Læknum yrði ekki borgað kaup og rannsóknir á sjúkdómum leggðust af ef Guð hindraði sjúkdóma með sama hætti og slys. #
Baldur Kristjánsson, þjóðkirkjuprestur
Í Fréttablaðinu í dag (bls.2) kemur fram að þau í Háteigskirkju ætla að verja 50 milljónum króna í nýtt orgel.
Til að safna fyrir þessum orgelgarmi á að selja hluta lóðar, sem kirkjan fékk gefins frá Reykvíkingum undir Háteigskirkju, undir íbúðabyggð sem er kirkjunni óviðkomandi. Það er dagljóst að þjónkun við Ésú er hafin yfir öll lög og siðferði ef þessi gjörningur fæst samþykktur í Borgarráði.
Ja ok eg skil... gud leyfir semsagt sjukdomum ad drepa miljonir manns a hverju ari svo ad blessudu laeknarnir hafi nu eitthvad ad rannsaka.
Obboslega er gud godur ad sja til tess ad laeknar og adrir sem rannsaka sjukdoma sitji nu ekki audum hondum.
Ef guð væri til þá væru engir sjúkdómar engin slys og ekkert nema bændur og prestar. Þá væri ég frekar til í heiminn eins og hann er.
"Læknum yrði ekki borgað kaup og rannsóknir á sjúkdómum leggðust af ef Guð hindraði sjúkdóma með sama hætti og slys." Baldur Kristjánsson, þjóðkirkjuprestur
Sagði maðurinn þetta í alvöru ? Hvaða öld er núna?
Af hverju að hindra slys, en ekki sjúkdóma ? Er einver guð að hindra slys ? Er hann þá svona ofboðslega lélegur í því? Er hann bara að hindra sum slys ? Eru þeir sem farast í slysum ekki inn hjá honum ? Af hverju er þá verið að biðja fyrir sjúkum ef búið er að dæma þá í þágu rannsókna ?
Hvað þurfa menn að vera liðugir til að ganga um með höfuðið á kafi í eigin afturenda ?
Sumir eru svo tregir að halda að þessi almáttugi sé í alvöru að gera eitthvað. Í hverjum þætti af td. "The worlds most amazing videos" er alltaf einhver sem þakkar "Guði" fyrir að sleppa lifandi þegr hann kveikti í sér og ætlaði að stökkva mörg hundruð metra og lenda í mykju en misst stjórn og klessti á áhorfenda pall. Svo komu alvöru hetjurnar með slökkvitæki til að bjarga bjánanum en allt hól um endurhlogun fór til Gvuðs.
Ég segi það og skrifa. Fólk er Fífl.
Klassískt trix vantrúarmanna. Taka eina litla setningu út úr heilli ræðu, slíta þannig allt úr samhengi og láta prestinn líta illa út. Svo eru allir svakalega hneykslaðir hérna í commenta-kerfinu en hafa í raun ekki hugmynd um um hvað presturinn var að tala.
Ég gæti t.d. tekið commentið hjá honum Árna hérna fyrir ofan, slitið það úr samhengi og vitnað í það til að sýna hvað Árni er heimskur.
"Hvaða öld er núna?" -Árni Árnason, trúleysingi
Ha ha, shit hvað þessi Árni er heimskur. Veit ekki hvað öld er!
Kv. Reynir
Reynir, hvað í samhenginu breytir merkingu þessarar setningar?
Presturinn heldur því einfaldlega fram að ein af "slæmu" afleiðingum þess að útrýma sjúkdómum væri sú að "[l]æknum yrði ekki borgað kaup og rannsóknir á sjúkdómum leggðust af".
Reynir, það er vísun á prédikunina með tilvitnuninni (# táknið), það geta því allir fylgt þeirri vísun og lesið orð prestsins í réttu samhengi.
"En ég á við er það ekki augljóst að þú gerir ekki barni þetta, ég á við tsunami – þú afstýrir því ef þú getur? Já, en Guð má ekki leggjast í einhverjar björgunaraðgerðir á jörðu niðri. Þá myndu menn týna allri ábyrgð, er það ekki augljóst? Skipstjórinn myndi verða kærulaus því engir bátar færust, sömuleiðis bílstjórinn og flugstjórinn. Læknum yrði ekki borgað kaup og rannsóknir á sjúkdómum leggðust af ef Guð hindraði sjúkdóma með sama hætti og slys. Allir yrðu ódauðlegir eða að minnsta kosti fjörgamlir. Þú hættir að hafa áhyggjur af börnunum þínum – þú þyrftir ekki að borða hollan mat. Óábyrgt mannlíf er óhjákvæmilegur fylgifiskur þess ef Guð færi sím og æ að bjarga málum. Og á hann kannski bara að bjarga sumum, ekki öðrum?"
Sé ekki betur en að Baldur sé að tala um frjálsan vilja. Hann er að prédika það að við berum ábyrð á eigin lífi. Getum ekki gert það sem okkur sýnist og ætlast til þess að Guð bjargi málunum. Það er það sem ræðan snýst um. Ekki það hversu hræðilegt það væri ef sjúkdómar væru ekki til því þá fengju læknar engin laun.
Ekki batnar hin tilvitnaða klausa við það að vera sett í samhengi við predikunina að nýju.
Þetta kjaftæði um að guð vilji að fólk taki ábyrgð á eigin lífi er bara sorglegur flótti. Það er fullt af fólki sem ber mikla ábyrgð á eigin lífi, lifir grandvöru og ábyrgðarfullu, jafnvel hákristnu, lífi en er svo kálað af krabbameini, snjóflóðum eða eldsvoðum sem það á enga sök á. Prestur þjóðkirkjunnar hélt því blákalt fram á sínum tíma að þeim sem fórust í snjóflóði á vestfjörðum hefði með því verið hegnt fyrir syndir sínar. Kornabörnin voru ekki undanskilin.
Reynið að ákveða ykkur. Er Guð almáttugur ? Er hann algóður? Er hann órannsakanlegur, eða bara órökréttur, óstöðugur, dyntóttur ? Eða kannski illgjarn og óáreiðanlegur ? Er hann yfirleitt til ? Það er með hreinum ólíkindum hvað fólk sem er bæði læst og skrifandi, og virðist að öðru leyti ágætlega greint, skuli geta fest svona heiftarlega í rakalausum þvættingi, aldagamalli lygi og bulli þar sem ekki stendur steinn yfir steini. Ætli þetta sé einhver einangruð heilastöð sem getur brunnið svona heiftalega yfir ?
Reynir, ég á afar bágt með að sjá hvernig "frjáls vilji" tengist því að læknum yrði ekki borgað kaup og að rannsóknir á sjúkdómum legðust af.
Kæruleysi og óábyrg hegðun hafa ekkert með krabbamein og hamfarir að gera. Léleg afsökun.
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.
Reynir (meðlimur í Vantrú) - 28/10/07 11:21 #
Guði sé lof og dýrð. Ástarfaðir himinhæða, ástarþakkir.
Baldur var að velta fyrir sér tsunami, þjóðarmorðum í Rúanda og útrýmingarbúðum nasista o.fl. í þessari jólaprédikun. Hann sagði líka: "Oft hefur það verið orðað svo að Guð stýri í gegnum okkur mennina … við mennirnir séum útréttar hendur Guðs á jörðu."
Í Fréttablaðinu í dag (bls.2) kemur fram að þau í Háteigskirkju ætla að verja 50 milljónum króna í nýtt orgel.