Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Málþing um Vinaleið

Við viljum benda lesendum okkar á að félag ungra sjálfstæðismanna í Garðabæ, Huginn, stendur fyrir málþingi um Vinaleið, fimmtudaginn 1. mars kl. 20:00 í sal Tónlistarskóla Garðabæjar, Kirkjulundi 11. Framsögumenn verða Jóna Hrönn Bolladóttir fyrir hönd Þjóðkirkjunnar og Bjarni Jónsson fyrir hönd Siðmenntar.

Ritstjórn 27.02.2007
Flokkað undir: ( Vísun )

Viðbrögð


Hope Knútsson - 27/02/07 12:03 #

Halldór Reynisson verður með Jónu Hrönn, fyrir hönd Þjóðkirkjunnar. Fjölmennumst til að styðja okkar mann og málstað.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 27/02/07 13:24 #

Samkvæmt mínum heimildum verður Hans Guðberg Alfreðsson Vinaleiðarprestur líka á mælendaskrá fyrir hönd kirkjunnar!


Erlingur Tryggvason - 27/02/07 13:34 #

Hans Guðberg kemur víst ekki, en Jóna Hrönn og Bjarni mæta. Síðan er um að gera að skjóta spurningum á liðið.

Bæjarstjórinn stjórnar fundinum þannig að rökin ættu að ná til bæjarstjórnar ;)


Ólafur Nielsen - 27/02/07 14:27 #

Smá misskilningur frá kirkjunni en Hans Guðberg, skólaprestur, mun víst láta sjá sig :)

Sjá auglýsingu: http://haegri.is/misc/vinaleid.jpg


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 02/03/07 08:23 #

Á síðunni haegri.is er málþingið auglýst og þar er birt tilvitnun í Fyrstu Mósebók (að því er virðist, Genesis) þar sem stendur: Everybody needs a friend.

Þessi orð er hvergi að finna í enskri Biblíu! Það eina sem Nýja testamentið hefur að segja um vináttu er þetta:

Þér ótrúu, vitið þér ekki, að vinátta við heiminn er fjandskapur gegn Guði? Hver sem því vill vera vinur heimsins, hann gjörir sig að óvini Guðs. Eða haldið þér að ritningin fari með hégóma, sem segir: ,,Þráir Guð ekki með afbrýði andann, sem hann gaf bústað í oss?" (Hið almenna bréf Jakobs 4:4)

Kirkjunnar menn þræta hins vegar jafnan fyrir að þessi guð þeirra þrái anda barna svo mjög. Líta þeir þá framhjá beinum fyrirmælum um að veiða menn og gera allar þjóðir að lærisveinum. Samt vitna þeir í þann texta í einu orði en afneita honum í því næsta.

Það merkilega á þessum málfundi var að Jóna Hrönn Bolladóttir viðurkenndi að í starfi fulltrúa þjóðkirkjunnar innan skóla felst ákveðin boðun. Auðvitað er boðunin boðun trúar og þess vegna er óskiljanlegt hvernig hún og aðrir reyna sífellt að þræta fyrir trúboð.

En þetta er bara enn einn 180 gráðu snúningurinn í málflutningi kirkjunnar manna. Honum verður best lýst með orðinu "hringavitleysa". Svo á þetta klúður að auka trúverðugleika kirkjunnar.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.