Þjóðkirkjan er búin að vera segir Egill Helgason í nýrri færslu.
Franska leiðin hvað varðar trúarbrögð er best, algjör aðskilnaður hins veraldlega og andlega valds, sekúlarísasjón – að þetta séu aðskilin svið tilverunnar. Það þýðir að þjóðkirkjan verður að sigla sinn sjó – aðskilnaðurinn við ríkið væri líka hollur fyrir hana – ef ekki fyrir pyngjuna, þá fyrir kenninguna. #
Veistu, það er eitt sem ég hef aldrei áttað mig á, er "svartur listi" eitthvað sem sálfræðingar hafa sýnt fram á að veldur okkur óþægindum og við reynum með öllu móti að forðast. Fyrir utan það: Siðlesyi er skemmtilegt.
Heyrði skemmtilega samsæriskenningu um þetta í gær. Hún gengur út á það að Egill Helgason hafi haft mikinn metnað og löngun til að verða næsti ritstjóri Moggans, en skrif hans um blaðið hafa jafnan verið grunsamlega jákvæð og hafa virkað á marga eins og "starfsumsókn" um ritstjórastólinn.
Eins og allir vita lítur Mogginn á sig sem sérlegan verndara Þjóðkirkjunnar og "kristilegs siðgæðis" (en fornfáleg afstaða blaðsins er örugglega ein af ástæðunum fyrir fallandi gengi blaðsins). En núna, segja samsæriskenningasmiðir, er sem sagt búið að ráða eftirmann Styrmis og hann heitir ekki Egill Helgason!
Egill er því "frjáls" á ný og getur látið sínar réttu skoðanir í ljós, líka þær sem eru Mogganum ekki að skapi.
Sjálfur kaupi ég ekki þessar kenningar, Egill er góður drengur og hefur jafnan verið sjálfum sér samkvæmur og heiðarlegur í sínum skrifum, eins og þessi skarpa greining hans á stöðu Þjóðkirkjunnar sýnir glöggt.
Athyglisverð kenning, en mér finnst hún hljóma nokkuð langsótt. Átti Egill einhvern tímann einhvern séns í að vera ritstjóri Moggans?
Annars hefur hann sagt það sjálfur að hann sé ekki hræddur við að vera ósamkvæmur sjálfum sér.
Egill er einn skýrasti og skynsamaasti gagnrýnandi/álitsgjafi þessa lands. þó hann sjálfur er illa við að láta kalli sig álitsgjafa. Hann vill vera kallaður blaðamaður, en hvað um það.
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.
Lárus Viðar (meðlimur í Vantrú) - 13/12/07 18:18 #
Egill lendir á svarta listanum fyrir svona dólgsleg skrif. Vitið til, bráðum verður Egill kenndur við siðleysi og fleira skemmtilegt.