Örn Bárður Jónsson predikaði um helgina um vinsælasta dægurmál þjóðarinnar nú um stundir og hefur m.a. þetta að segja:
Klám er siðlaust. Og klám er eiturlyf, fíkniefni enda þótt það geti verið óefnislegt og bara til í huga manns sem kynórar. Í merkri, breskri, skýrslu (Family Breakdown) sem nefna má Hrun fjölskyldunnar (The State of the Nation Report: Fractured Families, December 2006) er m.a. fjallað um áhrif kláms og þar segir að það sé ávanabindandi og krefjist stöðugt stærri skammta. Klám örvar þær stöðvar heilans sem skapa vellíðan og ánægju. Klám hefur áhrif á sömu stöðvar og vímuefni. Sá sem ánetjast þarf stöðugt harðari efni eftir því sem á líður fíknina. Klámið er farið að hafa áhrif á stöðugt yngri hópa. Allt klám afskræmir Guðs góðu sköpun.
Áfengi er líka eiturlyf sem sumir þurfa að innbyrða í sífellt stærri skömmtum, en gerir það áfengisneyslu siðlausa? Er Örn Bárður bindindismaður á borðvín og aðrar tegundir af því að áfengisneysla er siðlaus? Það verða ekki allir áfengisneytendur að fíklum og sama gildir að sjálfsögðu um klám.
Merkileg er sú afstaða að ætla að gera kynóra okkar og samfaralanganir að ljótu óeðli. Við verðum að muna hvers vegna við höfum þessar hvatir. Þetta eru tilfinningarnar sem fá okkur til að búa til börn, viðhalda tegundinni. Af sérstökum ástæðum hefur þróun tegundar okkar innlimað (no pun intended) stærri ánægjufaktor í þessar barnasmíðar okkar en hjá flestum öðrum dýrategundum. Og hvað er þá að því að fólk leiti sér kynferðislegrar útrásar ánægjunnar einnar vegna?
Kristin kirkja hefur alla tíð verið dugleg við að fordæma þetta sjálfsagða eðli okkar og innræta okkur sektarkennd fyrir að svo mikið sem gjóa augunum á rass annars fólks. Samt er þetta gláp okkar fullkomlega nauðsynlegt frá sjónarhóli æxlunar og viðhalds tegundarinnar, við (karlar í það minnsta) erum bókstaflega líffræðilega innstilltir til að horfa á eftir fögrum konum, taka inn genetík þeirra og hreyfingar meðan einhver prósess í heilabúinu reiknar út hvort viðkomandi manneskja sé heppileg til undaneldis.
Ef við reynum að skilja hvað veldur þessum hvötum og þessari hegðun okkar ættum við að geta slakað á gagnvart jafnsjálfsögðum og eðlilegum hlut eins og ásókn fólks í að láta myndir af nöktum einstaklingum espa sig, að tigna líkamsfegurðina. Það er ekkert ljótt við það heldur er þetta allt í hæsta máta normalt.
Kristileg kenning hefur í aldanna rás komið fyrir í fólki sektarkennd og iðrun fyrir það eitt að það hefur heilbrigða kynhvöt og fæst við lostfagrar hugsanir. Gott ef losti var ekki ein af höfuðsyndunum sjö. Költreglur hafa alltaf gert út á þessa afskiptasemi um kynhegðun fólks í þeim tilgangi að ná á því andlegu tangarhaldi, láta það iðrast gjörða sinna og beygja sig undir valdið. Því miður eimir mikið eftir af þessu hugarfari í kennisetningum kirkjudeilda í nútímanum, þrátt fyrir alla þá vitneskju sem við höfum um uppruna okkar og eðli. Orð Arnar Bárðar hér að ofan bera um það sterkt vitni.
Það er til klám sem er ljótt og siðlaust, en það er líka til gott og heilbrigt klám. Látum ekki einhverjar ranghugmyndir trúarbragðanna villa okkur sýn á þessa hluti. Ásókn í að örvast kynferðislega við að sjá fagra líkama er ekki afskræming á guðlegri sköpun. Ef þessi guð Arnar Bárðar er til þá er kynhvötin, og þar með klámþörfin, einmitt sá drifkraftur sem hann lét okkur í té til að við nenntum að uppfylla jörðina.
Ég er nokkuð sjúr á því að hann Davíð Þór Jónsson, maðurinn sem messaði nýlega í kirkju Arnar Bárðar, er mér hjartanlega sammála í þessum efnum.
"Áfengi er líka eiturlyf sem sumir þurfa að innbyrða í sífellt stærri skömmtum, en gerir það áfengisneyslu siðlausa?"
Þetta eru spennandi samlíkingar. Í raun er það ekki afengisneyslan sjálf sem er siðlaus heldur getur sjúkur alkóhólisti orðið siðlaus vegna neyslunnar. Það er einnig nauðsynlegt að gera sér grein fyrir að venjuleg heilbrigð fyllibytta getur líka orðið siðlaus vegna neyslu vímuefna. Það gerir neysluna sjálfa hins vegar ekki siðlausa. Á sama hátt væri klámneysla ekki siðlaus þó að neysla hennar geti hugsanlega leitt til siðlausrar hegðunar.
Flestir eiga hugsanir um ek siðlausa hegðun. Við neyslu á vímuefnum getur losnað um hömlur sem hafa leitt til þess að einstaklingurinn framkvæmir þessar hugsanir. Á sama hátt getur klámneysla hugsanlega losað um hömlur á slíkum hugsunum. Þegar kemur að því að ráðamenn sjálfir hafa opinberlega farið yfir hið siðferðilega strik þá munu þeir einfaldlega færa til hin siðferðilegu viðmið svo þeir geti haldið áfram á sömu braut. Þannig er hægt er að sjá fyrir sér lagabreytingar sem heimila kynlíf með sífellt yngra fólki.
Öllum ætti að vera augljósir samverkandi þættir vímuefnaneyslu og framleiðslu klámefnis. Flestir geta reynt þetta á sjálfum sér og kannað hvort þeir eru tilbúnir að gera það alsgáðir sem þeir framkvæma ”hiklaust” í vímu. Mörkin eru þar – einhversstaðar ;-)
En hið meinta siðleysi vegna vímuefnaneyslu og klámneyslu birtist okkur fyrst og fremst sem siðblinda gagnvart börnum okkar og mökum okkar og fjölskyldu. Þeir sem að ánetjast þessu eru eð verða því oftast einmanna fólk.
Mér hefur sýnst að mörgum sé það hræðilega erfitt að láta af trúariðkun. Hún er tvímælalaust ávanabindandi.
Ég á bágt með að skilja hvað Örn meinar með þessum orðum:
Klám örvar þær stöðvar heilans sem skapa vellíðan og ánægju. Klám hefur áhrif á sömu stöðvar og vímuefni. Sá sem ánetjast þarf stöðugt harðari efni eftir því sem á líður fíknina.
En ef þessi orð hans eiga að vera röksemdafærsla fyrir því að klám og fíkniefni megi leggja að jöfnu, vegna þess að það hefur áhrif á sömu heilastöðvar, þá má etv. skoða hvort matur hafi ekki áhrif á sömu stöðvar? Ég gæti vel trúað því. Að því gefnu, eru þá matur, fíkniefni og klám það sama?
Og mikið verða orð prestanna gagnslaus þegar það má túlka þau svo frjálslega sem mörg dæmi vitna um (Þessi texti hér líka...). Þeir ættu að koma með beinskeyttari boðskap.
Getur ekki einhver litúrgíukyndugur rekið út klámandann sem kvelur Vantrúarpiltana?
Danskurinn líkir klámi við alkóhól. Það vekur upp spurningu hjá mér. Sumt fólk fæðist með þann kvilla að þola ekki alkahól (geta ekki neytt áfengis vegna þess að þeir verða alltaf alkóhólistar), eru þá til einstaklingar sem að geta ekki horft á klám án þess að neyta þess í óhófi?
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.
Siggi Örn (meðlimur í Vantrú) - 28/02/07 08:27 #
Gallinn við klámumræðuna sem veldur því að ég skil stundum lítið í henni er að það virðist vera mjög mismunandi hvaða skilgreiningu fólk notar á klámi. Þú (Birgir) segir t.d. "Það er til klám sem er ljótt og siðlaust." Sumir myndu e.t.v.skilgreina klám sem ljótt og siðlaust efni sem tengist kynlífi. Gott og heilbrigt klám væri ekki til samkvæmt þeirri skilgreiningu ("gott og heilbrigt ljótt og siðlaust efni sem tengist kynlífi" meikar ekki sens).
Ég vildi bara koma þessu að því ég hef alltof oft séð fólk karpa lengi um efni sem það er sammála um en notar einfaldlega mismunandi skilgreiningar.
Annars er greinin fín. ;)