Vantrú vísiterar höfuðstað Norðurlands um komandi helgi. Ef ykkur langar að hitta þetta ágæta fólk, sem biskup Íslands hræðist meira en ástfangið hommapar, er tækifærið núna.
Á laugardaginn munu nokkrir félagar í Vantrú koma sér fyrir á kaffihúsinu Bláu könnunni kl. 15:00. Við hvetjum norðlenska trúleysingja sérstaklega til að kíkja í kaffi, heilsa upp á okkur og spjalla um daginn og veginn.
Ef þið hafið alltaf verið á leiðinni að leiðrétta trúfélagaskráningu ykkar getum við aðstoðað ykkur í leiðinni.
Hver veit nema maður læði sér inn á bláu könnuna og fái sér svona eins og einn latte... Ekkert á mér eða minni fjölskyldu að græða samt hvað varðar trúfélagaskráningu, löngu farin úr henni, m.a.s. áður en ég uppgötvaði ykkur ;-)
Ég mun ekki koma - þið vitið að skv. trú ykkar þá varð allt til úr engu og enginn kom þar nálægt svo hver veit nema eitthvað úr engu komi til ykkar og spjalli um ekki neitt eins og vantrú gerir. Tilviljanirnar eru svo yndislega skipulagðar að lífið varð til úr engu meðan allt var steindautt og ekkert líf til þá myndaðist líf. Hver veit nema "kallinn í tunglinu" fari að sýna sig. Hann hlýtur skv. þróun og kenningunni um Guðlausa veröld geta verið til eða að þróast í sýnilegt ástand. kveðja Snorri í Betel
Þú getur heldur ekki komið ágæti Snorri úr Betel. Þetta var fyrir rúmum mánuði síðan eða þann 1 og 2 september.
Hvað varðar fullyrðingu þin a um trúlausir trúi því að "allt varð til úr engu" þá finnst mér þetta vera full mikil alhæfing. Trúlausir eru allskonar fólk, alveg eins og þeir trúuðu. Það getur vel verið að sumir áliti sem svo að "allt hafi orðið til úr engu" en ég er ekkert viss um að þetta sé neitt sérstaklega útbreidd skoðun (að allt hafi orðið til úr engu)
En satt best að segja þá þykir mér líklegra að "allt hafi orðið til úr engu" (eins ólíklega og það kann að hljóma) en að guðinn þinn Snorri úr hafi skapað heiminn...
Hvort skyldi nú vera líklegra: Að allt hafi orðið til úr engu eða allt hafi orðið til á 7 dögum fyrir tilstilli ósýnilegrar veru í himninum.
Munurinn á ofsatrúuðum eins og þér og trúlausum er sá að þeir trúlausu leyfa sé þann munað að segja "Ég veit ekki svarið við spurningunni".
Ég veit ekkert hvernig heimurinn skapaðist. -Ég hef ekki hugmynd um það. En það væri yfirgengileg heimska að ég hallist að svörum bronsaldarmanna þegar svörum við spurningunni er leitað.
Að heimurin hafi verið skapaður af ósýnilegri veru og að þessi vera hafi látið sköpun sinni í té 10 reglur sem ekki megi brjóta! Veru sem breytti sér í mann og lét síðan drepa sig (eða son sinn) á hroðalegasta hátt til þess að undirstrika að hann elskaði mig....
Væri ekki frekar ráð að líta, þó ekki nema í andartak á alla þá þekkingu sem við mennirnir höfum sankað að okkur s.k 4000 ár og draga einhvern lærdóm af henni?
Hver veit nema einhverntíman verði sannað á vísindalegan hátt "að allt hafi orði til úr engu".
Samkvæmt þeirri þekkingu sem við búum nú yfir getum við skilið (og reiknað út) hvernig heimurinn varð til við miklahvell. Raunar vantar enn þekkingu á allra fyrstu míkrósekúndubrotunum. Við vitum ekki hvað stuðlaði að miklahvelli eða hvað var til áður og því ekki hægt að fullyrða að það hafi verið "ekkert".
Einu sinni vissum við ekki hvernig eldingar verða til, og því gátu guð- og goðfræðingar fullyrt að þar væri guð að verki. Einfalt og gott, skothelt.
En þeir sem segja að guð hafi skapað heiminn, því ekkert verði til úr engu, þurfa að útskýra tilvist og eðli guðs.
Ef trúaðir geta sætt sig við að guð hafi alltaf verið til hljóta þeir að geta sætt sig við að gangverk alheimsins hafi alltaf verið til, þótt við skiljum það ekki, ekki frekar en við skiljum guð.
Nafn guðs bætir engu við skilning okkar, flækir málið ef eitthvað er, því sjálfur hlýtur hann að krefjast útskýringar.
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.
Baddi - 31/08/07 18:48 #
Ef ég byggi enn á Akureyri, þá kæmi ég að hitta ykkur. Góða skemmtun bara, vona að sem flestir leiðrétti trúfélagsskráningu sína.