Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Pósturinn Páll

Ein hættulegasta hugmynd sem viðhaldið hefur verið gegnum tíðina er sú að skynsemi geri ógagn, en blindur átrúnaður og traust á goðmögn sé rétta leiðin í lífinu. Þetta hefur haft í för með sér djúpstæða fyrirlitningu margra trúmanna á trúleysingjum, því þeir keyra á skynsemi en ekki óskhyggju. Trúleysingjar eru álitnir óæskilegustu borgararnir í Bandaríkjunum, óæskilegri en samkynhneigðir, femínistar, múslimar og innflytjendur. Páll postuli, þessi ötuli póstberi Krists, maðurinn sem stílaði bréfin sín á heilar borgir, er að hluta til ábyrgur fyrir þessu og hann var einmitt til umræðu á Bylgjunni í morgun.

Einnig er hægt að sækja skrána hér (.mp3 ~ 16MB)

Ritstjórn 22.05.2007
Flokkað undir: ( Kristindómurinn , Útvarp )

Viðbrögð


Jón Magnús (meðlimur í Vantrú) - 22/05/07 13:56 #

Svolítið magnað að hann Gunnar skuli skauta sér undan að dæma fólk í helvíti. Hann er þarna kominn inn á sömu braut og gvuðfræðingarnir sem skilgreina helvíti sem aðskilnað frá gvuði. Þegar öllu er á botni hvolft þá er Gunnar ekkert skárri en Ríkiskirkjan - ljúga sig bara út úr vondum textum.

Gunnar í mínum augum er ekkert bókstafstrúar - bara eitthvað hentitrúar!


Margrét St. Hafsteinsdóttir - 23/05/07 00:16 #

Góður þáttur. Páll postuli var náttúrulega bara kristniboði og hafði "frelsast" eins og Gunnar í Krossinum og fleiri hans líkar. Svo talaði Gunnar um hvað spiritismni væri slæmur, en sjálf þekki ég vel til spíritisma og sértrúarsafnaða og ég hef aldrei séð annað eins kukl með mannsálina og fer fram hjá sértrúarsöfnuðum. Kristniboð Gunnars og annara öfgatrúaðra snýst bara um kúgun. Það er lítil skynsemi í þeirra málflutningi og mér fannst Birgir koma vel inn á það. Kveðjur.


mofi - 23/05/07 10:44 #

Ekki hægt að neita því að Gunnar stóð sig illa í þessum þætti. Birgir hefði getað hamrað töluvert meira á honum með því að vitna í texta um helvíti. Röng guðfræði mun ávallt koma mönnum í vandræði, veit svo sem ekki hvort að ég hefði staðið mig betur en tel sannarlega að sú afstaða sem Gunnar tók og líklegast hefur er óverjanleg.


Urmi - 23/05/07 11:38 #

Ég hef nú skrifað það hérna áður um eilífa kvöl manna í helvíti. Þessi helvítis-vist finnst mér algjörlega rústa þessari trú, það gerir guð biblíunnar að skrímsli!

Þess vegna hef ég persónulega spurt trúmenn út í þessa kenningu. Ólíkt Gunnari hafa aðrir trúbræður hans sagt hiklaust beint úr biblíunni að refsing mannsins sé eilífur dauði, meðvitundarleysi en ekki eilíft líf í eldi. Helvíti er bara myndlíking.


Khomeni (meðlimur í Vantrú) - 24/05/07 10:38 #

Hver segir að helvíti sé myndlíking? hvað er það í biblíunni sem gefur það til kynna? Eru hinir lúterksu prestar þjóðkirjunnar með einhverja sér-útgáfu af heimsmynd kristindómsins. Er þessi myndlíking ekki bara túlkunaratriði?

Með sömu aðferðum og hin lúterska guðfræði hefur túlkað alla það "slæma" í biblíunni er hægt að réttlæta nánast hvaða skoðanir sem er. Það er t.d hund-einfalt að færa rök fyrir þvi að Jesús sé aðdáandi BackstreetBoys.

Ég hef fengið upp í kok af hinni dauðhreinsuðu útgáfu kristindómsins þar sem umburðarlyndi og kærleikur eru í altumlykjandi aðaðlhlutverki. Þetta hefur stundum verið kallað "grænsápu-guðfræði".

Lesið bara biblíuna! þar fer frekar lítið fyrir kærleikanum og umburðarlyndinu því trúarriti.

-Besta leiðin til að verða trúleysingi er að lesa biblíuna.


Urmi - 24/05/07 17:58 #

Spyrðu einhvern guðfræðing að því. Þeir sem lesa þetta rit ekki í samhengi sjá bara allt slæmt við hana. Hún er myndlíking því það stendur einfaldlega í henni. Ekki veit ég nákvælega hvar. T.d. þegar sagt er frá eihverju gömlu lögmáli í gamla textamenntinu, þá er það leiðrétt í nýja textamenntinu. Ástæðan fyrir því að menn sjá ekki muninn á myndlíkingum og ekki myndlíkingum er einfaldlega að þeir lesa ekki í samhengi.


Kristján Hrannar Pálsson - 24/05/07 18:59 #

Dregur það ekki stórlega úr gildi gamla testamentisins og Biblíunnar ef nýja testamentið þarf að leiðrétta það?

Annars er ég á þeirri persónulegu skoðun að ef kristið fólk vill lifa í samræmi við trúarrit sitt þurfi að endurskoða Biblíuna alveg frá grunni. Henni væri hægt að þjappa saman í lítinn bækling með þeim textum sem kristið fólk fer eftir. (Þó mér finnist það óþarfi að þurfa að lifa eftir einhverju trúarriti, en jæja.)


Þórður Ingvarsson (meðlimur í Vantrú) - 24/05/07 19:48 #

Sú biblí er til og heiti 100 mínútna biblí, þó ég hef ekki enn lesið hana þá læðist að mér sá grunur að það standi bara eitthvað gott og kærleiksríkt í því riti.


khomeni (meðlimur í Vantrú) - 24/05/07 22:33 #

Mikið er ég ósammála Urma. Biblían hefur verið túlkuð á þúsund vegu. Og engin er réttari en annar! Það er ekki til neitt tæki eða prógamm til þess að túlka rétt. Persónulega ber ég vissa virðingu fyrir bókstafstrúarkristnum þvi þeir gera ekki neinar málamiðlanir. Þeir segja einfaldlega að biblían sé "orð guðs - hreint og ómengað". Engin grænsápa þar á ferðinni en taka hinsvegar opnum örmum hatursboðskap biblíunnar (hómófóbíu og kvenhatri).

Urmi!. það er engin einn túlkunarlykill af biblíunni! það eru til HUNDRUÐIR ef ekki ÞÚSUNDIR af aðferðum til að túlka biblíuna. Allt frá nýjaldarbræðingi spíritista til ofurhaturs Westboro babtist church með Fret Phelbs í forsvari.

Svo skiptist biblían er testamenti, ekki textamenti. :)


Urmi - 25/05/07 23:57 #

Khomeni, ég er ekki bókstafstrúarmaður. Bara pælari. Ég veit að það er hægt að túlka biblíuna á marga vegu í þúsundatali.

En ef maður les hana orðrétt frá A til Ö í samhengi þá er ein niðurstaða. Þegar menn svo lesa hana svona eins og ég hef verið að segja en ákveða að túlka eitthvað eitt atriði á aðra vegu, þá er komin ein af þessum þúsund túlkunum.

Takk fyrir s leiðréttinguna, sýnir hvað ég hef látið það skipta miklu máli að vita nafnið á testamenntinu eða piblíunni :-)


Hjalti Rúnar Ómarsson (meðlimur í Vantrú) - 26/05/07 00:11 #

Spyrðu einhvern guðfræðing að því. Þeir sem lesa þetta rit ekki í samhengi sjá bara allt slæmt við hana. Hún er myndlíking því það stendur einfaldlega í henni.

Urmi, hvergi í biblíunni er talað um að helvíti sé myndlíking.


Urmi - 26/05/07 13:33 #

Jú Hjalti. Ég verð víst að fara að lesa biblíuna. Það stendur ekki með stöfunum "helvíti er myndlíking" en það eru þó nokkur dæmi um það. Ég skal bara finna það, en það gæti tekið tíma.


Urmi - 27/05/07 15:41 #

Hér eru allavega tvær skýringar.

Sagt er :”Farið frá mér , bölvaðir í þann eilífa eld sem fyrirbúinn er djöflinum og árum hans. (Matt.25:41) Alla vega var eldurinn ekki fyrirbúinn mönnum en þeir fóru engu að síður þangað. Á öðrum stað er þetta sagt:”Og dauðanum og Helju var kastað í eldsdíkið. Þetta er hinn annar dauði, eldsdíkið. Og ef einhvar fannst ekki skráður í lífsins bók var honum kastað í eldsdíkið” (Op.20:14 -15) En jóhannes heldur áfram í næsta kafla og segir: “En fyrir hugdeiga og vantrúaða og viðurstyggilega og manndrápara og frillulífsmenn og töframenn, skurðgoðadýrkendur og alla lygara er staður búinn í díkinu sem logar af eldi og brennisteini. Það er hinn annar dauði.” (Op.21: Þessi lýsing er um helvítið og þangað er engum stefnt nema djöflinum, dauðanum, antikristi og helju."

Malakí 4:1-3 -1- Því sjá, dagurinn kemur, brennandi sem ofn, og allir hrokafullir og allir þeir er guðleysi fremja, munu þá vera sem hálmleggir, og dagurinn sem kemur mun kveikja í þeim segir Drottinn allsherjar svo að hvorki verði eftir af þeim rót né kvistur.

Helvíti er semsagt einstakur atburður samkvæmt biblíunni, en ekki eilífð í lifandi kvöl. Himnaríki á að vera semsagt líf og helvíti, einstakur atburður og svo endalaust meðvitundarleysi.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.