Þessa dagana stendur Æskulýðssamband Þjóðkirkjunnar fyrir átakinu „B+“. Í þessu átaki „verður hin nýja þýðing [biblíunnar] lesin í heild sinni á öllu landinu af æskulýðsfélögum og ungu fólki í kirkjunni“. Þessi mikli lestur er afar tilgangslaus og vinnur ef eitthvað er gegn markmiðum kirkjunnar.
Tilgangsleysið felst í því að biblían er að innihald hennar er að langmestu leyti okkur algjörlega óviðkomandi. Heilu bækurnar í Gamla testamentinu fjalla eingöngu um villimannsleg lög eða lýsingar á fjöldamorðum sem guð Þjóðkirkjunnar fyrirskipar. Svona textar skipta okkur engu máli og það er í raun ekkert að græða á því að lesa þá. Ef fólk er hrætt um um að verða „ólæst á menninguna“ ef það þekkir ekki sumar biblíusögur, þá er ekki rétta leiðin að lesa alla biblíuna. Það væri margfalt gáfulegra að skoða bara Legó-biblíuna.
Nýja testamentið er eilítið skárra. Í guðspjöllunum er sagt frá meintri ævi Jesú. Hún byrjar á ævintýralegum og tilgangslausum frásögnum af fæðingu hans sem engin fullorðin manneskja ætti að trúa. Þegar hinn fullorðni Jesús er ekki að reka illa anda úr fólki er hann aðallega að segja dæmisögur um heimsendi sem er næstum því 2000 árum á eftir áætlun. Inn á milli eru ef til vill einstaka góð vers, en það væri hægt að koma þeim öllum fyrir á A4 blað.
Flest rit Nýja testamentisins eru bréf Páls, þau innihalda nánast ekki neitt merkilegt.. Hvaða máli skiptir það hvernig Páll vildi refsa manninum í Korintuborg sem hélt fram hjá með konu föður síns? Eða þá að Páll vildi að konur héldu kjafti á safnaðarsamkomum? Nú þegar Páll virðist bara vera afskrifaður af kirkjunnar mönnum sem skeikull maður með ekkert kennivald, hvaða máli skipta þá trúarskoðanir hans?
Síðasta bók biblíunnar er í rauninni punkturinn yfir i-inu: Opinberunarbók Jóhannesar. Hún er óskiljanlegt blaður um heimsendi sem enginn myndi í raun sakna ef hún væri ekki í biblíunni.. Hvað í ósköpunum græðir maður á því að lesa hana?
Kirkjan hefur hag af því að fólk hafi mikið álit á biblíunni. Lestur á biblíunni er augljóslega ekki góð aðferð til þess að viðhalda þessari glansmynd. Aðferðin sem kirkjunnar menn nota til þess að viðhalda þessari glansmynd er að einblína sífellt á þá fáu hluta biblíunnar sem hljóma ekki illa. Þegar fólk les alla biblíuna þá mun það óhjákvæmilega rekast á versin þar sem guðinn þeirra fyrirskipar þjóðarmorð og versin þar sem Jesús talar um að henda fólki í eldsofn. Biblían hefur réttilega verið kölluð besta vopn trúleysingja. Þess vegna hvet ég fólk til þess að lesa biblíuna. Það hefur sinn tilgang. Það gerir fólk fráhverft kristinni trú.
Ég er svo sammála þessu. Ég hef lesið hluta biblíunnar og ekki fundið eitt einasta vers sem mér hefur þótt höfða til rökhugsandi manneskju. Ég hvet alla sem hafa úthald í það að lesa þetta rit að gera svo og sanfærast í eitt skipti fyrir öll um það að þetta er rugl. Það er þó einn vandi. Þeir sem trúa virkilega á Biblíuna eru það heilaþvegnir að þeir myndu gleypa við þessu öllu ef þeir læsu það í Biblíunni. Svo það ráð að lesa Biblíuna á bara við þessa jaðarmenn sem hafa nóg vit til gagnrýnnar hugsunar en trúa samt á ágæti biblíunnar.
Eitt í viðbót. Ég væri til í að fá að sjá venjulega bókmennta gagnrýni á Biblíuna sem Sci-fi bók.
Að lesa um það sem gerðist í fortíðinni gefur manni möguleika á því að læra af fortíðinni, læra af mistökum annara. Þegar Guð síðan stöðvar vont fólk í að gera hræðilega hluti þá komið þið fram eins og verstu hræsnarar og fordæmið það. Eina stundina gagnrýnið þið Guð fyrir að leyfa illsku og næst gagnrýnið þið Guð þegar Hann stöðvar illsku. Þið verið að reyna að vera með málflutning sem er samkvæmur sjálfum sér, gera að minnsta kosti tilraun til þess. Flestar af sögum Gamla Testamentisins fjalla um hvernig fólk gerði mistök eða framdi hreinlega illvirki og síðan afleiðingarnar af því. Eigum við að gleyma fyrri og seinni heimstyrjöldinni af því að sú saga er svo leiðinleg eða eigum við að læra af fortíðinni?
Það sem virðist síðan aðalega fara í brjóstið á greinarhöfundi varðandi Nýja Testamentið er að þeir sem eru vondir að þeim verður refsað. Mér persónulega finnst það mjög eðlilegt, ef Guð er góður þá er Hann líka réttlátur og þá mun Hann refsa þeim sem eiga það skilið og ekki gefa lygurum, þjófum, nauðgurum og morðingjum rétt til að lifa að eilífu.
Nei, Mofi. Þeir sem fremja mestu illvirkin í biblíunni eru einmitt þeir sem gvuð hefur mesta velþóknun á eins og Abraham, Móses, Jósúa og Lot. Gvuð stöðvar enga illsku heldur verðlaunar hana hvað eftir annað.
Barnaníðingarnir og morðingjarnir fá inngöngu í himnaríki með mofi eftir að hafa makað sig upp úr jesúsblóð. Við hin sem höfum hallmælt heilögum anda sendum kveðjur til mofi úr bakarofninum hans Jesú.
Að lesa um það sem gerðist í fortíðinni gefur manni möguleika á því að læra af fortíðinni
Mjög húmanískt viðhorf og það úr óvæntri átt.
Nei, Mofi. Þeir sem fremja mestu illvirkin í biblíunni eru einmitt þeir sem gvuð hefur mesta velþóknun á eins og Abraham, Móses, Jósúa og Lot. Gvuð stöðvar enga illsku heldur verðlaunar hana hvað eftir annað.
Um hvað ertu eiginlega að tala? Ertu með einhver dæmi?
Barnaníðingarnir og morðingjarnir fá inngöngu í himnaríki með mofi eftir að hafa makað sig upp úr jesúsblóð. Við hin sem höfum hallmælt heilögum anda sendum kveðjur til mofi úr bakarofninum hans Jesú.
Minn skilningur á því að hallmæla heilögum anda er að hætta að hlusta á samvisku sína og þagga niður í henni. Þegar viðkomandi síðan deyr þá er hann dæmdur fyrir sín verk. Síðan er enginn bakaraofn, aðeins meinaður aðgangur að lífinu og viðkomandi deyr, hættir að vera til.
Mjög húmanískt viðhorf og það úr óvæntri átt.
Að ég geti komið þér á óvart Birgir er mér mikil ánægja :)
Mofi, þú verður að viðurkenna að guð hreinlega fyrirskipar þjóðarmorð, þrælkun og útrýmingar herferðir.
"""aðeins meinaður aðgangur að lífinu og viðkomandi deyr, hættir að vera til."""
Sem sagt guð refsar ekki vondu fólki, hann bara sleppir því að umbuna þeim?
vei
Að lesa um það sem gerðist í fortíðinni gefur manni möguleika á því að læra af fortíðinni, læra af mistökum annara. Þegar Guð síðan stöðvar vont fólk í að gera hræðilega hluti þá komið þið fram eins og verstu hræsnarar og fordæmið það.
"Stöðva vont fólk í að gera hræðilega hluti", frumleg umorðun á fjöldamorð.
Eina stundina gagnrýnið þið Guð fyrir að leyfa illsku og næst gagnrýnið þið Guð þegar Hann stöðvar illsku.
Þegar við tölum um að guð eigi að stöðva illsku erum við ekki að biðja um að fremja fjöldamorð.
Flestar af sögum Gamla Testamentisins fjalla um hvernig fólk gerði mistök eða framdi hreinlega illvirki og síðan afleiðingarnar af því.
Flest fjöldamorð í Gamla testamentinu eru þau sem guð fyrirskipar. Engin mistök þar á ferðinni.
Það sem virðist síðan aðalega fara í brjóstið á greinarhöfundi varðandi Nýja Testamentið er að þeir sem eru vondir að þeim verður refsað.
Ég minntist ekki einu orði á það. Hvernig í ósköpunum geturðu komist að þessari niðurstöðu?
Um hvað ertu eiginlega að tala? Ertu með einhver dæmi?
Eitt dæmi er til dæmis í fyrri Samúelsbók 15. Þar fyrirskipar guð Sál að myrða alla Amalekíta: "bæði karla og konur, börn og brjóstmylkinga, naut og sauðfé, úlfalda og asna." Og hver er ástæðan? Ekki að "[s]töðva vont fólk í að gera hræðilega hluti". Heldur vegna þess að fyrir 400 árum síðan börðust þessar tvær þjóðir.
Er rétt að fremja þjóðarmorð fyrir eitthvað sem forfeður einhverra gerðu fyrir 400 árum?
Flott múv hjá mosa að afneita helvíti. Þá er bara himnaríki eftir, þegar þú loksins afneitar því, velkominn á braut rökhugsunar!!
Mofi, þú verður að viðurkenna að guð hreinlega fyrirskipar þjóðarmorð, þrælkun og útrýmingar herferðir.
Ég viðurkenni að Guð greip fram í fyrir vondu fólki með því að taka frá því lífið sem var Hans gjöf sem þau voru að misnota.
Sem sagt guð refsar ekki vondu fólki, hann bara sleppir því að umbuna þeim?
Hann leyfir þeim ekki að lifa að eilífu. Ósköp rökrétt...
Stöðva vont fólk í að gera hræðilega hluti", frumleg umorðun á fjöldamorð.
Stundum þá virðist illskan vera það mikil að Guð greip inn í. Ef Guð hefði ekki gripið inn í þá hefðu þið líklegast gagnrýnt það líka.
Ég minntist ekki einu orði á það. Hvernig í ósköpunum geturðu komist að þessari niðurstöðu?
Það er viðurkenni ég byggt á öðrum samtölum við þig.
Eitt dæmi er til dæmis í fyrri Samúelsbók 15. Þar fyrirskipar guð Sál að myrða alla Amalekíta: "bæði karla og konur, börn og brjóstmylkinga, naut og sauðfé, úlfalda og asna." Og hver er ástæðan? Ekki að "[s]töðva vont fólk í að gera hræðilega hluti". Heldur vegna þess að fyrir 400 árum síðan börðust þessar tvær þjóðir.
Þegar maður gerir þá byrjunar ályktun að Guð er góður þá trúir maður að svona hafi verið til góðs.
Flott múv hjá mosa að afneita helvíti. Þá er bara himnaríki eftir, þegar þú loksins afneitar því, velkominn á braut rökhugsunar!!
Ekki beint afneita helvíti heldur aðeins að halda í Biblíulega skilgreiningu á hver er örlög þeirra sem glatast. Eilífar þjáningar í eldi kemur frá heiðnum trúarbrögðum sem því miður læddist inn í gyðingdóm að einhverju leiti og var tekið upp af miklum krafti af Kaþólsku kirkjunni.
Ertu að segja að eitthvað sé ekki rétt eftir Jesú haft í Nýja testamentinu?
Stundum þá virðist illskan vera það mikil að Guð greip inn í. Ef Guð hefði ekki gripið inn í þá hefðu þið líklegast gagnrýnt það líka.
Nei, Mofi. Hvernig dettur þér í hug að við myndum kvarta ef guðinn þinn hefði ekki framið þjóðarmorð í bókinni þinni?
Þegar maður gerir þá byrjunar ályktun að Guð er góður þá trúir maður að svona hafi verið til góðs.
Í ljósi þess að guðinn þinn fyrirskipar svona óréttlát fjöldamorð, þá ættirðu ef til vill að endurskoða þessa byrjunarályktun. Með sama hætti væri hægt að réttlæta ansi margt:
Þegar maður gerir þá byrjunar ályktun að [Hitler] er góður þá trúir maður að [Helförin] hafi verið til góðs.
Svo má ekki gleyma dæmunum af því þegar guð er sjálfur að drepa fólk.
Fræg eru barnamorðin í Egyptalandi í 11. kafla 2. Mósebókar 23:29-31, en svo afkastamikill var barnaslátrarinn að um allt Egyptaland var ekki "það hús að eigi væri lík inni." Þessi tilteknu fjöldamorð voru gerð til að árétta kúgunarboðskap guðs gagnvart gyðingum: gerið eins og ég segi eða ég drep ykkur líka. Ekki orðað svona í biblíunni en merkingin er sú sama.
Svo er gott dæmi í 4. Mósebók 16:41-50 en þá fer Guð í fýlu og byrjar að drepa Ísraelslýð. Þeir Móses og Aron flýta sér að færa reykelsisfórn til að stoppa morðæðið og tekst það, en 14.700 manns dóu í þessu fýlukasti.
Guð er einhver afkastamesti fjöldamorðingi sem sögur fara af og munurinn á honum og t.d. Hitler er að sá síðarnefndi gerði ekki mikið af því að drepa með eigin hendi.
já. ég fagna því heilshjarta að krakkarnir skuli lesa biblíuna og vil minna á að hér gefst gott tækifæri að sannfæra elsku börnin að bókin góða var annaðhvort skrifuð af illum morðóðum guði eða ofur eðlilegum og afar breyskum mönnum.... hvort heldur þau vilja trúa.
ps. getum við vinsamlegast öll byrjað að skrifa guð sem --GUÐ!!-- hið fyrrnefnda sýnir honum finnst mér óvirðingu og ef það heldur áfram gæti ég neyðst til að myrða í hans nafni
Hvað finnst ykkur þá um bækur einsog Sálmana og Orðskviðina sem innihalda nánast bara eitthvað fallegt og gott?
Ég get ekki talað fyrir hönd allra, óðinsmær, aðeins sagt mína eigin, en ég get alveg tekið undir að Jesú, eða þeir menn sem settu fram þær skoðanir sem eignaðar eru honum, hafi verið miklir siðfræðingar á þeirra tíma mælikvarða og mjög reynt að bæta almennt siðferði.
Ég get líka alveg skrifað undir að sumt í biblíunni eru ágætar sögur og þokkalegur kveðskapur. Það er aðeins þessi fáránlega skoðun að biblían eigi sér yfirnáttúrulegan uppruna hjá guðlegri veru sem ég get ekki fellt mig við. Hún er mannanna verk og alvæg sæmileg sem slík, þó ekki jafnist hún á við Hómer, Markús Árelíus, Shakespeare, Dickens eða Laxness svo ég taki dæmi af handahófi.
Nei, Mofi. Þeir sem fremja mestu illvirkin í biblíunni eru einmitt þeir sem gvuð hefur mesta velþóknun á eins og Abraham, Móses, Jósúa og Lot. Gvuð stöðvar enga illsku heldur verðlaunar hana hvað eftir annað.Um hvað ertu eiginlega að tala? Ertu með einhver dæmi?
Nokkur dæmi um illvirki Abrahams: <1. Mósebók 21:14 1. Mósebók 22:2-10
Nokkur dæmi um illvirki Móses: 2. Mósebók 2:11-12 3. Mósebók 24:10-23
Nokkur dæmi um illvirki Jósúa: Jósúabók 6:16-21 Jósúabók 9:15-27
Dæmi um illvirki Lot: 1. Mósebók 19:8
Ofangreint má allt lesa á http://www.biblian.is/ ef menn hafa áhuga, en erfitt er að vísa beint í greinarnar á Íslandi. Sennilega er það viljandi.
Svo samkvæmt skilgreiningu ykkar er gott að drepa börn og konur og allt annað kvikt.
Gangið þér ekki heill til skógar Haukur Ísleifsson?
Gvuð gamla testamentisins skipaði Ísraelsmönnum hvað eftir annað að drepa konur, börn og allt annað kvikt. Hetjur GT, Móses, Jósúa og fleiri, hlýddu því og hlutu náð drottins fyrir. Þetta er að sjálfsögðu viðbjóðslegur siðaboðskapur, en lýsandi fyrir tíðarandann.
Að sjálfsögðu erum við Vantrúarmenn á móti slíkum boðskap, hvað annað?
Þarna er hégiljan lifandi komin. Byrjað er á að gefa sér forsendur, forsendur sem gripnar eru úr loftinu án nokkurrar hugsunar.
Mofi datt í þessa skrípaútfærslu af röksemdafærslu: "Þegar maður gerir þá byrjunar ályktun að Guð er góður þá trúir maður að svona hafi verið til góðs."
Með því að gefa sér forsendurnar á þennan hátt er hægt að réttlæta, eða sýna fram á hvað sem er.
Guð er góður og því er allt sem hann gerir - gott.
Mofi, Mofi, Mofi !! Ég hélt þú vissir að maður á ekki að klifra í háspennuvirkjum, maður getur soðið í sér heilann.
Mofi!! Kötturinn hefur 10 skott.
Gefum okkur að enginn köttur hafi 9 skott. Gefum okkur að 1 köttur hafi einu fleira skott en enginn köttur.
Kötturinn er með 10 skott.
Gefum okkur að tunglið sér úr osti .....
Mofi, Mofi, Mofi.
Mofi er mikill röksnillingur. Ég vil nú meina að mofi sé ekki til, heldur sé svokallaður CAR-vírus, sem útleggst Creationist Auto-Response Virus. Sérstaklega skæður vírus sem leggst á spjallþræði og klippir saman allskonar texta úr skrípasögum. Það má þó auðveldlega greina á milli CAR-vírus og raunsvara vegna samhengisleysi svaranna og hversu fráhverf þau eru raunveruleikanum.
Það hefur greinilega einhver misskilið.
"Haukur Ísleifsson - 01/11/07 12:16 # Svo samkvæmt skilgreiningu ykkar er gott að drepa börn og konur og allt annað kvikt."
Þessu var beint til þess/þeirra sem sagði að Guð væri góður=ÞAð sem Guð gerir er gott.
Guð drepur börn konur og allt kvikt=Það að drepa börn konur og allt kvikt er gott.
Það var þessi siðfræði sem ég var að reyna að gagnrýna.
Hvernig virkar "blockquote"?
Haukur, það er einfaldast að setja stærra en merki > fyrir framan þann texta sem þú vilt vitna
">tilvitnun"
verður
tilvitnun
Annars grunaði mig að þú værir að vísa til ummæla mofa.
Birgir Ertu að segja að eitthvað sé ekki rétt eftir Jesú haft í Nýja testamentinu?
Er þessu beint til mín? Ef svo, geturðu útskýrt nánar?
Hjalti Nei, Mofi. Hvernig dettur þér í hug að við myndum kvarta ef guðinn þinn hefði ekki framið þjóðarmorð í bókinni þinni?
Týpísk rök fyrir því að Guð er vondur er að Hann stöðvi ekki vont fólk eins og í mörgum af þessum þjóðfélögum þá brenndu þau af og til börn sín lifandi.
ljósi þess að guðinn þinn fyrirskipar svona óréttlát fjöldamorð, þá ættirðu ef til vill að endurskoða þessa byrjunarályktun. Með sama hætti væri hægt að réttlæta ansi margt:
Aðeins þegar við kemur fortíðinni og þeirri ályktun að Guð hafi raunverulega gert ákveðna hluti.
Fræg eru barnamorðin í Egyptalandi í 11. kafla 2. Mósebókar 23:29-31, en svo afkastamikill var barnaslátrarinn að um allt Egyptaland var ekki "það hús að eigi væri lík inni." Þessi tilteknu fjöldamorð voru gerð til að árétta kúgunarboðskap guðs gagnvart gyðingum: gerið eins og ég segi eða ég drep ykkur líka. Ekki orðað svona í biblíunni en merkingin er sú sama.
Ef þú gerir þá ályktun að Guð er til þá þegar Hann tekur líf þá er Hann aðeins að taka til baka það sem Hann í upphafi gaf. Guð síðan tekur aldrei líf að eilífu fyrr en á dómsdegi og þá sem þeir missa lífið eru þeir sem eiga ekki skilið eilíft líf.
Nokkur dæmi um illvirki Abrahams:Biblían er ekkert að fela þau vondu verk sem sumir menn frömdu, þeir gerðu hræðilega hluti, engin spurning, þeir voru sekir. Þú lætur eins og að Biblían sé að láta þeirra verk líta vel út eða láta þá líta vel út en það er akkurat hins vegin. Saga Ísraels einkennist í Biblíunni af illsku og vantrú en samt varðveittu þeir Biblíuna; þrátt fyrir að láta þá líta út fyrir að vera hræðilegt fólk þá varðveittu þeir Biblíuna eins og ekkert annað rit í mannkynssögunni hefur verið varðveitt.
Þetta kemur vel fram í orðum Jósephus, sagnfræðings á fyrstu öld e.kr.
Josephus We have given practicle proof of our reverence for our own Scriptures. For, although such long ages have now passed, no one has ventured either to add, or to remove, or to alter a syllable; and it is an instinct with every Jew, from the day of his birth, to regard them as the decrees of God, to abide by them, and if need be, cheerfully die for them. Time and again ere now the sight has been witnessed of prisoners enduring tortures and death in every form in the theaters, rather than utter a single word against the laws and the allied documents. ... What Greek would endure as much for the same cause? Even to save the entire collection of his nation's writings from destruction he would not face the smallest personal injury. For the Greeks they are mere stories improvised according to the fancyof their authors; and in this estimate even of the older historians and they are quite justified, when they see some of their own contemporaries venturing to describe events in which they bore no part, without taking the trouble to see information from those who know the facts.
Týpísk rök fyrir því að Guð er vondur er að Hann stöðvi ekki vont fólk eins og í mörgum af þessum þjóðfélögum þá brenndu þau af og til börn sín lifandi.
Þú áttar þig vonandi á muninum á að "stöðva fólk" og að fremja þjóðarmorð.
Aðeins þegar við kemur fortíðinni og þeirri ályktun að Guð hafi raunverulega gert ákveðna hluti.
Ég hef ekki hugmynd um hvað þetta þýðir.
Aðeins þegar við kemur fortíðinni og þeirri ályktun að Guð hafi raunverulega gert ákveðna hluti.
Ehemm...
Mátt kannski sleppa wiskíinu þegar þú skreppur á spjallborðið. Sem er kannski ágæt ástæða fyrir flest af ritum þínum hér...
Hjalti Þú áttar þig vonandi á muninum á að "stöðva fólk" og að fremja þjóðarmorð.
Ef hópur manna er staðráðinn í að fórna börnum, standa í stríðum og alls konar rugli þá finnst mér ekkert eðlilegra en að Guð taki frá þeim lífið sem Hann gaf þeim og þeir eru að misnota.
[Umræða um helvítið var færð á spjallborðið - Hjalti Rúnar]
Ákaflega gott ráð að hvetja fólk til þess að lesa Biblíuna. Lesa ALLT - ekki bara sumt. Finna t.d. út þegar Jesú var EKKI miskunnsamur og þegar hann gat EKKI fyrirgefið þeim sem hann taldi móðga sig.
Lesið Biblíuna og finnið hvern hvað rekur sig á annars horn - þannig að hver sem er getur ríghaldið í ákveðnar tilvitnanir sem henta honum og haldið þeim á loft - "gleymt" svo bara hinu...
Lesið Biblíuna og losnið undan trú á guð eða guð!
Mofi. Afneitun þín er algjör.
Ef hópur manna er staðráðinn í að fórna börnum, standa í stríðum og alls konar rugli þá finnst mér ekkert eðlilegra en að Guð taki frá þeim lífið sem Hann gaf þeim og þeir eru að misnota.
Svo allir þessir litlu krakkar, barnshafandi konur og húsdýr voru svona vond.
...Guð taki frá þeim lífið sem Hann gaf þeim og þeir eru að misnota.
Enn er Mofi að gefa sér forsendur. ...lífið sem Hann gaf þeim ??????? Það er ekki hægt að rökræða við mann sem heldur að bókin sem deilt er um og margir líta á sem lélega skáldsögu geti líka verið heimild. Þetta er að vísu sígild dilemma og ekki bundin við Mofa. Þetta er röksemdafærsla sem fer í hring. Þetta er eins og að skrifa fræðilega ritgerð og vitna sífellt í hana sjálfa, blaðsíðutal og alles, sem heimild. Sjálfhverfan er alger. Engum nema trúarnöttara dytti svona vitleysa í hug og það skrítna er að þeir virðast komast upp með þetta.
Jórunn: Ákaflega gott ráð að hvetja fólk til þess að lesa Biblíuna. Lesa ALLT - ekki bara sumt. Finna t.d. út þegar Jesú var EKKI miskunnsamur og þegar hann gat EKKI fyrirgefið þeim sem hann taldi móðga sig.
????
Umræða um helvíti var færð á spjallborðið
Ef hópur manna er staðráðinn í að fórna börnum, standa í stríðum og alls konar rugli þá finnst mér ekkert eðlilegra en að Guð taki frá þeim lífið sem Hann gaf þeim og þeir eru að misnota.
Já, fyrir utan það sem aðrir hafa bent á (varla voru börnin staðráðin í þessu), þá hafði hann marga aðra möguleika í stöðunni aðra en að skipa Ísraelsmönnum að stunda fjöldamorð.
En það sem mér finnst merkilegt er að í dæminu sem ég gaf þér er tekið fram að ástæðan er ekki sú að þjóðin var "staðráðinn í að fórna börnum, standa í stríðum og alls konar rugli", heldur var ástæðan sú að langa-langa-langa-langa-langa-langa-langa-langa-langa-langa-langa-afar þessara þjóða voru í stríði. Er það góð ástæða að þínu mati?
Hvað merkja spurningamerkin þín "óðinsmær" - ertu ekki vellesin í bifflíunni?
greinilega ekki Jórunn, við hin trúuðu erum jú svo vitlaus að við föttum hana ekki eins vel og þið. Komdu með dæmin og uppfræddu mig.
Jórunn og Óðinsmær, ég legg til að þið haldið áfram þessum umræðum á spjallborðinu.
Það sem Jórunn kemur til með að segja smellpassar samt alveg við þriðju efnisgreinina. En þið ráðið þarsem þetta er ykkar leikvöllur. Má ég samt biðja um að þetta verði ekki fært fyrren hún svarar? þannig að ég viti hvenær hún er búin að því og þurfi ekki að leita á spjallinu.
Óðinsmær... Það er ráð að lesa Biblíuna eina og hvern annan ritaðan texta - með gagnrýnu hugarfari. Sjá það sem raunverulega stendur en ekki það sem maður vill að standi...
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.
Reynir (meðlimur í Vantrú) - 31/10/07 09:09 #
Vissulega er meginmál Biblíunnar fjarri því hrífandi lestur, raunar er það grútleiðinlegt. Það er því ánægjuefni að einhverjir skuli ákveða að lesa, eða skikka aðra til að lesa, svo það megi þá ljóst vera (a.m.k. lesendunum því varla verða áheyrendur margir). Því fleiri sem átta sig á hvað ritið er í raun nauðaómerkilegt, því fleiri verða því andsnúnir. Þá er minni hætta á bull úr henni fái að vaða uppi og það stuðlar að heilbrigðara samfélagi.
Að vísu megum við þakka fyrir að hér og nú er aðeins veifað á lofti mein- og bitlausum hlutum Biblíunnar, en fái menn þá flugu í höfuðið að eitthvað sé að marka þessa bók er stutt í ranghugmyndir, fordóma, hroka, kúgun og allsherjar brjálæði. Því miður verða alltaf einhverjir því að bráð. Biblían er göróttur drykkur og getur leitt til ofdrykkju með hörmulegum afleiðingum fyrir einstaklinginn, fjölskyldu hans, samfélag og jafnvel þjóðir heims.