Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Hlustendur í ruglinu

Það voru áhugaverðir hlustendur sem þeir Magnús Skarphéðinsson og Birgir Baldursson fengu að kljást við á Bylgjunni í morgun. Birgir var í þessum þætti sakaður um öfgar og þröngsýni en þegar til kom var engin innistæða fyrir þeim ásökunum.

Hlustendur voru sumir á dálitlu hugmyndafylleríi, misstu sig jafnvel í pytt valkæmrar hugsunar og staðfestingartilhneigingar, enda búnir að ástunda sinnuleysi af miklum móð alla sína tíð.

Skilgreining eins hlustanda á lífi var einnig ákaflega sérstök auk þess sem sá hinn sami opinberaði fáfræði sína á starfsemi Vantrúar - hann les ekki ritið af ótta við að verða neikvæður.

Magnús sakaði svo vísinda- og efahyggjufólk um fordóma og lýsir það vel hans eigin fordómum til þeirra sem tilbúnir eru að breyta heimsmynd sinni í hvert sinn sem sýnt er fram á eitthvað nýtt í veröld okkar. Er Magnús nógu fordómalaus til að breyta sinni heimsmynd eftir því sem þekking okkar leiðir í ljós nýjar upplýsingar? Ef svo er, af hverju trúir hann þá enn á miðla?

Í dag eru hljóðskrárnar tvær:

Einnig er hægt að sækja skrána hér [.mp3 13,7 MB]

Einnig er hægt að sækja skrána hér [.mp3 8,7 MB]

Ritstjórn 02.10.2007
Flokkað undir: ( Útvarp )

Viðbrögð


Sævar Helgi (meðlimur í Vantrú) - 02/10/07 13:19 #

Já, þessir hlustendur voru margir hverjir í ruglinu. Konan sem hringdi fyrst var þó sú eina með viti.

Birgir þú stóðst þetta fárviðri vel af þér. Hlakka til að heyra næsta þá. Langar bara að benda þér og öðrum lesendum á þessa grein:

Geimverutrúarbrögð á Stjörnufræðivefnum

Annars vil ég líka benda áhugasömum á umfjöllun um líf í alheimi á Stjörnufræðivefnum


Haukur Homm - 02/10/07 14:25 #

Ég er sammála Magnúsi um að vera galopinn um umhverfi sitt. Hins vegar væri fínt að bæti við gagnrýninn, galopinn en gagnrýninn.


Khomeni (meðlimur í Vantrú) - 02/10/07 14:34 #

Mér fannst Birgir ferlega góður. það var eiginlega pínlegt hvernig hann lék þessa rugludalla sem ætluðu að góma hann í rökræðunni.

Enn kom upp hin ógeðslega guðssönnun sem gengur út á að "allir trúi þegar dauðinn starir þá í augunn". Þetta er kannski alveg rétt. Ég er viss um að þegar flugvél er að hrapa eða þvíumlíkt þá kanski, hrópar trúleysinginn á guð um að bjarga sér....

En þvílík röksemdafærsla!. Þvílík guðssönnun! þarna er verið að setja manneskjuna í algera örvæntingarstöðu og krefja hana síðan um afstöðu til kraftaverka eða framhaldslífs.

Þessi röksemdafærsla er eitthvað það ljótast sem maður heyrir og afhjúpar innræti þeirra sem leggja hana fram.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 02/10/07 14:47 #

Kristján Hrannar Pálsson er hér með beðinn afsökunar á að hafa verið kallaður Magnús Hrannar í morgun. :)


Skúli Bjarnason - 02/10/07 18:41 #

Sæll Birgir og til hamingju með daginn, ég hlustaði á ykkur í morgun og fannst svörin þín frábær, hef líka hlustað á þig rökræða við Gunnar í Krossinum og finnst þú alltaf hafa betur. Eins og mér heyrðist þú segja er öllum hollt að trúa, en bara ekki hverju sem er og ekki á hvað sem er. Ég trúi t.d. ekki að ef ég geri eitthvað slæmt að þá hljóti mér að hefnast fyrir það annarsstaðar og ef einhver Guð er til, þá trúi ég að Guð hjálpi þeim sem hjálpa sér sjálfir, þar af leiðandi verð ég sjálfur að leysa þann vanda sem ég hef komið mér í Kv. Skúli.


Brynjólfur Þorvarðarson (meðlimur í Vantrú) - 02/10/07 20:46 #

Sæll Birgir og til hamingju með daginn

Þetta var frábært hjá þér, magnað að hlusta á þetta, ég verð örugglega með kveikt á Bylgjunni næsta þriðjudagsmorgun.


Jón Magnús - 03/10/07 17:50 #

Umræða sem tengdist ekki greininni var flutt á spjallborðið


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 04/10/07 01:03 #

Þakka hamingjuóskir. Gaman að heyra frá þér Skúli.


Kristján Hrannar Pálsson - 04/10/07 07:17 #

Ég vil þakka Birgi fyrir að koma spurningum mínum á framfæri. Reyndar heyrðist mér hvorki stjórnendur þáttarins né Magnús þekkja fyrirbærið svefnrofalömun og væri óskandi að Birgir hefði fengið svigrúm til að skýra betur frá því.

Magnús kom heldur ekki með dæmi um einhverja sögu sem hann drægi í efa heldur hélt áfram með frásagnir af því sem virtist vera ósköp venjulegt dæmi um svefnrofalömunina. Ég hef sjálfur lent í þessu að nóttu til og skil því vel að fólk sem viti ekki betur tengi þetta um leið við drauga og önnur dulræn fyrirbrigði; að minnsta kosti er þetta mjög óþægileg upplifun.

Reyndar hefði ég sjálfur skellt einni spurningu í viðbót á Magnús; semsagt hvernig stendur á því að í þeim heimshlutum þar sem fólk trúir ekki á líf eftir dauðann þekkist ekki miðlar. Fæðast engir þar með þessa miðilshæfileika? Trúa íbúar þar ekki frásögnum meintra miðla á þeim slóðum (séu þeir til) eða er fólkið ekki haldið þeirri óskhyggju að vinir þeirra og ættingjar lifi áfram eftir dauðann?


Viktor - 04/10/07 19:48 #

Mig langar að hrósa þér Birgir fyrir að sýna úthald í þessum þáttum og takast á við allt þetta fólk. Ég væri löngu búinn að snappa eða alla vegana orðinn vel pirraður, sérstaklega þegar vantrú var bendluð við það að vera öfga-eitthvað þegar þeir sem hringdu inn hafa ekki einu sinni lesið stakan staf á þessari síðu.

Ég er trúlaus og efasemdamaður, samt forðast ég ekki Kent Hovind og aðra vitleysinga. Hef séð mikið af sökum sköpunnarsinna og reyni að færa rök gegn þeim, í stað þess að flýja þeirra afstöðu


Haukur Ísleifsson - 04/10/07 21:51 #

Þú hefur mikið þol á kjaftæði Birgir. Ég myndi missa mig ef ég þyrfti að rökræða við fólk sem hefur lagt af alla rökrétta hugsun. Stór plús Birgir.


Kristján Lundberg - 06/10/07 23:03 #

Mikil snilld.

Finnst að það mætti benda trúgjörnum miðilsförum á wikipedia, og leita þar af Cold Reading og lesa sig aðeins til um það, já og skoða verk Derren Brown.

Svo er hálf óþolandi þegar fólk trúir sögum sem vísindalegum sannleik, og segist ekki þurfa neinar sannanir. Það kallast bara ,,lazy science'' og ekkert annað. Fyndið samt þegar fólk segir að sönnunarbirgðin sé hjá efasemdafólkinu.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.