Á vefnum First Freedom First má líta myndband þar sem Bandaríkjamenn úr öllum áttum færa augljós og einföld rök fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju, að trúin sé einkamál manna og að aðkoma trúfélaga að stjórnmálum sé ekki það sem við þörfnumst, hvað þá að einum trúflokki sé hampað.
Hér er myndbandið:
Nú þarf bara að kasta út 62. greininni, 125. greininni í íslensku stjórnarskránni og bæta við grein eins og þeirri fyrstu í bandaríksku stjórnarskránni og þá kannski vonandi er hægt að gera svona myndband um hvernig þetta er á íslandi. Eins og fyrirsögnin segir; þetta ætti að vera baráttumál okkar allra!
Skammast einhver sín fyrir þennan félagsskap?:
http://en.wikipedia.org/wiki/Image:State_Religions.png
Hægt að nota þetta þegar fólk segir að ríkistrú sé ávísun á gott trúarlíf.
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.
Anna Benkovic M. - 30/12/07 00:54 #
já, þetta er persónulegt, hvort maður trúi guði, allah eða miðlinum í næsta húsi. Óverjanlegt að skattgreiðendur borgi þetta apparat....ríkiskirkjuna, og út úr kú 2007!