæði í staðinn fyrir að láta setja fatlaðra merki þarna?
Hafið þið ekkert þarfara að gera en að vera að öfundast út í náungann.
Mér finnst alveg hreint magnað hve margir misskilja punktinn sem er verið að setja fram með þessari grein.
Það eina sem er verið að segja er að þeir geti ekki farið eftir því sem þeir predika sjálfir og því sem stendur í Biblíunni. Thats it!
Þetta er alveg með ólíkindum að lesa þetta kjaftæði mér var bent á þetta þess vegna vil ég svara fyrir Guðsmanninn. Hann var að koma úr hné aðgerð og er á tvem hækjum og honum ver Bíll sem var meira áberandi en þessi með því skylirði að hann notaði hann sjálfur en hann skipti yrir í annan það er bent á hvað svona nýr bíll kostar en ekki þessi og auðvitað eiga Guðs menn að hafa aðins það besta sem faðir þeirra hefur skapað eða menn með hugviti hans ég fyllist vorkun semi við að lesa þetta en mun minnast ykkar í bænum mínum Jesús elskar nefnilega þig líka
Var hann í aðgerð á hné greyjis kallinn, jæja. Já, en varla telst maður fatlaður þegar maður er haltur. Kannski er hann blindur?
hann var á aðgerð á hnéi og það tekur stígi beint á móti manni þegar maður labbar inn svo ómega stöðin er ekki það aðgengileg fólki í hjólastólum að það séu margir að leggja þarna nema fólk sem td. er íllt í löppunum svo að hann á fullkominn rétt á að nota þetta stæði nema að hann er ekki með skírteini uppá það
td. er íllt í löppunum svo að hann á fullkominn rétt á að nota þetta stæði nema að hann er ekki með skírteini uppá það
Nei, hann hefur ekki rétt á því - ef hann er ekki með spjald í bílnum sem segir að hann sé fatlaður þá hefur hann ekki rétt á að nota þetta stæði. Honum er hugsanleg vorkunn en ef löggi karlinn kæmi á svæðið þá fengi hann sekt.
Að vera 'íllt í löppunum' er ekki fötlun eitt og sér. Ef þú vilt vera viss skaltu hringja í öryrkjabandalagið og spyrja, bara vera undir búinn svona andlega að það verði annað hvort hlegið að þér eða þú spurður ýtarlegra spurninga um eigin geðheilsu.
Að koma með bjánalega afsökun til að réttlæta það að leggja í fatlaðastæðið segir ýmislegt um innri mann.. ýmislegt sem ég hélt að væri seint talið til kosta í kristnum manni.
Ég endurtek "nema að hann er ekki með skírteini uppá það"
Maður les náttúrulega bara það sem maður vill ***hóst***
En afsakaðu þetta ;)
Hvað má maður vera á dýrum bíl til að sleppa í gegnum nálaraugað?
Á Eiríkur bílinn? Var Eiríkur á bílnum? Var það kannski konan hans eða einhver annar? Var Fatlaða merki í bílnum? Var einhver fatlaður með honum þegar hann lagði í stæðið? Var þessi fatlaði þá með fatlaða merkið sitt í bílnum? Varstu búinn að stalka hann lengi áður en þú náðir þessum myndum? Tókstu mynd af framrúðunni svo merkið sæist? Eða tókstu kanski ekki mynd af framrúðunni af því að það var merki í bílnum? Keypti Eiríkur bílinn? Á hvaða verði fékk hann bílinn? Var honum kannski gefin þessi bíll? Setti hann annan bíl uppí þennan? Hvað kostaði sá bíll? Hvað þurfti hann þá að borga á milli? Hvað þarf hann þá að borga á mánuði í bílalán? Meira en þú eða ég? Á Eiríkur kannski bara að taka strætó eða húkka sér far? Er það auðmanslegt að eiga Land Cruiser?
Veit ekki alveg pointið með þessari grein hvort það var fatlaða stæðið eða þetta sé Land Cruiser. Allavegana er það nú þannig í dag að Land Cruiser telst nú ekki lengur sem auðmans bíll.
Meira segja láglauna maðurin ég gæti fengið mér Land Cruiser á morgun ef ég kærði mig um.
Gott að heyra lágu launin á Íslandi vera þó það há að láglaunamenn geta pungað út sjö milljónum án þess að depla auga.
Ég þekki son Eiríks og hann sagði að hann hafði verið í aðgerð á fæti og að hann hefði keypt bílinn á u.m.þ. 3 miljónir. mér fannst þetta persónulega vera dáldill tittlingaskítur. (Ég er trúleysingi)
Geiri! Þetta mál snýst ekki um hvað jeppinn hans Ómega-Eiríks kostaði, það snýst ekki um hvort hann sé haltur eftir einhverja aðgerð.
það snýst um að Ómega-Eiríkur (og margir Ríkiskirkjuprestar) væla stöðugt um gildi hófseminnar, en geta samt ekki staðist freistingar efnishyggjunar (sem þeir gagnrýna svo fjálglega). Það að Ómega-Eiríkur leggi svo í stæði merkt fötluðum undirstrikar einungis furðulegt rof hans við almennt siðferði.
Hvað má maður vera á dýrum bíl til að sleppa í gegnum nálaraugað?
Þú verður að spyrja Jesú að því.
Hver segir að Eiríkur hafi verið á Jeppanum og lagt í stæðið? Það er bara alls ekkert víst að Eiríkur sjálfur hafi verið á bílnum.
Og Ásgeir ég var eiginlega að spurja til að mynda þig hvar verðbilið lægi á bílum til að sleppa í gegnum nálaraugað. Þú hlýtur að geta svarað mér því.
Hvað efnishyggja er það að aka um á góðum bíl. Er ekki betra að kaupa sér góðan bíl sem endist árin en ekki einhverja druslu sem þarf stöðugt að vera að endurnýja og kosta til stórfé í viðgerðir.
Og svona til að ítreka það þá tel ég ekki Land Crusier vera einhver auð eða efnishyggju bíl.
Á ég kannski að fara að selja íbúðina mína og kaupa mér aðra ódýrari, að því að fasteigna markaðurinn hefur rokið svo upp síðan ég keypti hana. Mér hlýtur að eiga að líða illa yfir því. Best að selja hana og kaupa sér bara 2 herbergja íbúð í Breiðholtinu.
Eða eitthvað álíka gáfulegt.
Hehe, svona miðað við það að þið trúið ekki stafkrók í biflíunni er óneitanlega skondið að sjá hversu annt ykkur er um að prestar fari eftir bókstafnum. Svona svipað og ef Steingrímur J. væri alltaf að pönkast á sjálfstæðismönnum fyrir að fara ekki í einu og öllu eftir boðskap Milton Friedmans.
Er Milton Friedman eitthvað sérstakt kennivald hjá Sjálfstæðisflokknum? Er Sjálfstæðisflokkurinn myndaður og mótaður í kringum öll helstu verk Milton Friedmans? Hafa helstu leiðtogar Sjálfstæðisflokksins farið eftir kenningum Friedmans og/eða túlkað það eftir sínum hentugleika og boðað það sem hið eina og sanna svar við öllum lífsins hagfræðigátum?
Þórður, ég hef ekki hugmynd um hverju þú ert að reyna að svara með þessu. Ég prófaði að setja fram líkingu í hálfkæringi til að svara grein sem þið setjið fram í hálfkæringi (ef hún var sett fram sem einhver gagnrýni á presta/kirkju/vottever er hún meira en lítið hallærisleg). Get ekki séð af hverju þið ættuð að taka það eitthvað nærri ykkur.
Hmmm... ég biðst velvirðingar, en ég var bara velta fyrir mér stöðu Milton Friedmans innann Sjálfstæðisflokksins til þess að skilja þá líkingu að Steini J. ætti að halda Sjálfstæðismönnum við efni Milton Friedmans þegar þau tjá sig, óþarfi að fara skæla.
Nú verð ég að stökkva til og bjarga Matta greyinu og efla trúverðugleika hans.
Ég var nefnilega einn af þeim sem, þegar ég sá myndina, trúði ekki alveg því sem ég sá, þ.a. ég fór og kannaði málið sjálfur. Skiltið er á þeim stað, sem myndin sýnir og jeppinn var þar einnig.
Hvorutveggja segir hinsvegar ekki neitt þar sem: í fyrsta lagi er um einkalóð að ræða og skiltið þ.a.l. sett upp af eigendum lóðarinnar þ.a. ekkert "lögbrot" var framið þó sjónvarpsstjórinn hafi lagt í umrætt stæði; í öðru lagi ef sjónvarpsstjórinn hefur verið að koma úr aðgerð, einhverslags, á fæti, þá er ekkert eðlilegra en að hann leggi eins nálægt inngöngudyrum þess húss sem hann þarf að komast inn í; og í þriðja lagi, ef eitthvað er að marka það sem sagt er hér að ofan að sjónvarpsstjórinn sé að bauka í þessum sjónvarpsrekstri sínum í aukavinnu, ofan á fulla vinnu í sinni iðngrein þá sé ég ekki að nokkuð sé að því að karlgreyið sé á sæmilega öruggu farartæki, sem kemur honum á milli staða – þrátt fyrir einhver ímynduð boðorð, sem vantru.is hefur fundið í Biblíunni og eignað honum í predikunum. Ég hef ekki orðið var við neitt annað – og hef þó nokkrum sinnum horft á sjónvarpsstjórann á Omega – en að hann viðurkenni sinn breiskleika (hver svo sem hann er, eða túlkaður af vantru.is)
Það sem hinsvegar vekur mesta athygli mina, í þessu öllu saman, er sú vinna sem einhver (veit ekki hver) hefur lagt í við að leggja sjónvarpsstjórann í einelti með því að nálgast þessar myndir til að birta þær á netinu. Það segir meira en mörg önnur orð um þann sem það lagði á sig.
Lifið heil(ir).
hahahah váá hvað þið eruð sorgleg/ir þetta kemur ykkur ekkert við bitu fólk
Kemur það þér ekkert við þegar einhver asni leggur í stæði merk fötluðum fyrir utan Hagkaup? Í hvernig samfélagi vilt þú eiginlega búa? Er í lagi að brjóta einu umferðarregluna sem er almenn sátt um?
það er ekki nokkur skapaður hlutur af því að benda á það þegar siðapostular leggja í stæði fyrir fatlaða!.
Hvað gerir okkur vantrúarfólk svona sorgleg? Ég endurtek: Hvað gerir okkur vantrúarfólk svona sorgleg?
þetta er hans einka stæði afhverju eru þið að gera þetta við eirik afhverju gerið þið þetta bara ekki við einhver annan þetta kallast einelti djöfull eru þið óþroskaðir oog ef ég myndi sjá þig leggja í fatlastæði þá myndi ég ekekrt taka mynd af þér og pósta á netið ég myndi bara hugsa þessi maður er halfviti og btw hann var i uppskurði skiljiði ekki ?
Takk fyrir innleggið daniel.
Varla er það einelti að birta eina grein um Eirík sjónvarpsstjóra Ómega.
ég myndi bara hugsa þessi maður er halfviti
Tja, mér finnst óþarfi að kalla Eirík hálfvita enda þekki ég manninn ekki.
Af hverju er einkastæðið hans merkt fyrir fatlaða?
nú auðvitað fyrir fatlað fólk var einhver fatlaður að fara leggja í stæðið afhverju má hann þá ekki leggja í það hann var að koma ur aðgerð auðvitað leggur hann þá í sitt fatlaðastæði hvað er þetta þá ef þetta sé ekki einelti hvað munduru gera ef þu værir eirikur og varst að koma úr koma ur aðgerð og þu myndir leggja i fatlaða stæði útaf sársauka í fótnum og fatlaðra svæðið værir við dyrnar og það væri engin i stæðinu og þá mundi ég taka mynd af bilnum þinum og pósta það á netið og seigja þessi bill kostaði 6 milljónir og vera seigja öllum það
Held að pointið með grein þessari sé í raun ekki fatlaðra stæðið sem hann lagði í heldur sú hræsni sem felst í að boða meinlætalíf og nægju semi þegar maður keyrir sjálfur um á miljóna kr. jeppa.
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.
Lárus Viðar (meðlimur í Vantrú) - 09/01/08 18:18 #
Einnig er gott að hugleiða orð Páls um þessa hegðun guðsmannanna.