Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Caveat emptor

Ef við líkjum trúfélögum við fyrirtæki, þá væri Jesús örugglega aðalsöluvara Þjóðkirkjunnar. Næst í röðinni væru ef til við guðspjöllin fjögur, sögurnar um aðalsöruvöruna. Þegar maður skoðar báðar þessar vörur í einu sér maður að önnur þeirra hlýtur að vera gölluð.

Maður þarf ekki að starfa í markaðsrannsóknardeild fyrirtækisins til þess að átta sig á því að „góði gæinn Jesús“ er besta útgáfan af aðalsöluvörunni. Þessi útgáfa er umburðarlyndur jafnréttis-, friðar- og lýðræðissinni sem leyfir giftingu fráskildra (og jafnvel samkynhneigðra!). Versta útgáfan væri „klikkaði gaurinn Jesús“, óumburðarlyndur íhaldsseggur sem trúði því að heimsendir væri rétt handan við hornið þar sem hann myndi sjá til þess að stórum hluta mannkyns yrði varpað í helvíti. Svo er hann auðvitað á móti giftingum fráskildra.

Vandi sölumanna fyrirtækisins liggur í því að næst mikilvægasta söluvara hennar, guðspjöllin fjögur, boða klárlega „klikkaða gaurinn Jesú“ [1]. Ef „góði gæinn Jesús“ var til, eru guðspjöllin klárlega óáreiðanleg og boða vitlausa útgáfu af Jesú, gölluð vara. Ef guðspjöllin eru ekki gölluð, boða rétta af mynd af Jesú, þá var hann „klikkaði gaurinn Jesús“, gölluð vara. Sumir sölumenn fyrirtækisins Þjóðkirkjunnar viðurkenna að Jesús var að öllum líkindum gölluð vara [2], aðrir viðurkenna ef til vill að guðspjöllin séu gölluð vara, en að „góði gæinn“ hafi verið til.

Ef sölumenn fyrirtækisins, prestarnir,viðurkenna ekki að að önnur hvor varan þeirra er gölluð, þá hafa þeir annað hvort ekki kynnt sér söluvörurnar sínar eða þá að þeir eru óheiðarlegir sölumenn.


[1] Sjá til dæmis Mt 11:20-24, 13:36-43, 13:49-50, 24:29-31, 24:36-39
[2] „Svo virðist sem hann hafi gert ráð fyrir að endalok heimsins væri í nánd og ný öld, öld ríkis Guðs í heiminum, væri að renna upp.“ – Þórhallur Heimisson #

Hjalti Rúnar Ómarsson 06.09.2007
Flokkað undir: ( Kristindómurinn )

Viðbrögð


FellowRanger - 06/09/07 16:12 #

Mjög skemmtilega hönnuð frásögn. Og fræðandi!! Dúm dúm dúúúúm!

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.