Fallnar hetjur - Læknirinn Svanur Sigurbjörnsson fjallar um breytt viðhorf fólks til alvöru lækninga og óhefðbundinna.
Miðlar - "saklausu" glæpamennirnir - Kristján Hrannar með góða umfjöllun um miðla.
Atheist Media Blog - Síða sem vísar á fræðandi eða fyndin myndbönd um trúleysi eða trú.
Kristnin og þjóðernið - Séra Halldór Reynisson prédikar um tengsl kristninnar og þjóðernis. Við mælum með þessari prédikun !
Takk fyrir vísunina.
Ég vara að lesa grein Halldórs Reynissonar og hún er merkilega góð utan fyrstu og síðustu málsgreina.
Hann segir í miðri grein:
Áður voru allir bundnir af sama sið og sömu trú - annað leiðst ekki. Nú er sérhverjum frjálst að aðhyllast þá trú sem hann kýs svo fremi sem hún brýtur ekki gegn almennu siðferði og allsherjarreglu. Af því leiðir að siðurinn, skilinn sem sameiginlegur gildagrunnur, getur aldrei verið annað en veraldleg grunngildi sem allir eiga að geta sameinast um.
[Breiðletrun er mín] Það er ánægjulegt að sjá að kirkjunnar maður áttar sig á þessu. Kirkjan hefur auðvitað áttað sig á þessu fyrir löngu, annars væri hún gjörsamlega bókstafstrúar. Hins vegar vildi maður gjarnan að þessi skilningur væri almennari og skilaði sér t.d. í því að kirkjan hætti með trúarlega starfsemi í barnaskólum landsins. Hver veit... batnandi fólki er best að lifa!
Að vísu er þetta verulega brenglað "... siðurinn skilinn sem sameiginlegur gildagrunnur..", rétt eins og það sé ekki nein siðspeki utan "siðsins". Ég verð víst að taka hól mitt að mestu til baka. Skrif Halldórs eru grátleg.
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.
Helgi Briem (meðlimur í Vantrú) - 31/08/07 11:03 #
Þetta er áhugaverð grein.