Í gærmorgun talaði ég á samkundu ungra vinstri-grænna hér í Reykjavík. Ég ávarpaði fundinn fyrir hönd Vantrúar og reyndi að útskýra í stuttu máli hvernig þessi öfga- og ofstækisklúbbur okkar hefur gerbreytt allir umræðu um trúmál á Íslandi.
En kannski svaraði ég ekki þarna stærstu spurningunni, sem þó hlýtur að hafa legið í loftinu. Ég talaði um að umræðan um aðskilnað ríkis og kirkju hefði fyrir nokkrum árum snúist um það eitt að ríkið ætti ekki að reka trúfélög eða að sjá um að innheimta fyrir þau sóknargjöld. En Vantrúarseggir hafa með skrifum sínum náð að teygja umræðuna yfir það að ríkið skuli ekki koma nálægt rekstri hindurvitnaklúbba.
Það sem ég gleymdi var að klára þá málsgrein, með af-því-að aukasetningu. Aumingja unga vinstri-græna fólkið var skilið eftir með það ósvarað, af hverju Vantrú leggur svona mikla áherslu á þetta hindurvitnaatriði. Og á meðan svo er gæti þetta hljómað sem innihaldslaus upphrópun eða uppnefni.
En þeir sem þetta vefrit lesa reglulega ættu auðvitað fyrir löngu að vera búnir að átta sig á af hverju þetta atriði er mikilvægt. En fyrir þá ungu vinstri-grænu sem hér líta inn eftir erindi mitt kemur skýringin hér:
Ríkið á ekki að púkka upp á starfsemi hindurvitnaklúbba, af því að hindurvitni eru skaðleg samfélaginu.
Auðvitað gilda öll hin gömlu rök líka, en þessi hafa að mínu mati gríðarlega þungt vægi í allri þessari umræðu.
Sem rök fyrir fullyrðingunni hér að ofan mætti nefna að ástundun hindurvitna slævir gagnrýna hugsun. Það eitt og sér ætti í raun að nægja sem rök, sér í lagi þar sem mikið af skrifum okkar hér ganga út á að rökstyðja þetta. Ungum vinstri-grænum býð ég því að skoða greinar okkar sem birst hafa hér nær daglega allt frá árinu 2003, vega rök okkar og meta og ákveða svo hversu miklar öfgar það eru sem við stöndum fyrir.
Ég veit vel að þetta hindurvitnahugtak er ekki alveg gjaldgengt í umræðunni enn, í það minnsta í hugum margra. En á meðan svo er höldum við hér áfram að berjast. Á meðan þörf er á baráttu held ég áfram að vera öfgamaður.
En ef rannsóknir hafa endurtekið sýnt fram á að trúaðir einstaklingar séu í betra andlegu jafnvægi, hafi betri heilsu og lifi lengur, ætti þá ekki hið opinbera að styðja við þessa starfsemi?
Það eru barasta engar slíkar rannsóknir til, en samt styður hið opinbera hindurvitnaklúbbana rausnarlega. Sjáðu ríkiskirkjuna og 'græðaralögin' - hvort tveggja rausnarlegur stuðningur við bábiljur.
Betra andlegt jafnvægi, betri heilsa og langlífi hlýtur að vera samfélaginu til góða -- ekki satt?
Nei, þetta er ekki satt. Langlífi er orðið til vandræða, sjáðu t.d. Japan.
Comment frá Finni og viðbrögð frá G2 voru færð á spjallborðið þar sem það tengdist ekki efni greinarinnar
Birgir. Það sem mig langar að vita og kannski á sú spurning ekki heima hér heldur á spjallborðinu, er hvernig tók fólkið ávarpinu og því sem þú hafðir að segja fyrir hönd Vantrúar?
Ég fékk eina fyrirspurn og kurteisislegt klapp í lokin.
Birgir.
Fólk í stjórnmálum er svo viðkvæmt að ræða trú eða trúleysi. Svo viðkvæmt fyrir almenningsálitinu. Guðsóttinn er líka svo ríkur í fólki hvort sem það vill viðurkenna það eða ekki. Stjórnvöld hafa stutt allskonar öfga trúarsafnaði sem segja að veikt fólk sé á valdi djöfulsins, eins og ég hef marg skrifað um. Hvað segir það okkur?
Ég var nú á þessum landsfundi og það sem þú sagðir endurspeglaðir álit nokkurnveginn allra. Voðalega lítið að bæta við það sem þú sagðir. Vandræðin eru bara þau að þetta er eins með okkur og alla aðra stjórnmálaflokka á Íslandi, ungliðarnir vilja aðskilnað en eldri öfl í flokknum hika. Reyndar minnir mig að frjálslyndir hafi samþykkt eitthvað en hafa þeir einhvern vilja innan flokksins til að koma því áfram? Ég efast um það.
Það má kannski bæta við að daginn eftir að þú komst samþykktum við í UVG að bæta við sérályktun sem ítrekaði vilja okkar til að aðskilja ríki og kirkju(Hún hafði áður verið inní ályktun tengdri siðmennt og "vinaleiðinni"). Og svo má ekki gleyma að Steingrímur er eini flokksformaðurinn sem hefur gefið sig fram sem efahyggjumann.
Gaman að heyra að UVG ætlar að leggja meiri áherslu á aðskilnaðinn hér eftir.
[ Hér ritar Finnur undir dulnefni - athugasemd hans var færð á spjallið - Matti ]
Ríkið á ekki að púkka upp á starfsemi hindurvitnaklúbba, af því að hindurvitni eru skaðleg samfélaginu.Hver á að ákveða hvað séu hindurvitni? Og hvernig geturðu fullyrt að öll hindurvitni séu skaðleg? Getum við treyst félagsvísindamönnum til þess að ákvarða skaðsemi hugmyndafræði, líkt og trúarbragða?
Hver á að ákveða hvað séu hindurvitni?
Ákveða? Um það þarf ósköp einfaldlega að ræða (og rökræða).
hvernig geturðu fullyrt að öll hindurvitni séu skaðleg?
Hafðu fyrir því að lesa greinina sem þú kommentar við, Birgir skrifar m.a. :
Sem rök fyrir fullyrðingunni hér að ofan mætti nefna að ástundun hindurvitna slævir gagnrýna hugsun.
Ákveða? Um það [hvað eru hindurvitni] þarf ósköp einfaldlega að ræða (og rökræða).Og á hvaða vettvangi á sú rökræða að fara fram, Matti?
Sem rök fyrir fullyrðingunni hér að ofan [ástundun hindurvitna er skaðleg samfélagin] mætti nefna að ástundun hindurvitna slævir gagnrýna hugsun.Nú er það engan vegin staðfest að trúarbrögð þau sem þjóðkirkjan stundar séu hindurvitni, þannig að þessi rök ná engan vegin yfir það sem þessi grein fjallar um. Er þetta ekki það sem þið kallið strámaður?
Nú er það engan vegin staðfest að trúarbrögð þau sem þjóðkirkjan stundar séu hindurvitni,
Hvað í ósköpunum áttu við, hefurðu skoðað kenningar kirkjunnar eða lesið trúarjátninguna?
Það er fáránlegt að deila um þetta, að sjálfsögðu eru trúarbrögð þau sem Þjóðkirkjan boðar hindurvitni.
En það væri reyndar þér líkt að þrátta fyrir það.
Það er fáránlegt að deila um þetta, að sjálfsögðu eru trúarbrögð þau sem Þjóðkirkjan boðar hindurvitni.Ég hélt að það ætti að ræða (og rökræða) um hvað séu hindurvitni. En þið hafið greinilega ákveðið að svo sé, jafnframt því að hindurvitni séu skaðleg, og umræður eru því tilgangslausar.
Þú ert nú meira tröllið Finnur. Hvað er það sem fer svona voðalega mikið í taugarnar á þér? Mér sýnist þú vera að rembast við það að etja vantrúuðum í eitthvað fúa-fen rökræðu-rembings. það er bara svo leiðinlegt og öllum til vansa að standa í slíku.
Vertu nú málefnalegur og sómasamlegur.
Það sem fer í taugarnar á mér er þessi tvískinnungur í ykkur. Ég spyr hér að ofan hver á að ákveða hvað séu hindurvitni, og Matti svarar að um það eigi að vera rætt (og rökrætt). Í næstu athugasemd segir hann síðan að það sé fáránlegt að deila (ræða og rökræða) um hvort trúarbrögð þjóðkirkjunnar séu hindurvitni.
Hefur vantrúin slævt svo þína gagnrýnu hugsun Teitur, að þú áttir þig ekki á þessum tvískinningi og telur mig vera með ósóma hérna?
Finnur, það fór kannski fram hjá þér - en ég benti á kenningar Þjóðkirkjunnar og trúarjátningu hennar í síðustu athugasemd minni. Af hverju hundsar þú það?
Ég hefði talið þessar vísanir mínar fullnægjandi rök fyrir þeirri fullyrðingu að hún boðar hindurvitni. Ég veit að þú munt reyna að þrætta fyrir það og halda því fram að það séu engin hindurvitni falin í meyfæðingunni, upprisunni eða kraftaverkunum. Það er sú deila sem mér finnst fáránleg.
Ég veit að þú munt reyna að þrætta fyrir það og halda því fram að það séu engin hindurvitni falin í meyfæðingunni, upprisunni eða kraftaverkunum. Það er sú della sem mér finnst fáránleg.Lykilatriðið hérna er það feitletraða, og það var einmitt það sem ég var að spyrja um. Þú ert semsagt sá sem ákveður hvað telst vera hindurvitni -- og það sem þú hefur ákveðið verður ekki rætt (né rökrætt)
Þú ert semsagt sá sem ákveður hvað telst vera hindurvitni
Í fyrstu athugasemd minni hér vísaði ég á FAQ grein sem heitir "Hvað eru hindurvitni". Kannski fór sú vísun framhjá þér.
Í næstu athugasemd minni vísaði ég á efni sem ég tel að rökstyðji vel að kreddur þjóðkirkjunnar passa við þá skilgreiningu.
Ég mun færa frekar umræður á þessum nótum á spjallborðið.
Talandi um hindurvitni eins og það er kallað og finnst mér það frekar leiðinlegt orð, kannski af því að það er notað svo mikið, að áður en ég vissi hvað það var og hvað var kallað dulrænt hér í denn, þá sá ég konu sem var látin og ekki bara einu sinni, heldur nokkrum sinnum.
Ég var bara 4ra ára. Ég gerði mér heldur enga grein fyrir því hvað "dáin" þýddi, en skynjaði að það var eitthvað sorglegt vegna þess að þegar ein systir mín varð skírð, var hún skírð í höfðuðið á þessari konu sem hafði látist svo snögglega einhverju áður og fólk var að tala um það. Maður umræddrar konu hélt á systur minni undir skírn og konan hans (hin látna) stóð hjá honum og var líka með honum í skírnarveislunni.
Mér fannst mjög skrítið að fólk skildi vera að tala um konuna á þennan hátt. Því fyrir mér var hún bara þarna og hún brosti til mín í veislunni.
Fyrir þessu hef ég að sjálfsögðu engar sannanir :)
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.
Finnur - 08/10/07 05:10 #
En ef rannsóknir hafa endurtekið sýnt fram á að trúaðir einstaklingar séu í betra andlegu jafnvægi, hafi betri heilsu og lifi lengur, ætti þá ekki hið opinbera að styðja við þessa starfsemi? Betra andlegt jafnvægi, betri heilsa og langlífi hlýtur að vera samfélaginu til góða -- ekki satt?