Gunnar í Krossinum er á pari við ayatollana og talibanana í sumum islömskum löndum. Þetta kemur fram í Bylgjuþætti dagsins þar sem honum er bent á ósamræmi það að hann vilji vera dómari og rannsóknarréttur í málefnum samkynhneigðra en finnst í lagi að gefa saman syndara af öðrum toga og stuðla með því að hórdómi samkvæmt orðum Biblíunnar. Gunnar vill greinilega að lagasetning í samfélagi okkar taki mið af heimild hins júdókristna guðs eins og vilji hans birtist í trúarritinu. Hann vill semsagt að hér verði komið á trúarríki.
Einnig er hægt sækja þáttinn hér [mp3 ~ 10MB]
Gunnar var illa leikinn í þessari umferð. Hann var uppvís af því sem hann gagnrýndi. Fyrr í þættinum gerði hann lítið úr trú fólks sem ekki var nógu bókstafssinnað, kallaði trú þeirra sultu. Síðan túlkar hann orð Jesú um hórdómsbrot sér í vil þ.e. tekur þau ekki bókstaflega og er ekki trúr textanum. Það má til gamans geta þess að Gunnar er duglegur við að gargrýnd hlaðborðskristni þjóðkirkjunnar en er svo uppvís af því sama í einhverju mæli. Þetta var góður þáttur, Birgir stóð sig frábærlega og ég held að hann sé nú búinn að finna réttu taktíkina og héðan af verður þetta einungis niður í mót fyrir Gunnar enda með vonlausan málstað að verja.
Síst vil ég verja Gunnar eða hans, imo, snarbiluðu öfgatrú. En mér finnst það samt gengisfelling á orðum að líkja honum við talibana. Gleymum því ekki hverju þeir stóðu fyrir.
Honum er hér líkt við talíbana í einum ákveðnum skilningi sem er skýrður - trúarríkið. Að því leytinu er hann ekkert betri en sem stjórna í krafti trúarhugmynda og trúarrita í hinum múslimsku löndum.
Það er enginn að halda því fram að Gunnar vilji taka fólk af lífi eða heimta að allir karlmenn safni skeggi. Líkingin nær aðeins til trúarríkisins.
Skot í fótinn, skot í fótinn, skot í fótinn. Aftur og aftur og aftur er maðurinn að verja sitt vonlausa mál en Birgir nær honum alltaf niður. Stórkostlegt!!
Veit ekki hvort það er Birgi að þakka/kenna að Gunnar klúðrar þessu illa. Að vísu þá get ég ekki beint sagt að Gunnari hafi staðið sig illa heldur er ég aðalega ósáttur við hans skoðanir í nokkrum málum.
Enginn kristinn einstaklingur ætti að vilja sérstaka kristinfræði í skólum. Það sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skulið þér og þeim gjöra. Myndi ég vilja að múslimar eða hindúar væru að kenna sína trú sem einhvern sannleik mínum börnum? Auðvitað ekki og það er skammarlegt að einhverjir kristnir einstaklingar skuli vilja gera þetta öðrum.
Birgir aftur á móti hélt áfram með sín rök með að það að gifta fólk sem er fráskilið sé hræsni. Gaman að vita hvort Birgir virkilega trúir að þetta séu góð rök og afhverju honum finnst svör Gunnars ekki svara þessu.
Ég hlusta nú alltaf á þá tvo mofi og fæ ég ekki séð að Birgi finnist það hræsni að gifta fráskilið fólk. Eins og ég skil Birgi þá er hann að benda á hræsnina í málflutningi Gunnars (sem er allverulegur). Hann er að benda á að Gunnar ætti ekki að gifta fráskilið fólk og fara eftir þeim reglum sem ímyndaður gvuð hefur sett honum. Birgir er að meina að ef Gunnar væri samkvæmur sjálfum sér þá myndi hann kanna bakgrunn fólks sem hann giftir.
Ef þetta er ekki rétt hjá mér er ég illa gefinn, þá verður bara að hafa það.
Nú er ég ekki viss en hefur Gunnar ekki einmitt ákveðnar skoðanir á skeggprýði karla og hárstíl kynjanna beggja? Mig minnir einmitt að hans forskrift sé að karlar séu stuttklipptir og skeggjaðir en konur síðhærðar.
EF guð er ekki til afhverju þá að rembast við að afsanna hann? er það ekki trú útaf fyrir sig að trúa að guð sé ekki til:) þetta góða í heiminum það er guð það vonda satan eða e-ð þess háttar.. og svo hefur fólk valið hvort það fylgir biblían er kannski ekki beint skemmtileg lesning því að þarna eru fullt af staðreyndum sem kollvellta íslensku samfélagi og heiminum... en þar segir líka að maður eigi ekki að lifa eftir öld þessari... ég held að það sé nokkuð til í því trúabragða stríð ofbeldi naugðanir eiturlyf áfengi og fullt af rugli í heiminum þess vegna er komið nýtt sem replacar biblíuna það er AA bókin þar er hið fullkomna trúabragð... hver og einn getur valið sinn æðri mátt ef það meikar einhvern sence fyrir honum og hann sé algóður. Þetta kemur í veg fyrir trúarbragðadeilur og hver hefur sýna hugmynd um hverning guð er.. guð talar til allra og það eru góðu hugmyndirnar í kollinum á ykkur svona tekið sem dæmi hann varar mann alltaf við er þetta virkilega sniðugt? en svo kemur satan á eftir.. td. ohh þú ert svo vonlaus!! dreptu þig bara! og hann gerir allt til að valda ótta sundrung og reiði ég hef upplifað mikið rugl í gegnum tíðina var á kafi í dópi og áfengisböli og var kominn með ansi marga geðsjúkdóma þið hafið væntanlega einhver af ykkur séð myndina american psycho já ég var mjög líkur honum en samt ekki alveg eins ýktur. Það var guð sem bjargaði mínu lífi hann tók í taumana þegar ég var nær dauða en lífi það gerðist á amsterdam niðrí bæ ég var búinn að falla og var að nota kókaín og drekka ég var ekki orðinn neitt mjög fullur bara svona mellow enda klukkan varla orðin 11 að kvöldi og var þar i innsta herberginu og vorum báðir að falla það kvöld frá edrúmennsku og þar byrjuðum við að tala um aa samtökin og síðan fórum við að tala um guð og í næstu andrá þá vorum við leiddir áfram á hnéin og fórum allt í einu með faðirvorið..ég fór í algjört sjokk því að ég var ekkert viss að guð væri til hafði oft heyrt um þetta guð hitt og þetta og hafði ekki mikla trú á honum ef ég á að segja eins og er... mín skoðun var ef guð er til þá hefur hann svo sannarlega ekkert gert fyrir mig... En í rauninni er ég búinn að vera svo blindur hann er alltaf búinn að vera að reyna að hjálpa mér í gegnum lífið ég var bara ekki meðtækilegur og rosalega öfugsnúinn vildi fara mínar leiður og eignast gommu af peningum en skildi svo ekkert í því hve illa mér leið.. þannig að ég verð að valda ykkur vonbrigðum guð er til og hann er skynsemin ykkar allur vafi er kominn frá hinu vonda mér er alveg sama hvað það kallast Minn vilji eða satan ég veit allavegana að hvort tveggja hefur ekki skilað mér miklum árangri minn vilji eða hið vonda sem ég hef gert.. ég er ekki hérna til að dæma ykkur á neinn hátt mér er alveg sama hvaða ákvörðun þið takið hvort þið viljið leitast við guðs vilja eða halda áfram hérna að reyna afsanna guð..
Ég er ekki undrandi á því að þú hafir fundið guð - kafdópaður, sauðdrukkinn og geðtruflaður. Það má eflaust finna margt í slíku ástandi.
Hvað ertu eiginlega að gera á þessari síðu ágæti týndi sauður. Við erum ekkert að afsanna tilvist guðs. Það er ekkert hægt að afsanna tilvist guðs. Ekki frekar en að afsanna að til sé kaffikanna sem svífur bakvið tunglið.
Vantrú er vetvangur þeirra sem trúa ekki á guð og þeirra sem vilja leggja orð í belg í trúarlegri umræðu. Ég veit að ég tala fyrir hönd alls vantrúarfólks þegar ég segi frá dýpstu hjartans rótum. -Gangi þér vel í vegferð þinni með guðinum þínum. Þú ert sko ekki sá fyrsti sem segir að það séu einskonar trúarbrögð að trúa ekki á guð. Gott og vel, þetta eru ágætis rök en þeim hefur stundum verið svarað þannig að ef það er áhugamál að safna ekki frímerkjum þá er það bara þannig. Það skiptir engu máli hvaða merkimiða trúaðir setja á vantrú. Við lítum ekki á trúleysi okkar sem trúarbrögð. Það vantar grundvallarforsendu allra trúarbraðgða. -Handanveröldina.
Vantrúaðir eru ekkert á móti guðinum þínum Týndi sauður. Við erum hinsvegar ekkert hrifin af því að til sé sérstök ríkiskirja sem við eigum að tilheyra (nema annnað sér tekið fram) Við trúum því að það sé ekki hlutverk ríkisins að boða eða viðhalda trú þegnanna í samfélaginu. Trú er einkamál Týndi sauður. Nokkuð sem þú ert örugglea sammála okkur um.
Við erum orðin nokkuð sjóuð í því að kjást við kristlingana, svo mjög að þeir hafa ekki ennþá rekið okkur á gat í orðræðunni sem hér fer fram. Þekking Vantrúarfólks á biblíu hinna kristnu er það mikil að prestar sem og guðfræðingar þora ekki í okkur ef svo má að orði komast og meir að segja hafa hátt settir starfsmenn ríkiskirjunnar óskað eftir því að sami krafturinn ríkti í ríkiskirjunni og ríkir hér á þessu vefsvæði. Þeir hafa hrósað okkur bæði fyrir þekkingu á biblíunni og því hve við höfum verið dugleg að benda á og finna veika punkta í hinni ofurviðkvæmu kristni sem ríkir hérlendis. Vantrú hefur t.d bent á það að kirkjan fremur lögbrot með því að ferma 13 ára krakka. lágmarks fermingaraldur er 14 ár. Við höfum líka bent á að Vinaleið ríkiskirjunnar er lögbrot og stríðir gegn siðareglum kennara. Einnig höfum við flett ofna af svívirðilegum sögufölsunum ríkiskirkjupresta sem ítrkekað hafa breytt siðareglum vegna vinleiðar og öðgum upplýsingum á vefsvæði sínu til þess að hagræða sannnleikanum. það er í nógu að snúast að berjast við þetta óréttláta kerfi sem ríkiskirkjan er. Prestarnir skirrast einskis til þess að halda forréttindum sínum. Vissir þú Týndi sauður að prestar fá um 500 þúsund í mánaðalaun. Starfsmenn eins trúfélags (af um 30) fá greidd laun frá ríkinu! Hversvegna fær Ásatrúarfélagið ekki sömu fyrirgreiðslu? Eða Katólar? Eða gunnar í Krossinum? Eru þeirra trúfélög eitthvað ómerkilegri?
Rétt er að um 85% landsmanna tilheyra ríkiskirkjuni en þessi tala fer sífellt lækkandi. fleiri og fleiri landmenn kjósa að standa fyrir utan þetta ríkisrekna trúarapparat. Samkvæmt upplýsingum frá HÍ munu þeir sem tileyra ríkiskirkjunni verða í minnilhluta árið 2050. Hve lítill hluti þjóðarinnar þarf að tilheyra ríkiskirjunni til þess að hennar sé getið í stjórnarskrá og að starfsmenn hennar séu á ofurlaunum hjá hinu opinbera? 40 %? 20%? 5%?
Við erum ekki á móti guðinum þínum Týndi sauður. okkur fynnst bara skítt að skattarnir okkar fari í það að greiða fyrir dýrkun á honum. Að útsendarar guðsins þíns (sem við trúum ekki á) starfi í skólum barna okkar með sínn endatímaboðskap og haturs og sektarítroðslu.
Trúðu því sem þú vilt Týndi sauður. En ekki reyna að troða þeirri trú á okkur. það er líka mannréttindi að vera laus undan oki. Laus frá trúarátroðslu og fjárjóstri til handa gerspilltu prestaapparati sem skirrast einskis í mannlegum breyskleika.
Þú snérir af villu þíns vegar Týndi sauður og ákvaðst að eigna heiðurinn af því ímynduðum guði á himnum. Það er ekki sönnun á tilvist guðs, það er einungis ákvörðun illa upplýsts manns sem gerir sér ekki grein fyrir því að það að taka jafn stóra ákvörðun og að snúa lífi sínu við til betri vegar er einmitt stór ákvörðun.
Ákvörðun af þessari stærðargráðu getur auðveldlega framkallað einhvers konar tilfinningalega upplifun sem er tilkomin vegna samanlagðra áhrifa af mörgum sterkum og jákvæðum tilfinningum eins og gleði, sátt, vonar og sterkrar trúar á framtíðina, sem að því miður einstaka maður vill heimfæra upp á meingölluð trúarbrögð í stað þess að eigna sér réttilega hið merka afrek.
Hef stundum kommentað á þessa síðu undir réttu nafni en ætla að halda nafni mínu leyndu í þetta skiptið til að opinbera mig ekki of mikið fyrir því fólki sem kann að lesa þetta.
Týndi sauður sagði:
þar byrjuðum við að tala um aa samtökin og síðan fórum við að tala um guð og í næstu andrá þá vorum við leiddir áfram á hnéin og fórum allt í einu með faðirvorið..ég fór í algjört sjokk því að ég var ekkert viss að guð væri til hafði oft heyrt um þetta guð hitt og þetta og hafði ekki mikla trú á honum ef ég á að segja eins og er
þannig að ég verð að valda ykkur vonbrigðum guð er til og hann er skynsemin ykkar allur vafi er kominn frá hinu vonda mér er alveg sama hvað það kallast Minn vilji eða satan ég veit allavegana að hvort tveggja hefur ekki skilað mér miklum árangri minn vilji eða hið vonda sem ég hef gert
Ég ætla ekki að gagnrýna þig týndi sauður fyrir að snúa þér að guði eftir allt þetta sukk. Ef þetta virkar fyrir þig, þá er það fínt. Ef trú þín á guð hjálpar þér í gegnum vandamál þín, þú heldur þessari trú fyrir sjálfan þig og ert hamingjusamur, þá er það fínt. Gangi þér bara vel.
Ég vil engu að síður koma einu að:
2 dögum síðar var ég kominn niður í SÁÁ, Síðumúla og mér var vinsamlegast bent á að stunda AA-fundi. Fór á 3 slíka, fann engar lausnir þar fyrir mig (vil leggja áherslu á "fyrir mig" þar sem þetta virkar vel fyrir suma) og hætti.
Náði að halda mér edrú í nægilega langan tíma eftir þetta til að ná fótunum niður á jörðina og krafla mig upp úr þunglyndinu sem þessu fylgdi.
Ástæðan fyrir því, týndi sauður, að ég segi þér þetta hérna er sú að ég tel að þegar maður lendir í því að overdose'a hræðilega, verður maður svo viðkvæmur og móttækilegur að allar lausnir væru vel þegnar. Ég hefði með réttu átt að gerast trúaðri en Gunnar í Krossinum eftir þessa hræðilegu lífsreynslu en ákvað þess í stað að leita leiða til að sannfæra mig betur um trúleysi mitt.
Þú kannt að spyrja þig af hverju ég vil haldast trúlaus, eftir þetta. Ástæðan er sú að eftir allan þennan heilaþvott kirkjunnar var ég orðinn það gegnumsýrður í undirmeðvitundinni að á "dauðastundinni" upplifði ég helvíti út af því að ég taldi mig eiga það skilið, eingöngu vegna trúleysis míns. Hef alltaf verið góð persónu by the way, þetta voru fyrstu lögin sem ég braut og ég hef aldrei, ALDREI, beitt nokkurn mann ofbeldi. Eingöngu trúleysi var mín heljarsök.
Ég veit býsna vel að þetta helvíti var ekki ekta, ég er jú ennþá hérna, en lífsreynslan var það fáránlega hrottaleg að ég varð kirkjunni nokkuð reiður. Allur þessi heilaþvottur, allt mitt líf, skilaði sér nákvæmlega þarna.
Ég vona innilega að ég hafi losnað við þessa trú úr undirmeðvitundinni. Ég ætla samt ekkert að reyna að komast að því með öðrum of stórum skammti.
Ef þinn "algóði" guð frelsaði þig, ábyggilega ágætis manneskju, en hafnaði mér, mjög góðri manneskju, get ég ekki trúað á hann. Og ef hann er til, þá afneita ég honum.
Stundum verður maður að þekkja sjálfan sig, ástandið sem maður er í, hvort sem það er að vera alltof fullur, þunglyndur eða á fíkniefnum, vita hvenær maður er of móttækilegur fyrir þeim lausnum sem manni bjóðast þá stundina og taka vel ígrundaða ákvörðun.
Þér bauðst trú og þú þáðir hana.
Mér bauðst trú og hafnaði henni.
Vil samt enda á því að segja aftur: Gangi þér vel, týndi sauður. Vonandi finnurðu sjálfan þig.
Birgir þú ættir að skoða textann á síðunni þinni aðeins þar sem talað er um ærumeiðingar. Það er skoðunar- og trúfrelsi í landinu og það er með ólíkindum hvað þú ert dónalegur og ómálefnalegur í þættunum á Bylgjunni. Þú trúi ekki á Guð og það er þitt mál og þér er fullkomlega frjálst að tjá þig um þá skoðun. þig skortir þó algjörlega allt umburðarlyndi og skilning á skoðunum annarra og trú. Varðandi þáttinn á þriðjudaginn rúllaði Gunnar yfir þig fram og tilbaka. Hann útskýrði fyrir þér muninn á hvað biblína segir um samkynhneigð og hórdóm. Hann útskýrði einnig um miskunn Guðs sem biblían talar mjög skýrt um. Það virðist vera einhver meinloka hjá þér að setja þig í spor annarra og tala málefnalega um málin. Þín tilsvör og eru þau að allt er bara þvættingu og rugl sem Gunnar segir í öllum málum og eru það tæpast málefnalegar umræður að mínu mati.
Hvernig á Gunnar að ganga úr skugga um það hvort fráskilið fólk hefur haldið fram hjá eða ekki? Samfarir eru þess eðlis að í langflestum tilfellum eru engir aðrir til vitnis en þáttakendurnir sjálfir.
Hvernig á þá Gunnar að skera úr um það hvort um hórdómsbrot sé að ræða?
Hinsvegar þegar tveir karlmenn vilja giftast þá þarf nú ekki frekari vitnanna við um að þeir séu hommar. Ertu ekki sammála því Birgir?
Það er því auðvelt að skera úr um í þvi máli er það ekki?
Ja hérna hér. Þetta er ekkert smá, nafnlaus, ég tek ofan fyrir þér, "trú á jesu krist", ég hef hlustað nokkrum sinnum á alla þættina og komst snemma að því að Gunnar nær vel til mín, þannig séð, með róandi rödd og þægilegt málfar en hann er að bulla tóma steypu!
Hefur þú heyrt eftirfarandi. "Svo elskaði Guð heiminn að hann gaf son sinn eingetinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf". Kannski vitlaust orðað, bara eftir minni. Þetta er ekki svar, þetta er rugl og frekar ógeðfellt þegar pælt er í því.
Gunnar getur vælt og rembst eins og honum einum er lagið en alltaf er þetta sama ruglið, hann segir að hitt og þetta "sé ekki í minni biblíu"! Come on! Eru ekki allar biblíur eins?
Ekki svara þessu, ég veit að það er nei.
Kristján, ef Gunnar vill gefa fólk saman á hátt biblíunnar verður hann að hafa eitthvað fyrir því. Það er ekki erfitt að komast að því hvort maður sé fráskilinn. Hugsa rökrétt.
[Athugasemd færð á spjallið, þessi umræða er ekki um ritstjórnarstefnu Vantrúar - Matti]
Niðurstöður könnunarinnar í upphafi þátttarins eru mögulega bjagaðar, vegna þess, eftir því sem mér heyrðist á þættinum, að þátttakendur gátu tekið þátt af sínu eigin frumkvæði. Þegar þátttakendur eru valdir þannig í könnun er alltaf opinn sá möguleiki að þeir svari frekar sem hafa sterkar skoðanir, sem veldur bjögun. Einnig er möguleiki á að þeir sem taka þátt hafi sérstaka eiginleika aðra (en sterkar skoðanir) og að þeir jafnframt hafi kerfisbundið aðrar skoðanir en aðrir.
Til að útiloka bjögun verður að nota handahófsval þar sem úrtakið er valið af handahófi (handahófsval er þegar allir eiga jafnan möguleika á að lenda í úrtakinu, allir í þessu tilfelli íslendingar).
Ég myndi ekki taka mark á könnuninni einfaldlega útaf þessu. Sömu rök gilda náttúrulega um kannanir sem eru af sömu gerð.
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.
Viddi - 24/04/07 10:09 #
Gunnari er að fatast flugið þarna.
"Dýrð sé Guði í upphæðum" er mér einum um að finnast þessar sífelldu upphrópanir Gunnars vera kjánalegar, getur maðurinn ekki tekið þátt í rökræðum án þess að þurfa að predíka trú sína í sí og erg?