Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Yfirlætið

Það er liðinn meira en áratugur frá því að ég byrjaði að tjá mig um trúmál á þessu svokallaða interneti. Í árdaga íslenskrar netvæðingar vann ég við að smíða vefsíður hjá Miðheimum ehf og í vefriti þess fyrirtækis, Vefaranum, fann ég mér ágætan vettvang til að draga fram erlenda vefi um trúmál og skrifa örstuttar athugasemdir um þá. Skoðanir mínar fóru ekkert fram hjá lesendum Vefarans og svo nýstárlegar og undarlegar þóttu þær í samfélagi einhliða trúaráróðurs um aldir, að ég varð að setja sérstaka tilkynningu efst á síðuna um að skoðanir þær sem birtust í vefritinu væru höfundar en lýstu ekki skoðunum fyrirtækisins.

Maður hefur á þessum áratug fundið alls konar fleti á þessu víðfema málefni sem trúmál eru, en eitt er það þó sem ég hef held ég alveg gleymt að minnast á - yfirlæti trúmanna.

Í gegnum aldirnar og fyrir tilstuðlan fáfræðinnar hafa prestar komist í þá aðstöðu að geta talað föðurlega og af yfirlæti niður til safnaða sinna og þrátt fyrir alla upplýsinguna sem hrekur málstað trúarinnar leyfir þetta fólk sér svona hegðun enn. Maður hefði haldið að á 21. öldinni, þegar búið er fyrir löngu að sýna fram á yfirburði gagnrýninnar hugsunar umfram blindan átrúnað á hindurvitni, væri hlutunum þannig fyrirkomið að málsvarar efahyggju, rökhugsunar og skynseminnar hefðu óskoraðan virðingarsess, en boðendur undarlegra hindurvitna væru minnihluti sem pípandi út í horni yfir fáeinum fylgjendum væru varla sýnilegir. En hið þveröfuga er uppi á teningnum.

Ég hef á undanförum vikum átt allmargar rimmur við Gunnar nokkurn í Krossinum. Þar fer maður sem telur sig í krafti þeirra hindurvitna sem hann aðhyllist geta komið fram við náungan, sér í lagi þá vantrúuðu, af fullkominni lítilsvirðingu. Þetta getur hann leyft sér í krafti þeirrar virðingarstöðu sem hann hefur innan safnaðar síns og innan hvítasunnusafnaða almennt. Nú er það svo að í hinum kristna hugmyndaheimi er rótföst stéttaskipting þar sem guðinn og Jesúsinn eru á toppnum en niður af þeim koma svo millistjórnendur á borð við páfa, biskupa og presta. Í litlum söfnuði eins og Krossinum er forstöðumaðurinn beintengingin við guðinn, án viðkomu í páfum og biskupum og það er í krafti þess sem Gunnar Þorsteinsson telur sig geta litið stórt á sig og talað niður til þeirra sem standa utan söfnuðar hans.

Þessi sýn Gunnars á sjálfan sig og heiminn er auðvitað alveg glórulaus. Ef hann bara vissi að það sem hann stendur fyrir er fullkomin vitleysa sem hljómar eins og órar illa haldins sjúklings, þá myndi hann sjá að hann gæti jafnvel lært heilmikið af þeim sem laus er við hindurvitnin. Yfirlætið í honum verður í því ljósi að algerlega fáránlegri hegðun.

Nú gæti einhver heimtað að ég staldraði við og spyrði mig að því hvort ég væri ekki, í efnisgreininni hér á undan, akkúrat að gera mig sekan um hið sama, að tala um Gunnar af fullkominni lítilsvirðingu og yfirlæti. En það er nú öðru nær. Ég er einungis að skoða skoðanir hans og segja frá því hvernig þær koma mér fyrir sjónir, rétt eins og þegar trúaðir tala um villuráf trúleysingja og allt það. Þetta er einfaldlega sú sýn sem ég hef á skoðanir Gunnars og mér finnst einmitt mikilvægt að hann fái að heyra mitt sjónarhorn, svo hann hafi tækifæri til að reyna að sjá skoðanir sínar með augum annarra og hugsanlega átta sig á hvað er athugavert við þær.

Ég lít svo á að með því að gagnrýna þær skoðanir sem ég tel glórulausar og skaðlegar sé ég að hjálpa viðkomandi einstaklingi til að losna undan helsi vondra viðhorfa. Og ég ætlast til þess að þannig sé líka komið fram við mig.

Ég hef tamið mér koma fram við alla samborgara mína á jafningjagrundvelli og hef um leið leyft mér að búast við hinum sama frá öðrum. Gunnar mætti reyna að temja sér meira af slíkum hugsunarhætti og ræða við mig meira eins og maður við mann. Við höfum að sjálfsögðu ólíka heimsmynd og þetta spjall okkar á Bylgjunni felst í að takast á um þau lífsviðhorf. Það ætti auðvitað að vera hægt án þess að gera lítið úr andstæðingnum.

Það er reyndar merkilegt hvað kristið fólk sem fjálglega talar um hógværð og lítillæti í orði er illafáanlegt til að sýna af sér slíka hegðun í verki.

Birgir Baldursson 17.06.2007
Flokkað undir: ( Siðferði og trú )

Viðbrögð


Unnar Geirdal - 17/06/07 12:04 #

Jæja, þu segir að Gunnar standi fyrir boðskap sem hljómar eins og órar illa haldins sjúklings.

Það er bara rangt, tek það fram her strax að eg tel mig vera truleysinga.

En bara þu verður að passa þig að miðað við öll viðhorf og gildi i samfelaginu i dag þa er boðskapur kirkjunnar truverðulegur.

Einnig væri sagan um bukollu a sama stalli ef hun væri predikuð a sama hatt og kristni tru og fleiri truarbrögð.

Langaði bara skemmtilega að benda a þetta. Veit hvað þu ert að fara, en þu ert bara að fara ranga leið.

Þu segir einnig: "Gunnar Þorsteinsson telur sig geta litið stórt á sig og talað niður til þeirra sem standa utan söfnuðar hans."

Það mundi eg nu gera ef eg tryði þvi statt og stöðugt að eg ætti i nanu sambandi við Guð.

En hey, hæ ho og jibby jey það er kominn sautjandi juni... gleðilegann þjoðhatiðardag Islendingar.

p.s kommutakkinn minn er bilaður


Baldur - 17/06/07 14:45 #

Ég hef hlustað á umræður ykkar Gunnars á bylgjunni og haft gaman af. Engu að síður þykja mér þær oft afar undarlegar.

T.d.finnst mér undarlegt hvernig þú talar oft nánast á sömu forsemdum og Gunnar.

Nú er ég þeirrar skoðunar að guðir og trúarbrögð séu fyrirbæri sem menn hafa skapað sér sjálfir.

Þú tekur eflaust undir það.

þess vegna finnst mér stundum merkilegt að þú talar til dæmis um að guð múslima, kristinna manna og gyðinga, sé einn og sá sami.

Það er vissulega satt að margir múslimar trúa því að þeirra guð sé sá sami og guð kristinna manna og gyðinga. Eins trúa margir kristnir menn því að þeirra guð sé sá sami og guð gyðinga( That does not make it so).

Engu að síður finnst mér að út frá sjónarhorni trúleysingja sé ekki hægt að tala svona. því þá talar maður eins og Guð sé í raun á sveimi einhversstaðar þarna úti og hafi ákveðnar skoðanir og eginleika.

Ég er líka þeirrar skoðurnar að til að komast að því hvenrnig einhver ímyndar sér guð sinn hér og nú verðirðu að skoða hvernig viðkomandi lýsir honum en ekki hvernig trúarritið lýsir honum.

Eins og Gunnar hefur sýnt okkur þá er hægt að túlka bækur á óendanlega marga vegu. Og fá til dæmis bara kærleik út út öllu.

En raunin er sú að guð er bara það sem að fólk segir að hann sé. Guð múslima segir og gerir allt aðra hluti en guð Gunnars. Ég held meira að segja að það væri ekki sérstaklega erfitt að færa rök fyrir því að guð Gunnars og guð þjóðkirkjunnar séu ekki sami guðinn.

Guðinn í þjóðkirkjunni segir og gerir allavega ekki það sama og guðinn sem gunnar talar um segir og gerir (kanski líta þeir ekki heldur eins út).

Það er vert að muna að guðir segja aldrei neitt, fólk sgir bara að þeir segi eithvað.

Þetta var allavega bara smá pæling hjá mér. kanski er hún full súr, ég veit það ekki.


Trúi á Jesu - 18/06/07 11:06 #

Blessaður Birgir. " Maður hefði haldið að á 21. öldinni, þegar búið er fyrir löngu að sýna fram á yfirburði gagnrýninnar hugsunar umfram blindan átrúnað á hindurvitni, væri hlutunum þannig fyrirkomið að málsvarar efahyggju, rökhugsunar og skynseminnar hefðu óskoraðan virðingarsess, en boðendur undarlegra hindurvitna væru minnihluti sem pípandi út í horni yfir fáeinum fylgjendum væru varla sýnilegir. En hið þveröfuga er uppi á teningnum. " það erekki nema von að hið þverövuga er uppi á teningum þar sem efahyggja og rökhusun ykkar færir engin svör,heimsmynd ykkar er svo skrítin. Það sem þið eruð að gera skilur ekkert eftir sig , hjálpið fóli að afneita trú sinni og fara af þeim veig sem er til blessunar og sáluhjálpar og hvað svo . . . ? Kristin trú hefur svör og sú fullvissa sem hún gefur er líf og lausn fyrir alla sem vilja taka á móti. Kristin trú hún brínir menn til rökhugsunar og skinsemi. Sálm 119:15 Fyrirmæli þín vil ég íhuga og skoða vegu þína." Birgir haltu áfram að gagnrýna það brínir okkur sem göngum með Guði að sjá að við erum á réttri leið.Það fær okkur til að skerpa okkar hugsun,það er holt að fá mótvind það stirkir. Ég get samt sagt þér að þú hefur ekki "svarið" . Ég get líka sagt þér að "svarið" er Jesus. " Þessi sýn Gunnars á sjálfan sig og heiminn er auðvitað alveg glórulaus. Ef hann bara vissi að það sem hann stendur fyrir er fullkomin vitleysa sem hljómar eins og órar illa haldins sjúklings, þá myndi hann sjá að hann gæti jafnvel lært heilmikið af þeim sem laus er við hindurvitnin. Yfirlætið í honum verður í því ljósi að algerlega fáránlegri hegðun." Er þessi fullirðing ekki allveg í takt við það sem áður hefur komið með ykkar blindi , hroka og yfirgang við þá sem eru á öndverðumeiði? Talandi um manninn sem íllahaldinn sjúkling , segið það ekki bara sithvað um þitt ástand ?


Siggi G - 18/06/07 11:52 #

With or without religion, you would have good people doing good things and evil people doing evil things. But for good people to do evil things, that takes religion. - Steven Weinberg


G2 (meðlimur í Vantrú) - 18/06/07 16:55 #

Ég get líka sagt þér að "svarið" er Jesus.

Fyrst "svarið" er Jésú, hver er þá spurningin???


G2 (meðlimur í Vantrú) - 18/06/07 16:56 #

Kristin trú hún brínir menn til rökhugsunar og skinsemi

... en er alls ófær um að kenna mönnum réttritun.


FellowRanger - 18/06/07 18:53 #

Svo fljúgandi furðuhluturinn sem enginn sér fær mig til að efast um það sem ég les í mogganum?? Þú ert skrítin skrúfa... með skrítið nafn.


Blublu - 18/06/07 21:17 #

Ég heyrði að svarið við öllu væri Jesús, en svo þegar ég lét reyna á það þá var stærðfræðikennarinn alls ekki sammála!!


FellowRanger - 18/06/07 21:38 #

Þá er stærðfræðikennarinn þinn bara vitlaus.


gimbi - 18/06/07 22:46 #

Mikið er þessi umræða hér fljót að verða heiftúðug. Kannski er rétt að minna á að efasemdarmaðurinn er (samkvæmt skilgreiningu) ekki ginkeyptur fyrir kennisteningum trúarbragða.

Að sama skapi lítur hinn trúaði á kennisetningar trúarbragða sinna sem heilagan sannleik.

Þetta er gjörólík nálgun á þá viðleitni manna að átta sig á tilverunni.

Birgir, þú treystir á að skynsemi sé öllu æðri í slíkri viðleitni. Gunnar, hins vegar, álítur trú sína skynseminni æðri, og þess vegna gefur hann lítið fyir þínar útlistanir. Hann þykist ævinlega geta vísað í æðra yfirvald.

Þú hafið því ekki sama gildisramma og getið því ekki átt árangursríkar samræður.

Til að svo mætti verða þyrftuð þið fyrst að vera sammála um megininntak þeirra hugtaka sem þið notið í umræðunni.

...og þá mynduð þið líka komast skjótt að því að þið vísið ekki í sömu verkfærin og getið því ekki verið sammála.

...og svarið við spurningum um hvað svarið: "Jésús er svarið" er við, er: "Hver át restina af Lasögnunni?


Þórður Ingvarsson (meðlimur í Vantrú) - 18/06/07 23:35 #

Til að vera sammála um meginintök þeirra hugtaka sem notaðar eru í samræðum er æskilegt að sama tungumálið sé notað.

En jafn gegnsætt og hið íslenska tungumál er (fyrir þá sem kunna það) þá er með ólíkindum hvað er mikið púður eytt í reyna endurskilgreina orð, og þar með almenn hugtök, aftur og aftur útí hið óendanlega og samskipti sem áður var talið vera svokallaðar ´rökræður´, þar sem einstaklingar skiptast á rökum og komast að niðurstöðu, er nú orðið að orðskrípinu ´rökrildi´ þar sem fólki skiptist á rökum en enginn er niðurstaðan. Þannig verða framfarir segja sumir, það er að hjakkast í sama farinu, við gætum kallað það forfarir.

Magnað sjitt.

p.s. ´magnað sjitt´ nota ég sem hugtak til skilgreina mitt hugtak sem útlýsist sem "Vadd ðe fokk?"


óðinsmær - 19/06/07 01:52 #

mér dettur ekki neitt slæmt í hug til að segja um þig!

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.