Kristin trú hefur alla tíð snúist um heimsslitaboðskap þar sem þeir sem gera Jesú Krist að leiðtoga lífs síns bjargast en hinir enda í eilífu helvíti. Í margar aldir var hægt að halda fólki í hræðslu við Djöfulinn og heimsendi, en eftir því sem upplýsingunni hefur fleygt fram verður það æ erfiðara.
Hafið þið velt fyrir ykkur náungum eins og Gunnari í Krossinum? Ég hef reyndar aldrei farið á samkomu hjá þessum söfnuði hans, en oft heyrt Gunnar tjá sig á Ómega. Þegar málflutningur hans er skoðaður kemur í ljós að hann er með tvo hluti á heilanum, Djöfulinn og heimsendi.
Hafið þið tekið eftir því að þetta eru einmitt þeir tveir hlutir sem Þjóðkirkjan hefur leitast við í seinni tíð að sópa undir teppið? Þessi fjölmennasta kirkjudeild landsins lætur í dag eins og þessar tvær ógnir séu ekki til, en réttlætir þess í stað tilveru sína með því að ekki sé hægt að vera siðleg vera öðru vísi en aðhyllast Jesú Krist og halda fast í Siðinn með stóru essi.
Djöfullinn og heimsendir hafa gegnum aldirnar gegnt sama hlutverki og Grýla gamla. Fullorðnir notuðu gjarnan Grýlu til að hræða börnin til að vera þæg og góð, hún var tæki til að treysta völd hinna uppvöxnu yfir ungviðinu. Heimsendaritið Biblía er einmitt skrifuð í sama tilgangi og hefur alla tíð verið notuð til að hræða trúgjarnar og saklausar sálir. Almúganum er innrætt það að þessi fáránlega ógn sé raunveruleg og í krafti þess er hægt að selja lausn frá hremmingunum, sölsa liðið undir verndarvæng kirkjunnar sem í staðinn fær af þeim alls kyns nytjar, ekki síst fjármagn.
Þekkingunni fleygir fram og bábiljur hverfa af sjónarsviðinu. En jafnvel í upplýstu nútímaþjóðfélagi eru til einstaklingar svo hrekklausir og trúgjarnir að þeir kaupa auðveldlega hina gamalkunnu þvælu um Djöfulinn og heimsendi. Költleiðtogarnir gera út á þennan afgangshóp kredófíla.
Best er að taka það fram strax að ég er ekki að afgreiða alla þá sem fastir eru í netum dómsdagssöfnuða sem vitleysinga, þroskahefta eða eitthvað slíkt. Við erum að tala um ósköp venjulegt fólk sem skortir gagnrýna hugsun á einhverjum sviðum. Slík hugsun er vart meðfædd nema að hluta, en hana má að sjálfsögðu þjálfa upp. Dómsdagsköltleiðtogar heimsins eru að stórum hluta trúleysingjar sjálfir (því miður, þeir setja svartan blett á trúleysið) en um leið fullkomnir sikkópatar. Þeir eru að sækjast eftir völdum og skjótfengnum auðæfum. Og hvað er betra en að nota margreynda tuggu til að sölsa undir sig sálir og öðlast um leið virðingu og tign?
Þeir sem ekki eru siðblindir í hópi költleiðtoga trúa væntanlega þvælunni jafnheitt og söfnuðurinn sem þeir predika yfir. Þeir eru sjálfir fórnarlömb annarra sem náð hafa tangarhaldi á þeim sökum trúgirninnar. Slíkum mönnum er raunverulega vorkunn, þeir vita svo sannarlega ekki hvað þeir gjöra þegar þeir kenna löngu úrelt og aflagt siðferði kvenfyrirlitningar, hommahaturs og andstyggðar á flestu kynlífi, svo fátt eitt sé nefnt.
Heimsslitakölt á borð við Krossinn eru hættuleg fyrirbæri í samfélaginu. Sem betur fer eru þetta lítil jaðarfélög hérlendis, en fólk með þessar hugmyndir um heiminn hefur í æ meiri mæli komist til raunverulegra valda í Vesturheimi og bæði skólakerfið og stjórnmálin orðið að súpa seyðið af því.
Maður á stundum bágt með að trúa því að þarna úti, mitt í upplýstum nútímanum, sé fólk sem trúir því í alvöru að Djöfullinn sé til og að yfirvofandi sé heimsendir. Þetta fólk lifir í stöðugri hræðslu við þetta tvennt og heldur að eina leiðin sé að ástunda trú sína af alúð (og gefa költinu peninga auðvitað). Samt hefur það fyrir löngu verið útlistað hvernig þessi bardagi guðsins og Djöfulsins endar, Gussi sigrar og Djöfsi verður að beygja hné sín frammi fyrir honum áður en hann er látinn róa með öllum helvítis trúleysingjunum.
Þetta er auðvitað í hæsta máta spaugilegt. Þegar Gunnar í Krossinum hamrar á því við hjörð sína að nú verði að vinna ötullega að sigri hins góða yfir hinu illa, af hverju ætti nokkur lifandi maður þá að taka mark á því, trúaður eður ei? Það er vitað að hið góða sigrar og hví þá ekki bara að halla sér aftur í sætinu og fyljgast með úr fjarska?
Og hvað er þetta með Djöfulinn? Veit hann ekki enn að úrslitin eru ráðin? Ætlar hann samt í stríðið? Djöfull hlýtur hann þá að vera vitlaus, ég væri í hans sporum fyrir löngu búinn að veifa hvítu dulunni og knýja Drottinn almáttugan að samningaborðinu.
Það er eitthvað verulega sorglegt við fólk sem kaupir alla þessa vitleysu. Enn sorglegra er að vita af því að til sé fólk sem hefur af því atvinnu að fylla höfuð annarra af þessu bulli og heimta af því stórfé fyrir.
Það hvarflar ekki að mér að taka þetta út. Hins vegar kalla ég eftir rökstuðningi fyrir þessum fullyrðingum. Gunnar hefur ekki rökstutt neina þá fullyrðingu sem hann setur fram þarna, en ég reyni kerfisbundið að draga fram það sem athugavert er við trúarinnrætingu hans og lífsskoðanir. Hvað er svona skarpt í málflutningi Gunnars og hvað er svona barnalegt í málflutningi mínum?
Endilega svaraðu þessu, ég er alltaf til í að læra og fá hjálp til að sjá hvar ég fer villur vega.
Hvaða þáttur er þetta? Er til hlekkur á þessa pistla? Missing link? Nei, er þetta ekki bara létt hjal á þægilegu eða mannlegu nótunum?
Rosalega er leiðinlegt að hlusta endalaust á að bríksla gagnrýni á trú við einhverja öfgastefnu!.
Hvar voru öfgarnir í málflutningi Birgis? -HVAR? Svaraðu nú Jón! - En þú munt ekki svara ágæti Jón G. Ekki frekar en þeir fjölmörgu sem hefur verið krafðir svara um meinta öfga Vantrúar. Svona er þetta bara. Vitleysingar hafa alltaf gjammað eitthvað um allskonar fyrirbæri á öllum tímum í mannkynssögunni. Jón G er bara einn af þeim.
Nema að hann Jón G, -alveg óvænt, bendi á öfgana í málflutningi Birgis! Mér finnst það reyndar svo ólíklegt að líklegra er að ég taka heljarstökk guði til dýrðar með stjörnuljós í rassinum.
Rosalega er leiðinegt að vera sífellt að verja sig gegn einhverjum öfgastimpli....
Er ekki hægt að leggja þessa þætti út hérna á síðuna, þannig að hver gæti dæmt fyrir sig?
Það er eitt sem ég virði við Gunnar í Krossinum og költið hans. Þau notast ekki við grænsápu-guðfræði ríkiskirjunnar. Þau eru ekki hrædd við að túlk "orð guðs" eins og það stendur í Bifflíunni og taka þar með á atriðum sem ríkiskirkjan þorir ekki að taka á.
---Afstaðan til samkynhneigðra er t.d afar skýr í Biblíunni
---Afstaðan til kvenna er afar skýr í Bibíunni
---Mannskilningur Biblíunnar er afar skýr. Við erum syndarar og munum fara á ógeðslegan stað sem heitir Helvíti ef við trúum ekki á Guð og soninn hans.
Svona er þetta einfaldlega og Gunnar er ekkert að skafa utan af því. Hann er heiðarlegur hvað þetta varðar ólíkt ríkiskirkjuprestunum sem hafa útvatnað boðskap biblíunnar svo mikið að það eina sem eftir stendur er einhverskonar óskilgreind félagsþjónusta og sorgarnámskeið í Garðabæ. -Ef það væri til guð í alvörunni. -Kristinn guð, þá myndi hann fleygja eldingum í hausinn á ríkiskirjuprestunum :) -Hann hefur jú gert annað eins að minna tilefni :)
-o-o-o-o-
Ég hvet alla sem eru í vafa um orð mín að lesa Biblíuna. Ógeðfeldara trúarrit er vandfundið. Lestur Biblíunnar er besta og fljótlegasta leiðin til trúleysis.
Hjalti, við vorum að bíða eftir að þriðji þáttur kæmi á netið. Við skellum upptökum inn á eftir.
Ha? ......
.......Ætlar Jón G ekki að svara spurningunni sem fyrir hann var lögð?
Getur það verið? Best ég spyrji hann bara aftur.
Hvar voru öfgarnir í málflutingi Birgis í orðasennunni við Gunnar í Krossinum?
Við skulum gefa honum smá tíma til að svara. Hann hlýtur að geta rökstutt fullyrðingar sínar.
Æ, ég get svo sem alveg skilið orð Jóns G. Staðreyndin er einfaldlega sú að hann og flestir aðrir eru ekki vanir svona beinskeyttri umræðu í opinberum fjölmiðli. Með þessari dagskrárgerð má eiginlega segja að búið sé að brjóta örlítið blað í íslenskum fjölmiðlum. Hafi Kolbrún og Heimir þökk fyrir áræðið sem felst í því að hleypa berorðum trúleysingja í loftið þrjá daga í röð.
...Ég er ennn að bíða eftir svarinu hans Jóns G.
Hvar voru öfgarnir í málflutingi Birgis í orðasennunni við Gunnar í Krossinum?
Þetta er nú ekki í fyrsta skiptið sem Vantrú er bríkslað um öfga. Ég held barasta að flestir í samfélaginu telji okkur einhverskonar öfga-trúleysingja. -Furðulegt!
Ég hef spáð töluvert í þetta og minnist orða Egils Helga sem voru svona:
"Ég er sammála Mikael Torfasyni sem skrifar og segist hafa haldið að trúleysi fæli í sér umburðarlyndi - en svo hafi hann komist að öðru."
Hver sagði að trúleysi fæli í sér umburðuarlyndi? Er það hugsun almennings að sá trúlausi lyfti sér einhvernvegin yfir allar trúamálaumræður og standi á sama um allt kjaftæðið sem haldið er að fólki?
Trúleysi er í mínum huga lífsskoðun. Hún felur ekki í sér umburðarlyndi gagnvart umskurn kvenna (trúarlegar ástæður fyrir þvi), mannfjandsamlega afstöðu gangvart kynlífi fólks (trúarleg innræting), lygum sem hjálpa við að troða sektarkend að fólki (lesið bara Biblíuna).
Trúleysi mitt felur ekki í sér umburðarlyndi gagnvart Gunnari í Krossinum þegar hann féflettir geðsjúka og þá sem vita ekki í þennan heim eða annan. Hvað er að þvi að gagnrýna þessi ógeðfeldu fyrirbæri í samfélaginu okkar? Á mér bara að standa á sama og segja "þetta er ekki mitt mál, ég er nefnilega trúlaus".
Ég skil ekki fólk sem átelur fólk fyrir að gagnrýna trú. Trú er ekkert heilög kýr. Það má alveg gagnrýna þegar krökkum er talin trú um að þau séu fædd syndug og muni stikna í helvíti trúi þau ekki á eihvern fjandans guð. En trúfélagið Þjóðkirkjan stendur einmitt í slíkri fræðslu. FYRIR BÖRN Í LEÍKSKÓLA..
Þessum Jóni G er sennilega alveg sama hvernig samfélagi hann býr í. Hann um það. Mér er ekki sama.
Ég tek undir með Khomeni. Það er algjörlega nauðsynlegt að gagnrýna trúarbrögð. Ef ekki hefði komið til andóf og gagnrýni á trúarbrögðin værum við kannski enn að brenna fólk fyrir galdra eða drekkja konum á Þingvöllum. Og enn er ástæða til að halda uppi andófi, nægir þar að nefna andstöðu margra trúaðra gegn því að samkynhneigt fólk njóti fullra mannréttinda.
Hva, við erum bara með samkynhneigða á heilanum. Sussu suss, þetta fólk á að njóta virðingar, en ekki vera tekið fyrir sem einhver syndaaðall!
Ótrúlegt hvernig Gunnari tókst að snúa þessu alveg á hvolf, gera mig að vonda kallinum og sjálfan sig að hommavini mesta. :)
Flott grein. Gott að taka fyrir svona heimsendatrú, þar sem menn hafa spáð fyrir um yfirvofandi heimsenda svo öldum (eða þúsárum) skiptir, en engar þeirra hafa ræst enn. Það er svolítill reddingsháttur yfir þessu; fólk verður að drífa sig í því að sinna e-i tiltekinni trú, þar sem það hefur mun styttri tíma en mannsævi til reiðu áður enn heimurinn ferst og úr skerst hvort viðkomandi fari til paradísar eður ei.
En að því sem Jón G talaði um í kómenti sínu, þá var ég að hlusta á fyrsta hluta útvarpsupptakanna með þér (Birgir) og Gunnari í Krossinum. Mér fannst þú standa þig með prýði, nefndir marga góða punkta um gagnrýnis-tabúið sem ríkir hérna og vankanta biblíunnar og trúarbragða. Það er frekar erfitt að hafa í horn að taka við mann eins og Gunnar, sem grípur fram í við hvert tækifæri og yfirgnæfir viðtalið. Ekki skrítið að hann fái fólk til að ganga í Krossinn - ef enginn kemur með mótrök við því sem hann segir hljómar það vel einfaldlega út af hans eigin sannfæringu og ,,persónutöfrum".
flott grein
djöfullinn veit af heimsendi, hann mun reyna að draga sem flesta með sér í svaðið - þ.e.a.s samkvæmt kristinni heimsendatrú, ég er ekki að fullyrða neitt um hvað mun í raun gerast ;)
Það mun ekkert gerast. Þessi fyrirbæri, guð og djöfullinn, eru goðsögur.
Heyri ekki betur en Gunnar hrauni yfir Vantrúarnáungann. Tístir eitthvað útí horni annað slagið. Það er enginn afsökun að Gunnar sé svona og svona eða eins og hann er. Þeim mun auðveldara ætti að vera fyrir Birgir að flétta ofan af honum. En það tekst bara ekki. Talandi um að hljóðið sé lélegt, kommon!
Djöfullinn og heimsendir hafa gegnum aldirnar gegnt sama hlutverki og Grýla gamla. Fullorðnir notuðu gjarnan Grýlu til að hræða börnin til að vera þæg og góð, hún var tæki til að treysta völd hinna uppvöxnu yfir ungviðinu. Heimsendaritið Biblía er einmitt skrifuð í sama tilgangi og hefur alla tíð verið notuð til að hræða trúgjarnar og saklausar sálir. Almúganum er innrætt það að þessi fáránlega ógn sé raunveruleg og í krafti þess er hægt að selja lausn frá hremmingunum, sölsa liðið undir verndarvæng kirkjunnar sem í staðinn fær af þeim alls kyns nytjar, ekki síst fjármagn.
Allveg sammála 100%
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.
Jón G. - 21/03/07 08:33 #
Ég er ekki trúaður en ég er búinn að heyra í þér á Bylgjunni síðustu daga. Það sem mér finnst merkilegt er að þú virðist vera meiri öfgamaður en Gunnar í Krossinum. Þú kemur allavega út eins og heimskur krakki sem getur ekki svarað fyrir sig. Gunnar virðist líka vera talsvert mikið skarpari en þú, burtséð frá ykkar ólíku skoðunum. Þú ert að gera þig að fífli!! ps. Ef þú tekur þetta út þá sýnir það bara að þið eruð eins viðkvæm og þeir.